Fréttablaðið - 19.09.2009, Page 34

Fréttablaðið - 19.09.2009, Page 34
Fjögurra sýninga leikhúskort kostar aðeins kr. 9.900 FÁÐU ÞÉR KORT! Hringdu í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Fös 18/9 kl. 20:00 U Lau 19/9 kl. 20:00 U Fös 25/9 kl. 20:00 U Lau 26/9 kl. 20:00 U Fös 2/10 kl. 20:00 U Lau 3/10 kl. 20:00 Ö Fim 8/10 kl. 20:00 U Fös 9/10 kl. 20:00 Ö Lau 10/10 kl. 20:00 Ö Ákaflega myndræn og flott leiksýning ... get mælt með henni. Felix Bergsson, Rás2 Sýningin var leikhús eins og það á að vera. Skemmtileg, lífleg og töfrandi. Karl Pétur Jónsson, Pressan.is Sölu áskriftarkorta lýkur 30. september! annig segja til- kynningar frá LR að þar á bæ verði sölumet síðasta árs slegið: áskrifenda- fjöldi frá vetr- inum 20 07- 2008 átjánfaldist, stefni nú í ríflega níu þúsund áskrifendur. Leikhúsiðnaðurinn í landinu sendir í lok hvers leikárs aðsókn- artölur til Hagstofunnar og þar er haldið utan um sýningafjölda, hversu margar sviðsetningar komu upp og hvernig þær deilast niður eftir greinum. Þessar tölur eru ekki greindar eftir verkefn- um, nema í tilviki Þjóðleikhússins. Hvorki Borgarleikhús né Leikfé- lag Akureyrar vildu við undirbún- ing þessarar greinar leggja fram sundurgreindar tölur um aðsókn á verkefni. Bæði félögin þiggja stóra styrki frá opinberum aðilum, bæði sveitarfélagi og ríki, en samt telja forráðamenn þeirra ekki ástæðu til upplýsingagjafar um einstök verk. 207.576 gestir LR hefur gert mikið með gesta- fjölda á síðasta ári, en þeir voru taldir rúmlega 207 þúsund. Hafði heildarfjöldi gesta í Borgarleik- húsið milli ára aukist um tíu pró- sent frá síðasta starfsári Guðjóns Pedersen. Við nánari eftirgrennsl- an fengust þær tölur hjá LR að gestafjöldi á leiksýningar og danssýningar Íd í Borgarleikhúsi á liðnu ári næmi 169.502 en gest- ir á leikferðir væru 9.150. Önnur starfsemi í leikhúsinu hefði dregið til sín 28.924 gesti. Leiksýningar í Borgarleikhúsi á því ári voru ýmist verkefni sett á svið af Leikfélagi Reykjavíkur eða samstarfsverkefni við aðra leikhópa og fyrirtæki. Vinsælasta sýning ársins var Fló á skinni en hana sóttu bæði norður á Akureyri og í Reykjavík yfir 54 þúsund gestir, þar af um þrjátíu þúsund gestir á Akureyri leikárið 2007-2008. Önnur sýning kom að norðan á fjalir Borgarleik- húss: Ökutímar. Þá eru ótaldar samstarfssýningar eins og Sann- leikurinn sem um fimmtán þús- und gestir sáu og sýning Ladda, en hana sáu á liðnum vetri nær 4.000 gestir eftir því sem næst verður komist. Þagnargildi Forráðamenn LR hafa ekki fengist til að greina sundur þær tölur um aðsókn sem birtast hér og verður því að fá þær eftir öðrum leiðum. Þannig hefur fengist staðfest að nær tíu þúsund gestir á leikferð- um félagsins eru útlendingar sem sáu samstarfsverkefni Vesturports og LR. Samkvæmt gögnum virðist allt benda til að gestir á leiksýning- ar LR í húsinu hafi verið á bilinu 120 til 125 þúsund. Er það mesta aðsókn í sögu LR og er helst að jafna við toppa Þjóðleikhússins á sjötta og áttunda áratug síðustu aldar þegar LR var í Iðnó með útibú í Austurbæjarbíói. Því er þetta til skoðunar að sjálf- stæðir leikhópar hafa verið gagn- rýnir á að LR – og Þjóðleikhúsið – telji samstarfsverkefni sem hluta af sínum gestafjölda. Eða er það kannski öfugt? Og þegar lengra er lesið skýrist af hverju. Sjálfstæður rekstur Yfirlit frá sjálfstæðu leikhúsunum leiðir í ljós að þeirra verkefni njóta mikilla vinsælda: Heildaráhorf- endafjöldi á sýningar þeirra var 147.856. Af því komu 70.740 gest- ir á sýningar þeirra innanlands en gestir erlendis voru 80.866. Ef frá eru taldir gestaleikir eru áhorf- endur innanlands á 66 sviðsetning- ar og 681 sýningu 68.589 alls. Þessi breyting sætir tíðind- um en útflutningur á leiksýning- um til fjarlægra staða er orðinn staðreynd og virðist ekki vera tímabundið fyrirbæri; lungann af þessum gestum eiga sýningar Vesturports, bæði í samstarfi við LR og Þjóðleikhús. Aftur vakna spurningar hvort tvítalið er; stór hluti gestahópsins er talinn með í heildartölum LR, LA og Þjóðleik- hússins. Og á Hverfisgötu … Tölur frá Þjóðleikhúsinu liggja skýrar fyrir en tölur frá Borgar- leikhúsi: þar er ekki legið á sund- urgreindum tölum. Áhorfendur á sviðsetningar Þjóðleikhússins voru á liðnu leikári 81.330. Þar af sóttu gestaleiki 2.883 gestir. Flest- ir voru gestir á Kardemommubæ- inn, ríflega 24 þúsund. Inni í tölum Þjóðleikhússins eru ekki tölur frá sýningum á samstarfsverkefnum erlendis en Þjóðleikhúsið átti hlut í Hamskiptunum í samstarfi við AÐSÓKN HEFUR ALDREI VERIÐ MEIRI... Aðsókn að leiksýningum leikhúsa og leikfl okka jókst á síðasta leikári ef marka má útgefnar tölur frá leikhúsunum fyrir leikárið. Þá hafa undanfarna daga borist þær fréttir að sala á áskriftarkortum taki nú afar vel við sér. En hvað er að marka stórar tölur um aðsókn á liðnu ári? LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.