Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 19.09.2009, Qupperneq 26
26 19. september 2009 LAUGARDAGUR afkimar og kynlífsklúbbar, til dæmis BDSM, þrífast samt hér á Íslandi og ég fékk sérfræðinga í þeim málum mér til hjálpar við ritun á þeim kafla bókar- innar.“ Sumum kann að finnast BDSM afbrigðilegt kynlíf en Jóna spyr á móti: „Hvað er afbrigðilegt kynlíf? Grund- vallarskilmerkingar sem við höfum í því sambandi eru þrjár: að fólk má ekki nota yfirburði sína til að neyða einhvern til kynlífs eða valda skaða svo fólk sjái eftir því síðar meir. Eldri einstaklingar eiga heldur aldrei að nota líkamlega eða andlega yfirburði sína gagnvart börnum eða unglingum, hvorki til að sækjast eftir kynferðisleg- um greiða eða eiga frumkvæði að kyn- lífsvenjum sem hamla kynfrelsi við- komandi. “ Órjúfanleg bönd milli kynlífs og tilfinn- inga Kynlíf er eitt af föstu gildum lífsins, það er alltaf hægt að ganga að ást og kynlífi og þeirri nálægð og innileika sem þau nánu tengsl skapa, sama hvernig þjóðfélagsástandið er,“ segir Jóna Ingibjörg þegar hún er innt um áhrif kreppunnar á kynlíf Íslendinga. „Vonandi lærir fólk að meta ást og kyn- líf betur. En ég hef hins vegar miklar áhyggjur af því hvað verður um kyn- fræðslu í skólum því ekki má spara þar. Kynfræðslan er olnbogabarn og gleym- ist oft í umræðunni. Bæði hvað varðar líkamlega heilsu, forvarnir og tilfinn- ingalegt heilbrigði. Mér finnst að kyn- fræðsla eigi að byrja strax í leikskóla. Þá á ég ekki við að lítil börn séu að læra um kynmök heldur að læra heiti á kynfærum og hvað líkaminn gerir svo dæmi sé tekið..“ Jóna segist hafa komist að því í gegnum samtöl við kollega sína að Finnar séu hvað lengst komnir í þess- um málum. „Þeir eru opnari og öflugri í kynferðismálum en margar aðrar þjóðir. Þeir kenna um kynferðisheil- brigði og um tilfinningalegt heilbrigði í kynlífi. Það er langt í land að við náum slíkri þróun hér á landi. Annars held ég að við Íslendingar séum bara álíka bæld og álíka opin og aðrar þjóðir hvað þessi mál varðar.“ Jóna Ingibjörg starfar einnig sem kynlífsráðgjafi og fólk og pör leita til hennar með margvísleg vandamál, en auk þess rekur hún Kynfræðsluskólann þar sem eru haldin námskeið fyrir fag- fólk auk fræðslu fyrir almenning. „Það eru aðallega pör sem koma til mín í ráðgjöf, pör sem eru komin með ákveðinn doða í sambandið en vandamálin eru eins fjölbreytt og einstaklingarn- ir sem koma til mín í viðtöl. Ég hef fengið konur í heimsókn sem segja að þeim sé sama þótt þær lifi án kynlífs það sem eftir er.“ Jóna segir að það sem í raun hafi komið henni mest á óvart í öll þau ár sem hún hefur unnið á þessu sviði eru þau órjúfanlegu bönd sem eru á milli kynlífs og tilfinninga. „Það kann að hljóma sem klisja en það er ekki hægt að lifa kynlífi án tilfinninga, hvort sem þú heldur það eða ekki,“ útskýrir hún. Og þegar ást myndast hjá fólki þá er hún kannski ekki eins heit eftir áratug og hún var fyrst. Ást breyt- ist með tímanum en hún þarf alls ekki að veikjast. En stundum eru ákveðnir hlutir sem hafa gerst hjá fólki í þess sambandi sem gerir það að verkum að tilfinningarnar breytast og þá kynlíf- ið í kjölfarið. Það sem ég geri oft er að hjálpa fólki að sjá hlutina í öðru sam- hengi.“ “ Þurfum að skrifa nýtt handrit um sam- skipti kynjanna „Fólk er alltaf að tala um einhverja kynlífsbyltingu en það er frasi sem ég þoli ekki,“ segir Jóna Ingibjörg. „Hvaða kynlífsbylting? Í hverju fólst bylting- in? Hverju hefur hún skilað? Já, auð- vitað eru allir frjálsir til að geta sofið hjá hverjum sem er. En hvaða frelsi er í rauninni fólgið í því? Maður á að fylla upp tómarúm í hjarta sínu með gleði og hamingju en ekki endilega kynlífi sem er laust við raunverulegar tilfinn- ingar.