Fréttablaðið - 19.09.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 19.09.2009, Síða 12
12 19. september 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Fyrsta skoðanakönnun eftir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sýnir afgerandi andstöðu þjóðarinnar við þau áform. Hún er um leið til marks um mikla nei- kvæða sveiflu. Á þessu stigi er erf- itt að meta hvort hér eru á ferðinni skammtíma viðbrögð við ríkjandi aðstæðum eða varanleg breyting á viðhorfum. Flestir þeirra sem látið hafa álit sitt í ljós sýnast vera þeirrar skoð- unar að Icesave-málið hafi kall- að fram neikvæð viðhorf gagnvart Bretum, Hollendingum og Norð- urlandaþjóðunum. Ugglaust er sitt hvað til í þessari kenningu. And- stæðingar aðildar hafa í þessu and- rúmslofti séð tækifæri til að blása að glæðum tortryggni. Ef þetta er helsta skýringin á breyttu viðhorfi fólks bendir það til að fremur sé um að ræða skamm- tíma sveiflu en viðhorfsbreyt- ingu sem líkleg er til að vara. Við eigum skýr dæmi um hliðstæður úr stjórnmálasög- unni. Á hápunktum í landhelgis- deilunum við Breta á sinni tíð jókst þunginn að baki kröfunni um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og brott- för varnarliðsins. Á þeim tíma voru það fyrst og fremst forystumenn Sjálfstæðis- flokksins, bæði í stjórn og stjórn- arandstöðu, sem stóðu vörð um þá langtíma hagsmuni þjóðarinnar að eiga aðild að þeim samtökum lýð- ræðisþjóðanna í Evrópu sem þá voru öflugust. Tilhneiging til þjóðernis- legrar einangrunarhyggju brotnaði á þeim öðrum fremur. Á úrslitastundum í viðræðum um lausn á þeim deilum kom á daginn að það var aðild okkar að þessum samtökum sem veitti Íslandi þann styrk sem á þurfti að halda til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu við samningaborðið. Utan samtaka hefði pólitísk staða Íslands verið veikari. Það er þekkt fyrirbæri meðal annarra þjóða að milliríkjadeilur efla þjóðerniskennd og verða oft og tíðum vatn á myllu einangrunars- inna. Ísland er ekki óháð því lög- máli. En reynsla okkar og annarra er til vitnis um að slík viðbrögð eru ekki leiðin til farsælustu lausna í samskiptum þjóða. Vísbending um einangrunarhyggju Forsætisráðherra sætti réttmætri gagnrýni í sumar fyrir að leita ekki pólitískra lausna á Icesa- ve-málinu. Í kjölfarið hefur verið hvolft yfir ráðherrann ádrepum fyrir að koma ekki nógu oft fram í fjölmiðlum heima og erlendis. Um sumt eru þeir áfellisdómar ekki sanngjarnir. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er gott dæmi. Ísland er fyrsta landið sem sótt hefur um aðild þar sem forsæt- isráðherrann hefur ekki verið á fullri ferð í fjölmiðlum og fundum við að skýra fyrir fólkinu þau rök sem að baki liggja. Á þessu kunna hins vegar að vera dýpri skýringar en þær að forsætisráðherra skilji ekki hvað til hans friðar heyrir í þessu efni. Ætli forsætisráðherrann að segja þjóðinni að aðildin sé rökrétt fram- hald á þeirri pólitísku stefnu sem mótuð var fyrir sex áratugum að skipa Íslandi í sveit sterkustu sam- taka lýðræðisþjóða í Evrópu fær hann gagnrök fjármálaráðherr- ans í hausinn. Fjármálaráðherrann segir með réttu að um þá hluti hafi ríkisstjórnarflokkarnir aldrei sam- mælst. Hugsi forsætisráðherra sér að skýra fyrir fólki til sjávar og sveita að með krónunni verði ekki unnt að tryggja atvinnufyrir- tækjum og launafólki samkeppn- ishæfa mynt og viðunandi stöðug- leika kemur fjármálaráðherrann umsvifalaust í bakið á honum. Fjármálaráðherrann segir sem satt er að um þau sjónarmið hafi stjórnarflokkarnir ekki komið sér saman og hans flokkur muni nota völd sín til að stefna þjóðinni í aðra átt. Með öðrum orðum: Forsætisráð- herrann hefur ekki pólitískt umboð til að rökstyðja aðildarumsóknina í nafni ríkisstjórnarinnar. Senni- lega er hann því fremur í fjötrum málefnalegrar stjórnarkreppu en fjölmiðlafælni. Í þessu ljósi er ekki sanngjarnt að gagnrýna ráðherrann fyrir að tala of lítið. Á hinn bóginn ber hann ábyrgð á þessari málefna- legu stjórnarkreppu. Eðlilegt er að kalla eftir forystu af hans hálfu um að leysa hana. Málefnakreppa fremur en fjölmiðlafælni Ríkisstjórnin hefur kynnt forystumönnum þing-flokka það sem hún kallar skilaboð frá ríkisstjórn- um Bretlands og Hollands vegna Icesave-samninganna. Eftir stjórn- arskránni er það ríkisstjórnin sem gerir samninga við önnur ríki. Þegar í ljós kom að ríkisstjórn- in hafði ekki meirihluta á Alþingi fyrir samningnum fól hún alþing- ismönnum að semja við sjálfa sig um ásættanlega lausn. Það tók heilt sumar. Ríkisstjórnin tók á endanum sjálf þátt í því á Alþingi að breyta einhliða með lögum samningi sem hún hafði gert við aðrar þjóðir. Ljóst var að sú niðurstaða kall- aði á nýja samningagerð. Þegar viðbrögð gagnaðilanna liggja fyrir bregður ríkisstjórnin á það ráð að gerast eins konar skilaboðaflytj- andi milli Alþingis og ríkisstjórna Bretlands og Hollands. Það er gert til að draga athyglina frá þeirri staðreynd að hún hefur gert tvo mismunandi samninga, annars vegar við Breta og Hollendinga og hins vegar við Alþingi. Ríkisstjórnin er með öðrum orðum búin að koma sér í þá stöðu að þurfa að svíkja samninga við meirihluta Alþingis ef hún ætlar að virða samninga sem hún sjálf gerði við Breta og Hollendinga. Hún kemst ekki með hreinan skjöld frá málinu fyrir þá sök að ekki var farið með málið eftir stjórnskipunarreglum. Spurningin er bara hvort hún svíkur Alþingi eða Breta og Hollendinga. Málsmeðferðarklípa ÞORSTEINN PÁLSSON U m þessar mundir fer fram mikil umræða, bókaskrif og uppgjör við ýmsar stefnur og strauma til hægri og vinstri; kapítalisma og kommúnisma. Svartbæk- ur og hvítbækur líta dagsins ljós og það er eins og kreppan hafi leyst úr læðingi opinskáa umfjöllun um öfgastefnur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Svartbók kommúnismans, sem Hannes Hólmsteinn Gissurar- son hefur þýtt á íslensku, lýsir því vel hvers konar hörmungar kommúnisminn leiddi yfir margar þjóðir heims þar sem tug- milljónir manna voru drepnar. Það var orðið tímabært að þýða þessa bók sem nokkrir franskir fræðimenn skrifuðu og kom út árið 1997. Þakka ber Hannesi fyrir það framtak. Það er undar- legt, þegar maður kynnir sér þetta betur, hve margir hafa verið ófeimnir við að játast undir trú kommúnismans og viðurkenna stuðning við hann, en nánast enginn vill láta stimpla sig sem nasista. Flokka má báðar þessar stefnur sem hryðjuverk og leiðtoga þeirra sem hryðjuverkamenn í anda Al Kaída, reyndar verri hryðjuverkamenn, a.m.k. á mælikvarða fjölda þeirra sem voru myrtir. Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson fjallar um atburði sem standa okkur nær þar sem reynt er að gera kapítalismann eða frjálshyggjuna að holdgervingi alls hins illa í stjórnmálum og efnahagsmálum. Afar vel skrifuð bók og skemmtileg, en efnahagshrunið er ekki kapítalismanum að kenna. Efnahags- hrunið er fífldirfsku örfárra manna að kenna, eftirlitsleysi eftirlitsstofnana og sofandahætti og ráðleysi stjórnvalda. Ef finna á einhverja samlíkingu þá dettur engum í hug að banna bíla af því að það verða bílslys, en ef við hefðum enga öku- kennslu, engar umferðarreglur, enga reglulega bílaskoðun, ekk- ert umferðareftirlit og engar sektir fyrir umferðarlagabrot þá væri voðinn vís. Vissulega voru ýmsir þeirrar skoðunar að kapítalisminn og markaðshagkerfið þyrfti lítið eftirlit og engar kröfur um hæfni stjórnarmanna, en vonandi eru þær raddir þagnaðar. Nú er tækifæri að endurhugsa okkar þjóðfélag og þau gildi og áherslur sem við viljum starfa eftir til að bæta okkar lífs- kjör. Það verður ekki mælt einvörðungu á gamaldags mæli- kvörðum hagvaxtar og þjóðartekna. Það þarf að taka inn nýja mælikvarða svo sem lífsgæði, siðferði, sjálfbærni og annað sem snýr að öðru en peningum og framleiðslu. Þar mun komm- únismi, nasismi eða aðrar öfgastefnur ekki hjálpa okkur. Það þarf nýja hugsun og ný gildi sem leiða okkur inn á rétta braut. Það er að koma betur og betur í ljós að meðalhófið og það að forðast svart og hvítt og öfgar til hægri og vinstri er farsælasta leiðin til að byggja upp hagkerfi þar sem hagsæld og hamingja haldast í hendur. Við vorum á góðri leið með að byggja upp slíkt þjóðfélag á síðari helmingi síðustu aldar og þannig þjóð- félag þurfum við að endurheimta í enn betri mynd á komandi árum og áratugum. Þannig getum við komist aftur í fremstu röð þjóða heims. Forðast ber öfgastefnur við endurreisnina: Hvítt og svart – hægri og vinstri ÞORKELL SIGURLAUGSSON SKRIFAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.