Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2009, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 19.09.2009, Qupperneq 80
52 19. september 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI „Samkeppnin á milli Unit- ed og City er vissulega að færast í aukana, sérstaklega eftir met- eyðslu City-manna í sumar. Ég lít hins vegar alltaf á leikina við Liverpool sem aðal „derby-slag- ina“ fyrir okkur,“ segir knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchest- er United fyrir grannaslag- inn gegn Manchester City á sunnudag. „Annars finnst mér City- menn vera orðnir heldur ánægðir með sig án þess að hafa unnið neitt og það sýndi sig sérstaklega í auglýsinga- herferðinni í kringum Tevez í sumar. Miðað við eyðsluna hjá félaginu ætti félagið náttúrlega að vinna titilinn, en það er meira en að segja það. Þeir eiga eftir að komast að því,“ segir Fergu- son. Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá City er vongóður fyrir leikinn gegn United þrátt fyrir að hann verði líklega án margra lykilmanna. „Við hlökkum mjög til leiks- ins og það verður gott próf fyrir okkur að spila á Old Trafford. Það er því mikil- vægt að við stöndum okkur og höldum áfram á sömu braut og í leiknum gegn Arsenal. Eins og staðan er er hins vegar bara einn framherji leikfær en við bindum vonir við að Tevez verði klár í leikinn,“ segir Hughes. City er búið að vinna alla fjóra leiki sína til þessa í deildinni en Chelsea er á toppi deildarinnar fyrir leiki helgarinnar eftir að hafa unnið alla fimm leiki sína. Chelsea mætir Tottenham í öðrum risastórum grannaslag á Brúnni á sunnudag. - óþ United og City mætast í rosalegum Manchester-borgarslag á sunnudaginn: Hatrömm barátta um borgina TEVES Vonast til þess að verða klár í slaginn á sunnudag. NORDIC PHOTOS/AFP LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur: Burnley-Sunderland kl. 11.45 Arsenal-Wigan kl. 14 Aston Villa-Portsmouth kl. 14 Bolton-Stoke kl. 14 Hull-Birmingham kl. 14 West Ham-Liverpool kl. 16.30 Sunnudagur: Man. United-Man. City kl. 12.30 Wolves-Fulham kl. 13 Everton-Blackburn kl. 14 Chelsea-Tottenham kl. 15 FÓTBOLTI FH-ingar geta orðið Íslandsmeistarar á morgun í fimmta sinn á sex árum þegar 21. umferð Pepsi-deildar karla fer fram. FH-liðið tekur þá á móti Val á sama tíma og KR-ingar fá Stjörnumenn í heimsókn en þetta eru einu liðin sem eiga möguleika á titlinum. FH-liðið verður meist- ari ef liðið vinnur sinn leik eða ef KR tapar stigum í sínum leik. FH-ingar gætu því fagnað þrátt fyrir tap en þeir fá nú annað tæki- færið á stuttum tíma til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitil- inn á heimavelli. Leikmenn liðs- ins vilja væntanlega gera betur á heimavelli en upp á síðkastið og byggja ofan á 5-0 heimasigur á ÍBV í síðasta leik. FH-liðið hefur náð í 25 af síðustu 27 mögulegum stigum á útivelli en hefur hins vegar tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum. FH-liðið væri orðið meist- ari í dag ef annar þeirra hefði unn- ist en liðið tapaði 2-4 á móti KR og 0-3 á móti Grindavík áður en liðið vann ÍBV í síðasta heimaleik. Mótherjar þeirra Valsmenn hafa aðeins náð í 6 stig af síðustu 30 mögulegum og steinlágu 5-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna. FH vann líka báða leiki liðanna í fyrra með markatölunni 4-0. Valsmenn hafa örugglega sérstakar gætur á Tryggva Guðmundssyni í dag en hann hefur skorað 4 mörk í síðustu tveimur Valsleiknum og alls fjór- tán mörk á móti þeim á ferli sínum í efstu deild. Vinni FH titillinn kemst Hafnar- fjarðarfélagið í hóp fjögurra ann- arra félaga sem hafa unnið fimm Íslandsmeistaratitla á sex árum. Hin eru Fram (1913-1918), KR (1926-31), Valur (1935-40 og 1940- 45) og ÍA (1992-1996). Aðrir leikir næstsíðustu umferð- ar eru ÍBV-Fylkir (í dag klukkan 14.00), Grindavík-Fram, Þróttur- Keflavík og Fjölnir-Breiðablik en allir leikir sunnudagsins hefjast klukkan 17.00. - óój Úrslit Íslandsmótsins í knattspyrnu sumarið 2009 gætu ráðist í 21. umferð Pepsi-deildar karla um helgina: FH getur enn á ný tryggt titilinn heima FJÓRTÁN MÖRK Á MÓTI VAL Tryggvi Guðmundsson hefur verið Valsmönnum erfiður. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið hefur náð fullkomnum árangri undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar á Laugardalsvellin- um og á því varð engin breyting í fyrstu tveimur leikjum liðsins í undankeppni HM. Það er þrennt sem leikirnir sjö undir stjórn Sigurðar Ragn- ars í Laugardal eiga sameigin- legt. Íslenska liðið hefur unnið leikina, íslenska vörnin hefur haldið marki sínu hreinu og marka drottningin Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað og þá oftast fleiri en eitt mark. Markatala íslenska liðsins í síð- ustu sjö leikjum á Laugardalsvell- inum er 38-0. Margrét Lára Viðarsdóttir skor- aði samtals sjö mörk í sigurleikj- unum á Serbíu (4) og Eistlandi (3) en hefur þar með skorað fimmt- án mörk í þessum leikjum liðsins í Laugardalnum og hefur komist á blað í þeim öllum. Hún hefur þar af skorað 13 mörk í síðustu fimm leikjum. Margrét Lára varð í leiknum á móti Serbíu fyrsti landsliðsmaður Íslands sem nær því að skora tut- tugu mörk en hún hefur nú skorað 23 A-landsliðsmörk á Laugardals- vellinum. - óój Margrét Lára og landsliðið: Þrenns konar fullkomnun MARKI FAGNAÐ Margrét Lára Viðarsdótt- ir kann vel við sig á Laugardalsvellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Taekwondo Fullorðnir byrjendur: 12.500 kr. önnin Mánud., þriðjud., fi mmtud. kl 19:00 og laugard. kl. 10:30 Börn (8-12 ára): 8.500 kr. önnin Þriðjud. kl 18:10 og fi mmtud. kl 18:00 Æfi ngar fara fram í ÍR-heimilinu Skógarseli 12 Nánari uppl. í síma 823-4074 og 825-7267 eða á www.irtaekwondo.net Láttu sjá þig, frír prufutími. FÓTBOLTI Lokaumferð 1. deildar karla fer fram klukkan 14.00 í dag. Það er þegar ljóst að Selfoss og Haukar fara upp í Pepsi-deild- ina og að Afturelding og Víking- ur Ólafsvík falla en það á enn eftir að krýna meistarana þótt allt bendi til þess að bikarinn fari á loft á Selfossi. Selfyssingar eru með þriggja stiga forustu og miklu betri markatölu en Haukar eiga samt smá von. Selfoss fær ÍA í heim- sókn og nægir stig til að tryggja sér sinn fyrsta meistaratitil í B- deild. Haukar þurfa hins vegar að vinna Þór stórt fyrir norðan og treysta á að ÍA vinni líka Sel- foss stórt. - óój Meistarabarátta 1.deildar: Selfoss nægir stig á móti ÍA FÓTBOLTI Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, segir mikl- ar líkur á því að meirihluti bæj- arráðs muni samþykkja fyrir sitt leyti tillögur um flýtifram- kvæmdir á aðstöðu fyrir áhorfend- ur á Ásvöllum, heimavelli Hauka í Hafnarfirði. Heimir Heimis- son, varaformaður Hauka, segir það vilja félagsins að ráðist verði í framkvæmdirnar. Engu að síður muni félagið ræða við FH um að lið Hauka fái að spila heimaleiki sína á Kaplakrikavelli, heimavelli