“ Jóna Ingibjörg segir að ungir karl- menn séu stundum enn haldnir þeirri hugmynd að þeir eigi að vera tilbúnir í kynlíf, hvenær og hvar sem er með hverjum sem er. „Ég hitti til dæmis nýlega ungan mann sem var nýkominn úr sambandi þar sem hann særðist og hann ætlaði ekki að fara í annað sam- band strax. Hann ætlaði sér frekar að sofa hjá eins mörgum stelpum og hann gat. Svo komst hann að því að hann bara gat ekki framkvæmt athöfnina í hvert skipti og kom til mín þá í ráðgjöf af því hann skildi ekkert í þessu. En ég sagði við hann, ef líkaminn þinn er að reyna að segja þér eitthvað, hvað er hann að reyna að segja þér? Það er ekkert nóg að bara stunda kynlíf. Kynlífsbyltingin er í rauninni sú að þora að líta á raunveru- lega hvað er að gerast í aðstæðunum, það er byltingin.“ Jóna varar líka við stinningarlyfjum eins og Viagra fyrir karlmenn sem eru við góða heilsu og hafa ekki greinst með stinningarvanda- mál. „Viagra hjálpar þeim ekki neitt ef blóðflæði þeirra er gott hvort eð er, svo ekki sé minnst á þá stórhættulegu þróun að ungir karlmenn séu að blanda saman eiturlyfjum og Viagra.“ Jóna Ingibjörg segir einnig undarlegt að það sé ákveðið tvöfalt siðgæði enn við lýði. „Konur til dæmis sem hafa sterk- ar kynferðislegar langanir hljóta ekki stuðning, hvorki frá karlmönnum né frá kynsystrum sínum. Þær fá iðulega á sig gagnrýni, ekki síst sinna kynsystra, ef þær sýna gleði og kátínu yfir því að vera kynverur. Það vantar klárlega eitt- hvað í þessa byltingu hvað það varðar. Kvenfólk er líka gjarnt á að setja sig í eitthvert fórnarlambshlutverk. Kynlífs- menningin náttúrlega mótar okkur og við lærum hvernig við eigum að haga okkur samkvæmt ákveðnum samfé- lagslegum handritum. Í raun þyrftum við að búa til ný handrit um samskipti kynjanna.“ Helst vildi Jóna sjá umræðuþætti um kynlíf í íslensku sjónvarpi þar sem þessi málefni væru krufin til mergjar. „Ég vil sjá líflega umræðu um þessi málefni þar sem skyggnst er á bak við umræðuefnin og fólk gæti skerpt sína eigin sýn á efninu. Það þarf að hrista aðeins upp í þessum málum hér og sérstaklega að því sem lútir að kyn- fræðslu og kynheilbrigði. Það væri líka afleitt ef hlutfall kynsjúkdóma myndi hækka á næstu árum vegna nið- urskurðar í þessum málum.“ En hvern- ig skyldi það vera að starfa sem kyn- fræðingur? „Það er stöðug áskorun en eitthvað sem ég hef valið vegna mikils áhuga á mannlegri kynverund. Ég hef auðvitað orðið fyrir einhverjum for- dómum í gegnum árin en þá var það sérstaklega að á svona litlu landi var ég ein að starfa við þetta. Ég er í mínu öðru hjónabandi og eftir fyrsta hjóna- band var ég ein í sex ár með son minn. Þá fann ég fyrir því að karlmenn höfðu fordóma gegn mér og sumir voru hálf- hræddir við mig. Núna er ég í afskap- lega góðu og nánu sambandi og auð- vitað hefur kynfræðin hjálpað mér til þess að öðlast meiri skilning á sjálfri mér. Ég er eins og hver önnur kona!“ Auðvitað eru allir frjálsir til að geta sofið hjá hverjum sem er. En hvaða frelsi er í rauninni fólgið í því? Maður á að fylla upp tómarúm í hjarta sínu með gleði og hamingju en ekki endi- lega kynlífi sem er laust við raun- verulegar tilfinningar. S tundum er sagt að lífið leggi fyrir mann þrautir til að athuga staðfestuna og það var svo sannarlega rétt í þessu til- felli,“ útskýrir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur um hvernig skrifum á nýlokinni bók hennar var háttað. „Þetta var svolítið táknrænt. Ég var nýbúin að fá styrk frá launa- sjóði fræðirithöfunda sem gerði mér kleift að einbeita mér að skrifum í hálft ár. Strax í kjölfarið lenti ég í slysi. Ég var að spranga úti í Eyjum þegar ég missti tak á kaðlinum og féll niður á báða handleggi. Þegar ég reyndi að standa upp kom í ljós að ég var illa brotin á báðum