Stúdentablaðið - 01.12.1947, Page 8
2 STÚDENTABLAÐ
fyrir stúdenta að íhuga það mál með gaum-
gæfni. Þess vegna langar mig til að minnast
hér á nokkur atriði, sem hljóta að koma til
athugunar við fyrirhugaða endurskoðun
stjórnarskrárinnar. Væri þá vel, ef þessi orð
gætu orðið til þess að örva áhuga stúdenta
í þessu stóra og þýðingarmikla máli þjóða -
innar. Að sjálfsögðu verður hér að stik’j. á
stóru.
Einkenni stjórnskipunar vorrar ev grein-
ing ríkisvaldsins í þrjá þætti, lögrJjafarvald,
framkvæmdarvald og dómsvald. Valdgreining
þessi á sér sögulegar rætur, sem hér skulu
ekki raktar. Hefur hún víða rutt sér til rúms
í stjórnfrjálsum löndum, en þó í nokkuð mis-
munandi formi. Fyrir höfundum þessa skipu-
lags mun það hafa vakað, að sitt hver aðili
færi með hvern þátt ríkisvaldsins. Óvíða hefur
þó greining ríkisvaldsins orðið svo róttæk. í
stjórnarskrá vorri er mælt svo fyrir, að með
löggjafarvaldið fari Alþingi og forseti í sam-
einingu, með framkvæmdarvaldið fari forseti
og önnur stjórnarvöld, en sérstakir dómstólar
fari með dómsvaldið. En þó að sagt sé, að
löggjafarvaldið sé hjá Alþingi og forseta í
sameiningu, er þó hluttaka forseta í löggjaf-
arvaldinu orðin næsta lítil. Er hún í rauninni
ekki orðin annað en formsatriði. Hann hefur
ekki lengur synjunarvald, og þó að hann
að vísu geti skotið lögum til þjóðaratkvæðis,
mun ekki koma til slíks í framkvæmdinni, eins
og málum nú er skipað. Frumkvæði að lög-
gjöf hefur hann og vitaskuld ekki, heldur
ríkisstjórnin, sem í reyndinni er skipuð af
Alþingi, en ekki forseta. Framkvæmdarvaldið
er og aðeins í orði kveðnu hjá forseta. Það
er Alþingi eða meirihluti þess, sem ræður því,
hverjir verða ráðherrar og markar þar með
stjórnarstefnuna og stjórnarframkvæmdina.
En í stjórnarskránni er einmitt mælt svo
fyrir, að forsetinn láti ráðherra framkvæma
vald sitt. Er af þessu ljóst, að allmikið hefir
hér verið vikið frá kenningunni um skiptingu
ríkisvaldsins á milli þriggja sjálfstæðra og
innbyrðis óháðra valdhafa. í reyndinni er það
Alþingi eða meirihluti þess, sem mestu ræður
um löggjöf og stjórnarframkvæmd.
Því /erður ekki neitað, að á þessari skipan
hafa verulegir annmarkar sýnt sig á síðustu
árrm. Hvað eftir annað hefur stjórnarmynd-
u i Alþingis tafizt um lengri tíma. Á hin-
am ískyggilegustu tímum, þegar ófriðarblika
lá yfir landi, hefur Alþingi beinlínis gefizt
upp við að mynda stjórn. Þegar hinir alvar-
legustu erfiðleikar í fjárhagsmálum hafa
steðjað að, hafa stjórnmálaflokkarnir setið
mánuðum saman við samninga um stjórnar-
myndun. Á meðan hefur svo landið verið
stjórnlítið, sem eðlilegt er, þar sem ríkis-
stjórnin hefur aðeins sinnt daglegri afgreiðslu
mála og hefur mátt reikna með því, að hver
dagurinn yrði sinn síðastur. Upp úr hinu lang-
vinna samningaþófi koma svo oftast einhverj-
ar ,,bræðings“ ríkisstjórnir, sem allir aðilar
eru að meira eða minna leyti óánægðir með.
Af þessu öllu hefir þjóðin þegar fengið dýr-
keypta reynslu. Og það er ekkert útlit á, að
þessir annmarkar séu úr sögunnh Þvert á
móti benda allar líkur til þess, að sama sag-
an um erfiðar stjórnarfæðingar geti, að ó-
breyttum ástæðum, endurtekið sig hvenær
sem vera skal.
Það er því ekki að undra, þó að margir
séu komnir á þá skoðun, að gera verði breyt-
ingu á valdaafstöðunni milli þings og þjóð-
höfðingja, að gera verði forsetann að æðra
valdhafa framkvæmdarvaldsins, sjálfstæðari
og óháðari þinginu eða meirihluta þess. Nauð-
synin á styrkara framkvæmdarvaldi en hér
hefir verið um skeið, verður æ augljósari.
Það er þörf á meiri festu í stjórnarfram-
kvæmdum. Af þeirri skipan, sem nú er, leiða
tíð ráðherraskipti. Þau eru að ýmsu leyti
óheppileg. Ráðherrarnir eiga í rauninni að
vera eins konar framkvæmdastjórn ríkisbús-
ins, en engu félagi þykir hagkvæmt að skipta
um framkvæmdastjóra með skömmu milli-
bili, nema brýna nauðsyn beri til. Núverandi
skipulag hefir það í för með sér, að fram-
kvæmdarvaldið verður seinvirkt og þunglama-
legt. Rikisstjórn, tilnefnd af þingflokkunum,
verður að standa í stöðugu sambandi við þá,
sækja ráð til þeirra og gera þá samábyrga
fyrir hverju einu. Þess vegna verður hún ó-