Fréttablaðið - 19.09.2009, Qupperneq 32
MENNING 2
L
eiklistardeildir útvarps-
stöðva Evrópu standa á
gömlum meiði og víða um
Evrópulönd er útvarpsleik-
húsið mikilvægur og mikilsmetinn
þáttur í starfi útvarpsstöðva. Það
er því ekki að undra að fyrir löngu
hafi tíðkast í samstarfi þeirra
keppni og viðurkenning í fram-
leiddum verkum. Verðlaunin kall-
ast Prix Europe og eiga sér syst-
urverðlaun sem nefnast Prix Italia
og eru veitt sjónvarpsefni í nokkr-
um deildum. Evrópuverðlaunin
taka líka til heimildarþátta.
Íslenskar útvarpsstöðvar hafa
lítið sinnt þátttöku í þessum keppn-
um. Einkastöðvarnar hafa ekki
áhuga á því og eru að auki ekki í
framleiðslu sem er samkeppnis-
hæf. Ríkisútvarpið hefur nokkr-
um sinnum lagt í þátttöku: 2002
tók það þátt í Prix Europe með
verki Braga Ólafssonar, Gróið
hverfi, og 2004 var verk Kristínar
Ómarsdóttur, Afmælistertan, sent
í keppnina.
Fyrr á þessu ári sendi Útvarps-
leikhúsið á Rás 1 upptöku á leik-
verkinu Augu mín sáu þig í keppn-
ina og var það eitt 118 verka sem
komu inn. Í vikunni var tilkynnt
að verkið væri komið í hóp fjöru-
tíu verka sem myndu keppa um
verðlaunin og mun það því keppa
við önnur útvarpsleikrit frá 35
löndum Evrópu til verðlauna sem
besta leikna útvarpsverk Evrópu í
ár. Keppnin verður haldin í Berlín
17.–24. október næstkomandi.
Augu mín … er leikgerð Bjarna
Jónssonar á samnefndri skáldsögu
eftir Sjón og var Bjarni jafnframt
leikstjóri verksins. Hljómsveit-
in múm, með þá Örvar Smárason
Þóreyjarson og Gunnar Örn Tynes
í fararbroddi, skapaði hljóm-
heiminn í útvarpsgerðinni, sem
frumflutt var á síðustu jólum af
Útvarpsleikhúsinu á Rás 1.
Skemmst er að minnast þess að
Svefnhjólið, sem Bjarni vann líka
með múm árið 2005, fékk verð-
laun í norrænni keppni útvarps-
leikrita.
Það er stór áfangi, segir Viðar
Eggertsson, að koma verkinu
þetta langt í keppninni. „Við erum
að keppa við færustu listamenn
útvarpsleiksins í Evrópu, lönd þar
sem list leiksins í útvarpi stendur
á gömlum merg, á borð við Bret-
land, Þýskaland og mörg austan-
tjaldsríkjanna sem voru.“
Nú er að ganga frá tvítyngdu
handriti að verkinu og senda það
í tugum eintaka á þá sem velja
verðlaunaverkið. Söguefnið kann
að eiga greiðan aðgang að fólki á
meginlandinu en því er lýst svo:
Smábær í Neðra-Saxlandi að næt-
urlagi – er nokkur staður friðsælli
og ólíklegri til tíðinda? En hvað ef
þetta er á stríðsárunum og dular-
fullur maður er nýkominn á gisti-
heimili staðarins, þar sem meðal
annars þjónustustúlkan Marie-
Sophie gengur til verka? Og hvern-
ig getur stúlkan fagra orðið honum
að liði?
Framlag Útvarpsleikhússins
er ekki það eina sem íslenskar
stofnanir leggja fram í keppnina:
Kvikmyndaskóli Íslands tók fyrir
tveimur árum þátt í samnorrænu
verkefni sem miðaði að því að
þjálfa frekar þáttagerðarmenn til
afreka á því sviði. Lauk verkefn-
inu á liðnu vori. Tvö verkefna úr
því dæmi eru nú tilnefnd til verð-
launa í deild heimildarþátta fyrir
útvarp: þættirnir Ég nenni ekki
að tala í dag eftir Þorgerði E. Sig-
urðardóttur og Angutit iloqqasut
(Í lokuðum hring) eftir Henriette
Rasmussen.
Ég nenni ekki að tala í dag er
persónuleg, tragíkómísk frásögn af
mánaðarlegu ferðalagi á vit þung-
lyndis og brjálsemi. Að minnsta
kosti fimm prósent kvenna þjást
af alvarlegri fyrirtíðaspennu að
því er talið er og er höfundur þátt-
arins ein þeirra.
Í Lokuðum hring fer Henriette
Rasmussen um götur Nuuk og
veltir því fyrir sér hvers vegna svo
margir grænlenskir karlmenn séu
óhamingjusamir. Hún uppgötvar
hóp manna sem hittast í lokuðum
umræðuhring til að ræða afbrýði-
semi sína, reiði og vanmátt.
Þjálfunarbúðirnar sem urðu
til þess að þættirnir tveir voru
gerðir miðuðu að því að styrkja
gerð heimildarþátta á Íslandi
og Grænlandi. Námið fór fram í
Nuuk, Stokkhólmi, Kaupmanna-
höfn og Reykjavík og voru leið-
beinendur margreyndir útvarps-
menn. Útkoman úr náminu eru
fjölmargir útvarpsþættir: Eirík-
ur Orri Ólafsson dregur upp nær-
mynd af listakonunni Kiru Kiru
og Jóni Þorsteinssyni óperusöngv-
ara; Elísabet Indra Ragnarsdóttir
vann upp svipmyndir úr járnvöru-
versluninni Brynju og af Helga
Ásmundssyni myndlistarmanni;
Freyr Arnarson gerði þátt um þús-
undþjalasmiðinn Jónas Guðlaugs-
son og fléttuþátt um listakonuna
Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur
og fjölskyldu hennar; Þorgerður
fjallaði um föðurmissi í þættinum
Í briminu, ásamt því að gera fyr-
irtíðaspennu skil.
