Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 17
STÚDENTABLAÐ 11 Formaður stúdentaráðs, Tónias Tómasson, stud. juris: Stjórnmál og stúdentaráð. Um alllangt skeið hefur það verið venja, að framboð og kosningar til stúdentaráðs væri grundvallað á pólitískri skiptingu stúd- enta. Skoðanir stúdenta á landsmálum og fylgi þeirra við mismunandi hagfræðilegar stefnur hafa þannig ráðið því, hvernig þeir greiða atkvæði við kosningar þess ráðs, sem gæta á hagsmuna þeirra, þó að vitanlegt sé, að störf að málefnum stúdenta og dægurþras pólitískra áróðursglamrara eigi alls ekkert sammerkt. Auk þess sem hagsmunamál stúdenta eru allsendis óskyld stjórnmálum, þá vill og oft fara svo, þegar stjórnmálin eru snarasti þátt- ur umræðna þeirra, sem fram fara fyrir kosn- ingar, að menn gerist um of einsýnir og reki þá mál sitt með meira offorsi en æskilegt væri. Það getur meir en verið, að stjórn- málagarparnir okkar í sölum Alþingis álíti, að persónulegur skætingur sé fararheill til flestra framkvæmda, en slíkan málflutning tel ég skólasystkinum þó lítt sæmandi. En við vitum öll, að þegar út í pólitískar um- ræður er komið, þá virðist svo sem menn eigi ákaflega erfitt með að greina á milli persónu andstæðings síns og skoðana hans á málam þeim, sem ræða skal. Pólitíski áróðurinn verð- ur því oft að uppljóstrunum úr einkalífi and- stæðinganna. Þá hafa úrslit stúdentaráðskosninga stund- um verið notuð sem pólitískt agn. Skoðun menntamannanna tilvonandi, eins og það er þá orðað, hefur verið beitt fyrir áróðursvagn einstakra flokka til þess að beina athygli fólksins í þá átt. Ég álít, að okkur stúdent- um sé gerður mjög vafasamur heiður með slíkri notkun skoðana okkar og almenningi sé sýndur lítill sómi, ef ætlað er, að slík veiði- aðferð verði fengsæl. Og ég tel, að þeir, sem leggja blessun á slíkan áróður og telja sér vegsauka að, ef skoðun þeirra er flíkað á þennan hátt, skilji vart, hvers virði raunveru- legt skoðanafrelsi er. Þeir, sem vilja viðhalda pólitískum kosn- ingum til ráðsins, hafa bent á, að skipting stúdenta eftir stjórnmálaskoðun, sé að því leyti heppilegasti grundvöllurinn, að þar séu hreinar og ákveðnar línur að halda sér að. Þetta er að vissu leyti rétt. Núverandi fyrir- komulag er sennilega einna auðveldast í framkvæmd. Kosning eftir deildum innan Há- skólans eða eftir árgöngum stúdentanna, eins og tillögur hafa komið fram um, myndu senni- lega verða margbrotnari og öllu vandara um, að yrðu rétt framkvæmdar. Auk þess mætti svo ef til vill gera ráð fyrir, að áhugi stúd- enta við slíkar kosningar yrði mun minni en við núverandi skipulag og almennur vilji stúdenta kæmi því síður í ljós. Allt þetta tel ég þó svo smávægilegt, miðað við agnúa þá, sem eru ótvírætt á þessu skipulagi, að það réttlæti ekki, að við núverandi grundvöll verði unað til frambúðar. Þá hefur því og verið haldið fram, að ýmis störf stúdentaráðs séu vissulega þess eðlis, að taka beri afstöðu til þeirra samkvæmt landsmálaskoðunum ráðsmanna og í sam-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.