Fréttablaðið - 19.09.2009, Page 62
34 19. september 2009 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
JÓHANN HAFSTEIN FORSÆTISRÁÐHERRA
VAR FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1915.
„Frumskilyrðið til þess að styrkja
heildina er að stæla og vernda
persónuleika einstaklinganna.“
Jóhann Hafstein var lögfræðingur
að mennt. Hann var bankastjóri Út-
vegsbankans í ellefu ár, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins um
tíma, dóms- og kirkjumála- og iðn-
aðarráðherra um árabil og forsætis-
ráðherra í eitt ár, frá júní 1970.
MERKISATBURÐIR
1667 „Gullskipið“ Het Wapen
van Amsterdam strand-
ar á Skeiðarársandi með
farm af gulli og dýrum
steinum. 140 manna
áhöfn ferst.
1802 Síamstvíburar, samvax-
in stúlkubörn, fæðast í
Rangárvallasýslu.
1874 Blaðið Ísafold hefur
göngu sína.
1905 Vígð er 170 metra hengi-
brú í Öxarfirði yfir Jökulsá
á Fjöllum.
1981 Tungufoss sekkur á Erm-
arsundi en áhöfninni var
bjargað.
1985 Jarðskjálfti sem mælist 8,1
á Richter skekur Mexíkó-
borg og 5.000 manns
bíða bana.
Jón L. Árnason vann það afrek að verða heims-
meistari sveina í skák, þennan dag árið 1977, aðeins
sextán ára gamall. Eini keppandinn sem sigraði Jón
var Garrí Kasparov en hann hafnaði í þriðja sæti.
Heimsmeistaramót unglinga í skák var haldið í
Frakklandi þetta ár. Jón L. hlaut þar níu vinninga af
ellefu mögulegum. Í öðru sæti var Bandaríkjamað-
urinn Jay Whitehead með átta og hálfan vinning og
þriðji varð Garrí Kasparov, eins og áður sagði. Hann
var þá unglingameistari Sovétríkjanna og hlaut átta
vinninga á heimsmeistaramótinu.
Árangur Jóns á mótinu vakti að vonum eftirtekt
og var honum vel tekið við heimkomuna. Aðstoðar-
maður hans var Margeir Pétursson.
Jón L. var nemandi við Menntaskólann við
Hamrahlíð á þessum tíma. Hann byrjaði að tefla
tólf ára gamall og rakti upphaf skákáhugans til
heimsmeistaraeinvígis Fischers og Spasskys hér á
landi.
ÞETTA GERÐIST: 19. SEPTEMBER 1977
Jón L. sextán ára heimsmeistari
HEIMSMEISTARINN Jón L. við komuna til landsins.
Með honum eru Óli Tynes og Ólafur Ragnarsson.
„Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur hefur unnið hljóðlátt
starf í fimmtíu ár og þegar ég fór að grúska í sögu hans
kom mér á óvart hversu mikið hann hefur gefið þeim sem
hafa verið hjálpar þurfi. Konur eru meira fyrir að láta verk-
in tala en tala um verkin.“ Þetta segir Sigrún Klara Hann-
esdóttir prófessor, ein þriggja kvenna í ritnefnd nýrrar
bókar, Samtaka systur - Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur
fyrstu fimmtíu árin, 1959-2009. „Erla Björnsdóttir og Sig-
urlín Gunnarsdóttir fóru í gegnum fundargerðarbækur og
drógu saman það markverðasta í starfinu og ég bjó til texta
utan um það en margar fleiri konur í okkar klúbbi hafa lagt
hönd á plóg,“ lýsir Sigrún Klara. „Svo eru viðtöl í bókinni og
hún er mikið myndskreytt. Við erum til dæmis með myndir
af öllum klúbbsystrum, ásamt æviágripum þeirra.“
Sigrún Klara kveðst hafa gengið í klúbbinn 1984. „Ég
hafði unnið með Halldóru Eggertsdóttur sem var eigin-
lega Soroptimistakona númer eitt og hún dreif mig inn. Mér
fannst þetta spennandi en hafði ekki mikinn tíma því ég
var þá að skrifa doktorsritgerðina mína. Halldóra hlustaði
ekki á neinar mótbárur og ég er henni þakklát fyrir það,“
segir Sigrún Klara og lýsir hefðum á fundum klúbbsins sem
haldnir eru fyrsta mánudag í hverjum mánuði. „Við hitt-
umst á veitingastað og borðum kvöldverð og fyrst á dag-
skránni er hvatning og síðan nafnakall. Orð til umhugsun-
ar eru líka fastur liður og síðan fáum við alltaf fyrirlesara
sem miðlar okkur einhverjum fróðleik.“
Það fyrsta sem klúbburinn beitti sér fyrir var að gleðja
Breiðavíkurdrengina með gjöfum og heimsóknum að sögn
Sigrúnar Klöru. „Þetta stóð hjarta Soroptimista næst fyrir
fimmtíu árum og þess vegna hefur verið sárt að heyra að
undanförnu hvað drengirnir máttu líða. Í okkar klúbbi eru
konur alls staðar úr samfélaginu, með fingur á púlsi og á
uppgangstímum hjá þjóðinni beindust sjónir að konum er-
lendis. Ein félagskonan vann á vegum þróunarstofnunar í
Malaví. Við sendum þangað gáma með hjálpargögnum sem
var dreift á sjúkrahús og barnaheimili og endaði með að
gámurinn var gerður að bókasafni. Við höfum styrkt Konu-
kot og veitt konum námsstyrki sem þær hefur munað um þó
ekki væru þeir stórir.“
Servíettusala og framleiðsla ferðafatapoka eru dæmi
um fjáröflun klúbbsins gegnum tíðina. Nú er fyrirhugað
að halda opið kvenna-golfmót 5. júní 2010 í Golfklúbbnum
Oddi og Sigrún Klara hvetur golfkonur til að taka daginn
frá. „Allur ágóði af mótinu rennur til styrktar málefnum
barna á Íslandi,“ tekur hún fram.
Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur er elsti klúbburinn af
sextán á landinu. Auk hins veglega rits hefur verið haldið
upp á hálfrar aldar afmæli hans með haustfundi og blóm-
sveigur verið lagður á leiði Halldóru Eggertsdóttur, „gúrú
klúbbsins“ eins og Sigrún Klara orðar það. Í dag verður svo
hátíð í Súlnasal Hótels Sögu. gun@frettabladid.is
SOROPTIMISTAKLÚBBUR REYKJAVÍKUR:
FAGNAR 50 ÁRA AFMÆLI MEÐ BÓK
Glöddu Breiða-
víkurdrengi
SIGRÚN KLARA Bókartitillinn Samtaka systur er að hluta sóttur í þýð-
ingu á orðinu soroptimist. Það kemur úr latnesku orðunum tveimur
soror sem þýðir systir og optimae sem þýðir bestur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Skilti
á krossa og legsteina
skilti.123.is - 588 9960
100 ára afmæli
Klara Vemundsdóttir
Í tilefni af 100 ára afmæli mínu þann
21. september langar mig að bjóða
vinum og ætting jum mínum í kaffi ,
sunnudaginn 20. september frá kl.
15.00-18.00 á Café Easy sem er í húsi
ÍSÍ að Eng javegi 6, nánar tiltekið í
Lottóhúsinu í Laugardal.
Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
Guðrún Guðmundsdóttir
Hrafnistu í Reykjavík,
lést fimmtudaginn 17. september.
Guðmundur I. Kristófersson Ósk Davíðsdóttir
Guðríður Kristófersdóttir Hallgrímur Jónasson
Sigurður Kristófersson Hjördís Árnadóttir
Ingveldur Þ. Kristófersdóttir Helgi Már Guðjónsson
Hannes Kristófersson Guðríður Ólafsdóttir
Helgi Kristófersson Guðrún Eysteinsdóttir
Valgerður Eygló Kristófersdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Áslaug Kristín
Sigurðardóttir
Nesvegi 45 í Reykjavík,
lést á Landakotspítala þriðjudaginn 15. september.
Jón Eiríksson
Björn Baldursson
Hrafnhildur Baldursdóttir Sigurður Kristjánsson
Bergljót Baldursdóttir Stefán Jökulsson
Kolbrún Baldursdóttir Jón Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
MOSAIK
Innilegar þakkir til allra sem sýndu elskulegum manninum
mínum, föður og afa,
Einari Strand
Hraunbæ 49, Reykjavík,
hjálpsemi í veikindum og fjölskyldunni samúð og hlý-
hug við andlát hans og útför. Virðing ykkar við Einar
helgar minninguna um hann.
Erla Strand
Einar Þór Strand
Ágúst Níls Einarsson Strand
Ásgerður Erla Einarsdóttir Strand
Ingibjörg Helga Ágústsdóttir.
Ástkær sonur minn og faðir okkar,
Svanberg Teitur
Ingimundarson
vélstjóri, Klappastíg 5, Keflavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans hinn 14. sept-
ember. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 23. september kl. 13.00. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóna Hjaltadóttir
Hafþór Ingi og Sóley Ingunn Svanbergsbörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Margrét Guðmundsdóttir
frá Leiðólfsstöðum, Laxárdal, Dalasýslu,
áður til heimilis í Hraunbæ 87, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju 22. september
kl. 15.00.
Svanur Ingvason Rán Einarsdóttir
Sigmar Hlynur Sigurðsson Anna Guðný Guðjónsdóttir
Eygló Björk Sigurðardóttir
Elfa Brynja Sigurðardóttir Sigfús Haraldsson
Margrét Ögn Rafnsdóttir Hrund Rafnsdóttir
Berglind Sigmarsdóttir Harpa Rut Svansdóttir
Sigurður Grétar Sigmarsson Brynjar Örn Þorleifsson
Sóley Sigmarsdóttir
makar og langömmubörn.