Niðurstaðan af framgangi þeirra
Sjóns, múm, Bjarna og samstarfs-
manna, Þorgerðar og Henriettu
verður ljós þá langt er liðið á okt-
óber. pbb@frettabladid.is
ÍSLENSKT EFNI KEPPIR
UM
Samtök útvarpsstöðva í Evrópu eru gömul og sterk. Þau hafa getið af sér margs
konar samstarfsverkefni og hafa með breytingum á einokunarstöðu ríkisstöðv-
anna lagað sig að nýjum rásum í fjölmiðlun. Á þeirra vegum er hin virta keppni
um gæðaútvarpsefni, Prix Europe.
Leiklist Frami Sjóns kann að styrkja þátttöku Útvarpsleikhússins í Evrópuverðlaununum
fyrir besta útvarpsleikverkið. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK
verðlaun
Ef þú ert að lesa þetta þarf líklega
ekkert að segja þér að Hugleikur er
æðislegur. „Okkur“-bækurnar eru
náttúrulega algjör snilld og eitthvað
af leikritunum hans var hola í höggi.
Ég hef þegar tjáð mig um fyrri hlut-
ann af þessari kreppusögu um ein-
eygða köttinn Kisa (minnir að ég
hafi kallað það „of Hitt hús-legt
fyrir minn smekk“) og þessi bók
gerir ekkert til að fá mig til að fíla
kreppusögu kattarins meira en
áður. Satt að segja finnst manni að
Hugleikur hafi skrifað þessa bók
„með rassgatinu“, sem sé ekki legið
neitt svakalega yfir henni.
Enda veit Hugleikur upp á sig sök-
ina og blandar inn í teiknimyndasög-
una ljósmyndasögu þar sem hann og
Egill Jóhannsson, útgefandi hjá JPV
útgáfu, ræða söguna og hvert hún
er að stefna. Egill vill fá beitta sam-
félagsádeilu, en góðæris-Hulli finn-
ur sig ekki í því og segir: „Blöögh!
Ég nennessekki! Þetta er svo banal!
Davíð Oddsson?! Frumlegi vondi
kallinn! Það voru mistök að byrja
á þessu!“
Nei nei, kannski ekki mistök.
Maður er alveg hress í þetta kort-
er sem tekur að lesa bókina. Hún
er flott og Hugleikur er alltaf að
verða betri og betri teiknari. Ég
held hann ætti bara að taka að sér
færri verkefni og ekki dæla stöff-
inu alveg svona ört út. Ég meina,
hann dældi heilli símaskrá út úr
sér á svipuðum tíma og hann var
að skrifa þessa bók og það verður
að taka tillit til þess.
Það hefði alveg mátt vera fyndið
í þessari bók. Það sem mér finnst
fyndnast er að Þórarinn Eldjárn
sé hassreykjandi ofbeldisskjald-
baka. Svo finnst mér þessi rammi
líka mjög fyndinn. Kisi: „Svona
svona þetta reddast.“ Kata: „Redd-
ast? Kisi, við erum meira fokkt en
múffa í togara.“ - Dr. Gunni
Þórarinn Eldjárn er
skökk skjaldbaka
Hugleikur Dagsson
FLÓTTINN FRÁ REYKJAVÍK
Höfundur:Hugleikur Dagsson
★★
Það steypast yfir markaðinn reyf-
arar sem eru nýskroppnir út úr
prentsmiðjum, heima og heiman.
Dan Brown er að seljast upp á
ensku eftir fáa söludaga og annað
bindið í Þúsaldar-róman Stígs
Larsson, Stúlkan sem lék sér að
eldinum, kom út í gær og er búist
við kröftugri sölu næstu daga.
Kínverji Mankells hefur setið í
efsta sæti sölulista Eymundsson en
fellur þaðan líklega þegar Stúlkan
sem lék sér að eldinum kemur inn
á lista.
Þá er að koma út fimmta bók
Camillu Läckberg í þýðingu:
Ástandsbarnið eða Tyskungen
sem gekk vel víða um norræn lönd
þar sem menn hafa enn móral yfir
samstarfi við Þjóðverja.
Ekki mun von á nýrri þýðingu
á bók eftir Jo Nesbø en hann er
að gefa út nýja sakamálasögu um
Harry Hole sem heitir Panser-
hjerte. Hún er prentuð í 100 þús-
und eintökum í Noregi og kemur út
5. október. Danir eru tilbúnir með
þýðingu sem kemur út í fjörutíu
þúsund eintökum.
Reyfaraskrif gefa vel af sér ef
menn ná fótfestu á alþjóðamark-
aði; Dagens Næringsliv hélt því
fram í vikunni að fyrirtæki Nesbø
hefði haft fimmtíu milljónir norsk-
ar í tekjur af sölu á útgáfurétti.
Það hefur jafnframt veitt sjö millj-
ónum norskra króna í sjóð sem
styrkir lestrarkennslu í þróunar-
löndum.
Reyfarakenndir
Jo Nesbø gerir það gott á reyfaraskrifum
eins og fleiri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM