Fréttablaðið - 19.09.2009, Page 54

Fréttablaðið - 19.09.2009, Page 54
● heimili&hönnun ● HEILUNARLAMPAR Dag- inn er að stytta og þar með eykst notkun kerta og lampa. Amet- yst lampar eru engir venjuleg- ir ljósgjafar því ýmsir telja berg- tegundina ametyst hafa heilun- arkrafta. Þannig fylgja lampanum fyrirheit um að bæta svefn, milda mígreni og að auka bjartsýni fólks, drauma og lífsgleði. Stærstu ametystnámur heims eru í Brasilíu og Úrúgvæ en slíkir bergkristallar finnast þó víða um heim, meðal annars á Íslandi. Ametyst- lamparnir fást í Dalíu, blóma- búð sem hefur nýlega fært sig úr Faxafeni á Hrísateig 47. Hönnuðir á vinnustofu Sergios Calatroni í Mílanó hönnuðu nýlega þennan sérstaka hjólastól fyrir ítalska liststjórnandann Fabrizio Sclavi. Stóllinn heitir eins og vera ber Hjólastóll Sclavi og lítur út eins og bútasaumsteppi enda litríkur með eindæmum. Hönnuðirnir litu svo á að hjólastóll sem notaður er á hverjum degi eigi að passa eigandanum. Stóllinn þurfi þannig að vera nokkurs konar tísku- legur fylgihlutur sem passi við lífsstíl eigand- ans. - sg Litríkur hjólastóll PÍANÓSLÖKKVARI OG NÁTTBORÐSLJÓS Sniðugar hugmyndir virðast ekki vera af skornum skammti hjá fyrirtækinu Brion Experimental. Þar má finna skemmti- legar lausnir á hversdagslegum vandamálum sem um leið fegra heimilið. Sem dæmi má nefna slökkvara í formi píanólykla og náttborð þar sem skúffan breytist í ljós. Sjá www.brionexperimental.com. ● FLÓTTI TIL PARÍSAR Lou- ise Best er graf- ískur hönnuður sem skrif- ar ferða- bækur og sérhæfir sig í gerð bókakápa. Nýjasta afrekið er þessi skemmti- lega vasabók sem líkist helst vegabréfi, en er sérstaklega stíluð á París og hefur að geyma fróðleik og myndskreytingar um borgina fögru. Sjá louloulovesbooks.blog- spot.com. hönnun heimili BYLGJAN Í FYRSTA SÆTI Hlustendur Bylgjunnar eru í eftirsóttasta markhópnum og stærsta neysluhópnum. Bylgjan ber af og tryggir að skilaboð auglýsenda komist áleiðis til mikilvægasta markhópsins. Samkvæmt mælingum Capacent á hlustun í mínútum í aldurshópnum 18 – 49 ára, vika 33, 2009. BYLGJAN ÞAKKAR HLUSTENDUM SAMFYLGDINA Á HVERJUM DEGI 19. SEPTEMBER 2009 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.