FH, næsta sumar í Pepsi-deildinni. Ef bæjarráð Hafnarfjarðar sam- þykkir framkvæmdina á Ásvöllum og FH-ingar samþykkja einnig að leyfa Haukum að spila í Kaplakrika standa Haukum því tveir kostir til boða fyrir næsta sumar. Kostirnir eru að spila við lágmarksskilyrði á Ásvöllum eða í Kaplakrika þar sem nýbúið er að reisa glæsilega áhorfendastúku. Heimir Heimisson segir óvíst hvor kosturinn verði valinn, standi þeir báðir til boða yfirleitt. „Það væri óábyrgt af okkur að ræða ekki við FH-inga og skoða hvað okkur stendur til boða þar. En það er ljóst að farið verður í þær framkvæmdir að reisa áhorfenda- aðstöðu á Ásvöllum hvort sem við spilum í Kaplakrika eða ekki.“ Framkvæmdirnar sem hér um ræðir er 500 manna óyfirbyggð stúka vestan megin við gervi- grasvöllinn á Ásvöllum. Spurður hvort það væri mat Hauka að slík aðstaða væri ekki nógu góð fyrir félagið sagðist Heimir ekki vilja svara því. „En við teljum Kaplakrika vera með betri aðstöðu,“ sagði Heim- ir. „Við fengum 700 manns á fjöl- mennustu leiki okkar í 1. deildinni og búumst við að fá fleiri í úrvals- deildinni, sérstaklega þegar um stórleiki er að ræða.“ Fulltrúar frá Haukum eiga nú í viðræðum við FH-inga og er búist við því að niðurstaða fáist í þær viðræður á næstu dögum. Málið sé þó flókið. „Það er að mörgu að huga en við eigum von á niðurstöðu innan tveggja vikna.“ Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, sagði bæjarráð Hafnarfjarðar hafa tekið jákvætt í að skoða þær framkvæmdir sem lagt er til að ráðist verði í á Ásvöllum. „Málið snýst um það núna hvaða ákvörð- un Haukarnir ætla að taka sjálfir. Þeir eru að skoða sína valkosti.“ Framkvæmdirnar kosta tæp- lega 30 milljónir króna. „Okkar framlag yrði um 80 til 90 prósent en fjármögnun og fjármögnunar- kostnaður yrði í höndum félagsins. Við horfum til þess að geta deilt út okkar framlagi á næstu þremur árum. Ég tel að þessi framkvæmd sé innan skynsamlegra marka og á frekar von á því að bærinn muni samþykkja þetta fyrir sitt leyti.“ Fyrir þremur árum voru áætl- anir um að reisa stúku fyrir 1500 áhorfendur á Ásvöllum. Hætt var við þær þegar kreppan skall á í fyrra. „Það er ljóst að ekki verð- ur farið í svo stórt verkefni miðað við núverandi aðstæður,“ sagði Lúðvík. Mikillar óánægju gætir meðal margra stuðningsmanna FH sem ekki vilja að Haukar spili heima- leiki sína í Kaplakrika. „Ég er viss um að það séu líka margir stuðningsmenn Hauka sem eru ekki spenntir fyrir því að spila í Kaplakrika. En þessi félög hafa áður deilt með sér húsi og lít ég því ekki á að þetta sé vandamál,“ sagði Lúðvík. Það er Hafnarfjarðarbær sem á mannvirkin á Kaplakrika að stærstum hluta en rekstur þeirra er í höndum FH. Knattspyrnusamband Íslands hefur þegar lagt blessun sína yfir framkvæmdirnar á Ásvöllum. Það er því ljóst að ný áhorfenda- aðstaða á Ásvöllum mun stand- ast kröfur leyfiskerfis KSÍ og að Haukar fengju því leyfi til að spila sína heimaleiki á Ásvöllum næsta sumar. eirikur@frettabladid.is Haukar fá stúku en ræða samt við FH Bæjarráð Hafnarfjarðar afgreiðir á næsta fimmtudag beiðni Hauka um að reisa áhorfendaaðstöðu fyrir 500 manns á Ásvöllum. Samt sem áður er óvíst hvort Haukar muni spila heimaleiki sína þar á næsta ári. ÁSVELLIR EÐA KAPLAKRIKI? Haukar eiga nú í viðræðum við FH-inga um að fá að spila heimaleiki sína á Kaplakrikavelli. Þó stendur til að reisa áhorfendaaðstöðu á Ásvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.