Fréttablaðið - 19.09.2009, Page 60

Fréttablaðið - 19.09.2009, Page 60
32 19. september 2009 LAUGARDAGUR Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að láta koma mér á óvart, hvort sem það er í leik eða starfi. En það leiðinlegasta? Andleysi. Hvaða tímabil lífs þíns er eftir- minnilegast? Satt að segja er ég ekki mikið fyrir að hugsa mikið um fortíðina. En ég man mikið eftir æsku minni á Húsavík, að hjóla upp að Botnsvatni og kasta mér í snjó- skafla. Besti maturinn? Búlluborgarar laga öll mein en annars er það las- anja hjá mömmu. En sá versti? Sjoppuborgari á ónefndri bensínstöð á Íslandi. Af hverju ertu stoltastur? Stolt er kannski ekki falleg tilfinning. Samt er ég stoltur af þeim verk- um sem ég komið að og unnið vel, og þeim vinum sem ég hef haldið í gegnum tíðina. Hverjar eru þínar helstu fyr- irmyndir? Ég veit til margra sem ég lít upp til. Ég reyni samt ekki að verða eins og þau nema kannski ómeðvitað. Fallegasti staður sem þú hefur heimsótt? Ég eyddi nokkrum vikum í að taka upp sólsetur og sólarupp- rás allt í kringum Ísland. Þegar við vorum of langt í burtu frá byggð lögðum við okkur bara á jörðina þar sem við vorum. Ég á margar fallegar minningar þaðan. Hvernig væri draumahelgin? Ég held að draumahelgin sé núna. Hvar ætlar þú að eyða elliár- unum? Úti í geimi. Í þyngdarleysi verður allt léttara. Hvaðan færð þú þinn innblástur? Úr myndum, sviðsverkum, tónlist en mest úr umhverfinu. Mér finnst mikilvægt að hafa forvitni og kynn- ast nýju fólki og hlutum sem mér finnst áhugaverðir. Hver er besta kvikmynd allra tíma? Ómöguleg spurning að svara. Stundum held ég að ég hafi séð full- komna kvikmynd en síðan sé ég einhverja sem gerir eitthvað betur en sú síðasta. Ef ég ætti að velja uppáhalds væri það líklega The Thin Red Line. Samt er það mein- gölluð mynd að mörgu leyti. Oft eru það samt gallarnir sem draga fram sjarmann. Hverjir eru þínir uppáhaldsleik- arar? Víkingur á sérstakan stað í mínu hjarta. Ef ég má nota ósmekk- lega samlíkingu þá eru leikarar svolítið eins og verkfæri. Maður sagar ekki spýtu með bor frekar en maður ræður Gunnar Eyjólfs til að leika samkynhneigðan ritstjóra tískurits með skelfilegt leyndar- mál. Eða? Hvað vekur gleði í þínu hjarta? Forvitni. Eftirlætis lykt? Vöfflur. Hvað er það fallegasta sem nokkur hefur sagt við þig? Stund- um þarf ótrúlega lítið til að gleðja mann. Stundum fær maður hrós eftir langt verkefni sem ég hélt að myndi ganga af mér dauðum. Það gerir það þess virði að halda áfram. Hvað heldur fyrir þér vöku? Youtube. Annars sef ég frekar vel. Hverju í fortíð þinni myndir þú breyta ef þú gætir? Engu. Eins og Marty McFly sýndi er það ekki allt- af lausnin og getur valdið tveimur framhaldsmyndum. Hvað veist þú sem við hin vitum ekki? Í Typhoon-kafbátum Sovét- manna var líkamsræktarstöð og sundlaug. Vissuð þið það? Hvernig hljómar síðasta SMS-ið í símanum þínum? Virkar segull á ál eða stál? Það er aldeilis hnýsnin. Draumahelgin er einmitt núna Stuttmyndin Villingur verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Myndin fjallar um skrif- stofumann sem leggur í leiðangur til að týna sjálfum sér, þol mannsins úti í náttúrunni, þörfina sem rekur fólk áfram og afleið- ingar heimtufrekjunnar. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir yfirheyrði leikstjóra myndarinnar, Hákon Pálsson. HÁKON PÁLSSON Hákon veit fátt leiðinlegra en andleysi. Það hrjáði hann ekki þegar hann eyddi nokkrum vikum í að taka upp sólsetur og sólarupprás í kringum Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Að fl ytja til annars Norðurlands Námskeið um fl utning innan Norðurlandanna Halló Norðurlönd og EURES standa fyrir stuttum námskeiðum fyrir þá sem undirbúa búfer- lafl utninga til Danmerkur, Noregs eða Svíþjóðar. Farið verður yfi r atriði sem snúa að fl utningi, svo sem skráningu, almannatryggingar, atvinnu- og húsnæðisleit. Þriðjudaginn 29. september • kl. 18:00 – Að fl ytja til Danmerkur • kl. 20:00 – Að fl ytja til Noregs Þriðjudaginn 6. október • kl. 18:00 – Að fl ytja til Svíþjóðar • kl. 20:00 – Að fl ytja til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur Námskeiðin eru ókeypis og verða haldin í húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7. Þau eru öllum opin og henta jafnt námsmönnum og þeim sem fl ytja vegna atvinnu eða í öðrum erindagjörðum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning hjá Norræna félaginu í síma 5111808 og á netfanginu hallo@norden.is. Nánari upplýsingar á www.norden.is og www.eures.is ______________________________________________________________________________________ EURES (EURopean Employment Services) er samstarf um vinnumiðlun milli ríkja á Evrópska Efnahagssvæðinu (EES). Markmið EURES eru að leiðbeina fólki í atvinnuleit erlendis, veita upplýsingar um búsetu- og starfsskilyrði og aðstoða vinnuveitendur sem hafa áhuga á að ráða til sín fólk frá öðrum EES-löndum. www.eures.is Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta sem veitir norrænum borgurum aðstoð og upplýsingar í tengslum við fl utning milli Norðurlandanna. Verkefnið er rekið af Norræna félaginu. www.hallonorden.org ÞRIÐJA GRÁÐAN NAFN OG GÆLUNAFN: Hákon Pálsson, gælunöfn virðast ekki festast við mig. STJÖRNUMERKI: Vog. FÆÐINGARÁR OG ÞAÐ MERKI- LEGASTA SEM GERÐIST Á ÞVÍ ÁRI: 1984, árið sem kviknaði í hárinu á Michael Jackson við gerð á Pepsi-auglýsingu. Einnig lagði Indland undir sig megnið af Siachen-jöklinum í Kasmír í bardögum í apríl það ár, sam- kvæmt Wikipediu. ■ Á uppleið Tónlist. Réttir á næsta leiti, tvö ný plötufyr- irtæki, nýir bókarar á tónleikastaði bæjarins og svo Gogoyoko til að toppa þetta allt saman.Gósentíð fyrir tónlistar- unnendur. Húfur. Það er orðið kalt í veðri og einhvern veginn verða allir sætari með húfu á hausnum hvort eð er. Pallíettur. Skjóttu smá glamúr inn í hversdags- leikann með smá glimmeri að kvöldlagi. Mjó bindi. Fallegt og rokka- billílegt á strákana við fallegan þröngan „blazer“. ■ Á niðurleið Verkamanna- úlpur. Ókei, það er komið haust en það er engin afsökun til að vera lúðaleg- ur í einhverju yfirskini um að vera artí. Eighties-tónlist. Nei! Ekki eina ferð- ina enn! Þurfum við í alvörunni að hlusta á gamla slagara á öldurhúsum bæjarins til að koma okkur í gírinn? Eftirpartí. Fullt af hund- leiðinlegu fólki sem á enga samleið nema að leiðast og vera drukkið. Konur að ræða um óléttur á Facebook. Er ekki allt í lagi? Það er virkilega ekki góður status að auglýsa bleiuskipti og brjóstamjólk. MÆLISTIKAN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.