Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Síða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Síða 11
STÚDENTABLAÐ 5 skrána ætti að setja ákvæði um það, að mik- ilsvarðandi löggjöf skyldi borin undir þjóð- aratkvæði. Kemur slíkt vafalaust til athug- unar við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þá hlýtur og greiningin milli dómstóla og framkvæmdarvalds að koma til athugunar. Svo sem kunnugt er, hafa sömu menn, þ. e. sýslumenn, farið með framkvæmdarvalds- störf og dómstörf í héraði. Enda þótt sú skipun hafi yfirleitt gefizt sæmilega, mun breytinga þörf í þeim efnum vegna breyttra aðstæðna. I seinni tíð hafa umboðsstjórnar- störf sýslumanna verið aukin mjög mikið og mun nú svo komið, að dómsstörfin eru víð- ast hvar alger aukastörf hjá þeim. Er slíkt auðvitað mjög óheppilegt. Mun því verða nauðsynlegt að greina störf þessi meir í sund- ur í framtíðinni. Væri e. t. v. heppilegast, að dómarar hefðu aðeins dómstörf með hönd- um, en umdæmi þeirra væru stærri en nú tíðkast. Komið hafa fram ákveðnar raddir um, að setja þyrfti í stjórnarskrána sérstök ákvæði um sjálfstjórn héraðanna, er tryggðu héruð- unum eða landsf jórðungunum aukin áhrif um stjórn sérmála þeirra. Hafa tillögur um slíkt komið einna skýrast fram hjá stjórnarskrár- nefnd fjórðungsþings Austfjarða. Verður því varla neitað, að slíkar tillögur hafi við ýmis rök að styðjast. Er því þörf á að taka það atriði til rækilegrar íhugunar. Ég hef hér að framan drepið á nokkur at- riði, sem hljóta að koma til athugunar við fyrirhugaða allsherjar endurskoðun á stjórn- arskránni. Ýmis fleiri atriði hefði mátt nefna, ef til þess hefði verið rúm. Þó að hér hafi verið bent á nokkra ann- marka stjórnarkerfisins, er rétt að taka það fram, að í mörgum efnum er stjórnarskrá vor frjálsleg, og að engan veginn má rekja alla ágalla stjórnarfars vors til hennar. Ýmsa ágalla stjórnarfarsins væri hægt að lagfæra án nokkurra breytinga á stjórnarskránni, ef vilji til þess væri fyrir hendi. Skal hér ekki rætt um slíkt, enda er það að nokkru leyti önnur saga. Það skiptir miklu, hversu til tekst um ívar Björnsson, stud. mag.: Milli vonar og ótta Minn fótur var bundinn á fastri storð við fimbul liins bleika liafs. Minn hugur var cestur, en átti elcki orð, og enginn var heldur til skrafs. Þo,r dvaldi ég einmana og afskiptalaus; og um mig lék haustkveldið kalt. Þar hafið og vindurinn liófu þá raust, sem var liærri og sterkari en allt. Sem eggjárn i sál mína átakið skarst við ólgusjávarins él, þvi allt, sem mér kœrst var, mi xiti þar barst í óvissu um líf eða hel. Og ráðvana hlaut ég að horfa á það stríð, sem háð var um örlög mín þar. Þá birtist mér vonin svo brosleit og frið, en beisklega óttinn mig skar. í sál minni háðu þau einvígi eins og útliafsins dulráðu mögn. Um úrslitin gat eklci orkaö til neins mín einmana, bíðandi þögn. Iive seint getur komið liið síðasta boð, cr sviptir hulunni af! Hvað megnar að vcita þeim styrk cða stoð, scm stara út á daúðans haf? HS : Við ströndina freyddi geigvœn gjálp. Mig gagntók örvœnting beitt. Ég grét, og ég bað til Gtiðs um hjálp. Ég gat ekki annað neitt. framtíðar stjórnskipun ríkisins. Undir því getur fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar í framtíðinni verið komið. Því málefni má þess vegna ekki sýna tómlæti. Og þess vegna finnst mér ástæða til að minna á það í því blaði, sem stúdentar gefa út í tilefni full- veldisviðurkenningarinnar 1. desember 1918.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.