Fréttablaðið - 19.09.2009, Page 71

Fréttablaðið - 19.09.2009, Page 71
LAUGARDAGUR 19. september 2009 43 Eftir að hafa fengið fyrirboða um hræðilegt slys tekst Nick O’Bannon, vinahópi hans og öðrum heppnum aðilum að bjarga sér frá bráðum bana. En Dauðinn eirir engum og fara eftirlifendur fljótlega að týna tölunni. The Final Destination er fjórða innslagið í Final Destination-seríunni og sú fyrsta í þrívídd. Það er rúmur áratugur liðinn síðan fyrsta Final Destina- tion-myndin kom í bíó, og hefur engin framför orðið á framhaldsmyndunum. Líkt og Saw-serían geng- ur myndin út á það eitt að skemmta áhorfendum með sadískri og skrautlegri atburðarás sem leiðir til dauðdaga persóna myndarinnar. Eina leiðin til þess að fríska upp á seríuna var að smella myndinni í þrí- vídd. Þrátt fyrir að The Final Destination sé sama endur unna formúlan, rennur hún auðveldlega í gegn og skilur lítið sem ekkert eftir, sem hentar þeim áhorfendum sem eru í leit að heilalausri skemmtun. Aðdáendur fyrri mynda fá trúlega meira fyrir sinn snúð þar sem myndin er í þrívídd. Vignir Jón Vignisson Sama endurunna formúlan KVIKMYNDIR The Final Destination ★★ Sama myndin í fjórða sinn, nú í þrívídd. Zoe Zenowich flutti til Íslands ellefu ára gömul og tók ástfóstri við landið. Hún er nú búsett í New York og starfar hjá virtu tímariti. „Ég er í starfsnámi hjá rithöfund- inum og blaðamanninum Eric Alt- erman, en hann er með mánað- arlegan dálk í The Nation. Ég er aðallega að aðstoða hann við heim- ildaleit fyrir nýjustu bók hans en einnig við skrif fyrir The Nation. Hann var að kenna kúrs sem ég sat í skólanum og var svo hrifinn af verkefnunum sem skilaði inn að hann bauð mér að koma og vinna fyrir sig. Ég hef samt hugsað mér að sækja um fasta vinnu hjá blað- inu næsta sumar og er bjartsýn á að fá hana,“ segir Zoe Zenowich, sem er í starfsnámi hjá tímaritinu The Nation í New York. Tímarit- ið er eitt elsta vikurit Bandaríkj- anna og hefur verið gefið út frá árinu 1865. Zoe er bandarísk en ólst að hluta upp á Íslandi og talar reiprennandi íslensku, hún flutti héðan fyrir einu ári til að hefja nám í blaða- mennsku við Háskólann í Brook- lyn. „Ég flutti til Íslands ellefu ára gömul þegar mamma mín fékk styrk til að koma hingað og klára lokaritgerðina sína. Við ætluðum bara að vera hér í sex mánuði en mamma heillaðist af landi og þjóð og við ílengdumst,“ segir Zoe. Hún segist hafa átt erfitt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum í fyrstu en eftir að hún lærði tungu- málið hafi það breyst. „Mér finnst ótrúlega gott að vera á Íslandi og því lengur sem ég dvel hér í New York því meira sakna ég alls heima á Íslandi. Það er í raun ekki hægt að bera Ísland saman við neitt annað því náttúran, menningin og fólkið er alveg einstakt. En lífið hér í Brooklyn er gott líka, maður hefur nóg að gera við að sækja listasýningar og kvikmyndahús.“ Að blaðanáminu loknu hyggst Zoe fara í lögfræðinám og halda áfram skrifum sínum. „Ég er búin að sækja um starf hjá tímaritinu the Economist og er að fara í mitt annað viðtal núna á næstu dögum. Ef ég fæ að halda áfram að vinna við að skrifa um samfélagsleg mál- efni þá verð ég sátt,“ segir Zoe að lokum. sara@frettabladid.is Ánægð í vinnu hjá The Nation ÁNÆGÐ Í NEW YORK Zoe er að hluta til upp alin á Íslandi. Hún er nú í starfsnámi hjá einu elsta vikuriti Bandaríkjanna. RITHÖFUNDURINN ALTERMAN Blaða- maðurinn og rithöfundurinn Eric Alter- man hreifst svo af skrifum Zoe að hann réði hana í vinnu til sín. SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114-118 150 REYKJAVÍK Þjónustan hefur hingað til verið veitt samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands við Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Þeir sem áhuga hafa á að veita ofangreinda þjónustu geta nálgast rammasamninginn og umsóknareyðublað á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands www.sjukra.is eftir 22. september. Nánari upplýsingar veitir Guðlaug Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samninganefndar, í síma 560-4539 eða í tölvupósti gudlaug.bjornsdottir@sjukra.is. Auglýsing þessi byggir á 40. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar. Sjúkraþjálfarar Til að veita sjúkraþjálfun fyrir einstaklinga sem eru sjúkratryggðir skv. lögum nr. 112/2008 óska Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) eftir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum eða sjúkraþjálfunarstofum til að gerast aðilar að rammasamningi frá 1. október 2009. Sjúkratryggingar Íslands annast framkvæmd sjúkratrygginga ásamt því að semja um og greiða fyrir heilbrigðisþjónustu. Markmið stofnunarinnar eru að gæta réttinda sjúkratryggðra, tryggja aðstoð til verndar heilbrigði óháð efnahag og að stuðla að hagkvæmni og hámarksgæðum í heilbrigðisþjónustu. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is www.rannis.is/visindavaka Menntamálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið ...kl. 20.00 – 21.30 hvert kvöld 21. 22. 23. & 24. september... Vísindakaffi á Súfi stanum í Reykjavík: Mánudagur 21. september Sturlunga: Handbók fyrir ráðvillta nútímaþjóð Dr. Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar fjallar um hvernig fíkn ungra karlmanna í völd og fé réði miklu um fall í íslensku samfélagi í tíð Sturlunga. Þetta þykir mörgum ríma óþægilega við atburði nútímans. Alvarlegt málefni með léttum undirtóni! Þriðjudagur 22. september Veistu hvað þú vilt? - neytendasálfræði og markaðssetning matvæla. Dr. Valdimar Sigurðsson frá viðskiptadeild HR fjallar um greiningu og mótun neytenda- hegðunar í verslunum. Er hægt að breyta verslun í tilraunastofu? Er eitthvað að marka neytendur? Miðvikudagur 23. september Harðsnúin klíka föðurlandssvikara Magnús Árni Magnússon forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ fjallar um umræður um ESB aðild Íslands og rökin sem notuð eru í henni af fylgjendum og andstæðingum. Umræðan er borin saman við umræðuna á Möltu og skoðað hvað er líkt og ólíkt með umræðunni á eyjunum tveimur. Fimmtudagur 24. september Forvarnir í læknisfræði - Góðmennska á villigötum? Dr. Jóhann Ágúst Sigurðsson yfi rlæknir Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Dr. Linn Getz trúnaðarlæknir á LSH og dósent við læknadeild NUST, velta upp gildi forvarna og heilsuverndar og hvort of mikið sé gert úr sölu á þjónustu til hinna frísku á kostnað þeirra veiku og þannig gert meira úr vandamálum en efni standa til. Vísindakaffi á Norðurlandi: Í ár verður einnig boðið upp á Vísindakaffi á Norðurlandi sem hér segir: Fimmtudagur 24. september. Friðrik V. á Akureyri. Mun Eyjafjörður gera okkur að ríkasta fólk í heimi? Spekingarnir sem hefja spjallið koma frá Háskólanum á Akureyri, Hreiðar Þór Valtýsson lektor, Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor og Steingrímur Jónsson prófessor. Pétur Halldórsson útvarpsmaður stýrir. Fimmtudagur 24. september. Kaffi Krókur, Sauðárkróki. Er vit í vísindum á landsbyggðinni? Hvert er förinni heitið? Háskólinn á Hólum og Rannís boða til umræðna um hlutverk vísinda og rannsókna á landsbyggðinni. Umræðum stýrir Þórarinn Sólmundarson, Byggðastofnun. Í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á hið sívinsæla Vísindakaffi , þar sem fræðimenn munu kynna rannsóknir sínar fyrir almenningi Vísindakaffi 2009 Kaffi stjóri er Davíð Þór Jónsson Allir velkomnir. Láttu sjá þig!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.