Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Page 12

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Page 12
6 STÚDENTABLAÐ Ásmundur Guðmundsson, prófessor: Framhaldsnám stúdenta. Eins og mönnum er kunnugt, miðar fræðslulöggjöfin nýja m. a. að því, að mennta- skólar verði greiðari inngöngu en verið hefur. Er með því bætt úr ófremdarástandi, sem ríkti mörg síðustu árin við Menntaskólann í Reykjavík. Þar fékk ekki inngöngu nema lítill hluti barna þeirra og unglinga, sem stóð- ust inntökupróf í skólann. Réðu ekki alltaf hæfileikar um það, hverjir hlutskarpastir urðu, heldur ósjaldan fjárráð foreldra til að kaupa börnum sínum næga tímakennslu og láta troða í þau þeim þekkingarskammti, sem þarf til þess að ná háu prófi. Nú er þessu breytt svo, að árspróf 3. bekkjar í bóknáms- deild gagnfræðaskóla, eða miðskólapróf öðru nafni, veitir rétt til inngöngu í menntaskóla, ef ákveðinni lágmarkseinkunn er náð. Próf þetta er þegar orðið landspróf, svo að nem- endur úti um byggðirnar til sjávar og sveita þurfa ekki lengur að taka sér ferð á hendur til að þreyta það við menntaskólana. Jafn- framt styttist menntaskólanámið úr 6 vetr- um í 4, og léttist kostnaður, sem ýmsum hef- ur hingað til orðið um megn. Þessar breytingar eru líklegar til að valda því, að tala stúdenta fari enn vaxandi ár frá ári. Sumir telja það áhyggjuefni. En allur sá uggur og kvíði er ástæðulaus. I Noregi eru stúdentar hlutfallslega miklu fleiri en hér, og er það talinn gróði landi og þjóð að eiga svo stóran flokk menntamanna. Þannig mun einnig fara hjá oss. Nokkur hluti stúdenta vorra mun hyggja á alls konar atvinnustörf þegar að loknu stúdentsprófi, og má ætla, að menntun þeirra komi þeim yfirleitt að góðu gagni og svo þeirri stétt, er þeir skipa. En flestir þeirra munu þó stunda framhaldsnám. Það er eitt hið mesta velferðarmál, að þetta framhaldsnám komi bæði þeim og öðrum að sem beztum notum. Ástæðan til þess, að framhaldsnám fer út um þúfur, er stundum sú, að það er óheppi- lega válið. Hæfileikar stúdenta og áhugi eru meiri á öðrum sviðum. Þeir finna það því betur sem lengra líður, og fer svo að lokum, að þeir gefast upp. Til þess að koma í veg fyrir þetta eru til með sumum menningarþjóðum vísindastofnanir, er veita mikilsverðar leið- beiningar um hæfi manna og stöðuval í lífinu. Svo skyldi einnig hér í sambandi við kennarastofnunina, er nú mun rísa við há- skóla vorn, og þangað ættu nýir stúdentar jafnan að leita sér leiðbeininga og hafa til nokkurrar hliðsjónar áður en þeir ákveða framhaldsnám sitt. Myndi þeim oft styrkur að og ýmsum síður fatast valið. Ríkið veitir að sjálfsögðu styrk til stúdenta, er stunda framhaldsnám í öðrum löndum, og eignast þannig sérfróða menn, er geta unnið að ýmsum framförum hér á landi. En mikil

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.