Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Síða 7

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Síða 7
STÚDENTABLAÐ 1 r 1. desember 191,7 Ólafur Jóliannesson, prófessor: Hugleiðingar um stjórnarskrár- endurskoðunina. Alþingi og allir stjórnmálaflokkarnir hafa hvað eftir annað viðurkennt, að þörf væri á endurskoðun stjórnarskrárinnar. Um það efni hafa verið samþykktar þingsályktanir, og stjórnskipaðar nefndir hafa unnið eða hafa átt að vinna að því verkefni. Ennþá er samt enginn árangur sýnilegur af því starfi. Eitt ákvæðanna í málefnasamningi núver- andi ríkisstjórnar fjallaði um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Var því þar heitið, að henni skyldi hraðað svo sem föng væru á. I samræmi við þá yfirlýsingu samþykkti svo Alþingi í maímánuði s. 1. þingsályktun um málið. Var ríkisstjórninni með henni falið að skipa, nýja stjórnarskrárnefnd, er taka skyldi við af hinum eldri nefndum, sem lítið eða ekkert munu hafa starfað tvö síðustu árin. Rikisstjórnin hefur þó dregið þessa nefndar- skipun óskiljanlega lengi, því að fram til þessa hefur sjaldan staðið á ríkisstjórnum um nefndaskipanir. En þessi nýja stjórnarskrár- nefnd hefur fyrst verið skipuð nú fyrir nokkr- um dögum. Er vitanlega enn of snemmt að spá nokkru um afköst þeirrar nefndar. En að óreyndu verður að ætla, að hin nýskipaða nefnd taki þegar til starfa og reyni að skila verkefni sínu svo fljótt sem tök eru á. Verð- ur því ekki betur séð, en að endurskoðun stjórnarskrárinnar hljóti að koma til fram- kvæmda innan skamms. Virðist og almenn- ur áhugi fyrir því víðs vegar um land. Bera þær tillögur, sem f jórðungsþing Austfirðinga hefur nýlega látið frá sér fara um þetta efni, þess ótvíræðastan vott. Er því líklegt, að landsmenn sætti sig ekki við það öllu lengur en orðið er, að stjórnarskrármálið sé dregið á langinn. Mér sýnist því full ástæða til þess

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.