handleggjum sem er nú ekki mjög hagkvæmt þegar maður er að reka smiðshöggið á heila bók! En ég stóðst prófið og tókst að ljúka bóka- skrifunum með púða undir báðum oln- bogum,“ segir hún og hlær. Bók Jónu Ingibjargar, sem nefnist Kynlíf – heilbrigði, ást og erótík, kemur út innan skamms hjá bókaútgáfunni Opnu og er að eigin sögn bók skrifuð fyrir alla sem hafa faglegan áhuga á kynlífi eða vilja dýpka þekkingu sína á þessu sviði. „Þetta er bók sem fjall- ar um efnið á gagnrýninn hátt, skrif- uð öðrum þræði fyrir fagfólk en líka fyrir almenning. Í henni er til dæmis að finna kafla sem lúta að einstöku kynlífi og erótík, það er að segja, hvað er gott kynlíf, hvað er frábær kynlífs- upplifun, hvað er málið með erótík og svo framvegis.“ Kynferðisþroski barna Í bókinni er einnig kafli sem fjall- ar um kynferðisþroska. „Kynferðis- þroski hefst ekki á unglingsárunum heldur byrjar á góðu atlæti í æsku þar sem við lærum á líkama okkar og til- finningasvið. Það er mikilvægt nú á tímum upplýsingavæðingarinnar að við kennum börnum að sortera hvað þau megi sjá og hvað sé óviðeigandi.“ Spurð um neikvæð áhrif netvæðing- arinnar og klámsins sem þar sé að finna segir Jóna að ekki sé hægt að líta einungis á netvæðinguna sem nei- kvæða. „Börn og unglingar geta aflað sér upplýsinga á Google þar í staðinn fyrir að vera skjálfandi á beinunum á bókasöfnunum. Það er hægt að sjá bæði það góða og það slæma í þessari þróun. Gott uppeldi skiptir máli þegar það kemur að því að börn og unglingar taki meðvitaðar ákvarðanir um hvað sé í lagi og hvað ekki. „Við verðum líka að vera mjög nákvæm og passa- söm hvað þetta varðar, hvernig maður tekur á hlutunum á hvaða þroskastigi.“ Fólk ruglar saman svo mörgum hug- tökum þegar það kemur að kynferðis- þroska barna.“ Klám og óhefðbundið kynlíf Umræða um klám undanfarin ár hefur aðallega verið neikvæð og Jóna segir að kynfræðinni og kynjafræðinni sé stundum ruglað saman. „Oftast er orðræðunni stjórnað þannig að allir eru mögulegir þolendur, oftast konur, og allir mögulegir gerend- ur, oftast karlmenn. Þetta varð kannski óafvitandi aukaverkun kynjafræðinn- ar sem varpað hefur mikilvægu ljósi á rótgróið kynjamisrétti. Kynfræði er þó annað en kynjafræði, en kyn- fræði snýst um þekkingu á manneskj- unni sem kynveru. Konur eru oft sett- ar í bása hvað þetta varðar og margir halda að flestar konur þoli ekki klám. Það er kannski líka vegna þess að allt klám er sett undir sama hatt. Svo er líka hugtak sem á alveg að afmá úr íslenskri tungu og það er orðið barnaklám. Það er ekki til neitt sem heitir barnaklám, heldur á það að kall- ast réttu nafni, kynferðislegt ofbeldi á börnum. Það hefur ekkert með klám að gera. Við eigum að kalla hlutina réttum nöfnum.“ En eru Íslendingar opinskáir með kynlíf, og er ekki erfitt fyrir litla þjóð að stunda það sem mætti flokk- ast undir óhefðbundið kynlíf vegna smæðar hennar? „ Jú, stórborgarmenn- ing þrífst eðli málsins vegna ekki á Íslandi. Við erum auðvitað bara þorp að stærð. Tökum sem dæmi samkyn- hneigða sem þurftu beinlínis að flýja land til stórborga eins og Kaupmanna- hafnar eða Berlínar til að forðast mis- rétti og geta bara lifað þolanlega. En Hvaða kynlífsbylting? Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur hefur nýlokið við skrif á nýrri bók sem kallast Kynlíf – heilbrigði, ást og erótík. Anna Margrét Björnsson heyrði um hvernig hún lagði lokahönd á bókina þegar hún var handleggsbrotin á báðum höndum og forvitnað- ist um hvernig kynlífi Íslendinga er háttað nú. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR kynfræðingur EITT AF FÖSTU GILDUM LÍFSINS. Jóna Ingibjörg vonar að kreppan kenni fólki að meta ást og kynlíf betur en það gerði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.