Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Síða 21

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Síða 21
STÚDENTABLAÐ 15 Sverrir Haraldsson, stud. tlieol.: Af moldu ertu kominn, að Veslings barn, sem í vöggu liggur, ég vorkenni þér af lijarta, því stutt munu reynast æskuárin og œvivorið þitt bjarta. Þá muntu finna, að þýðir lítið í þjáningunum að kvarta. Ég veit, livað þín bíður, barnið góða. Sú bölvun lamar oss alla að verða að berjast baráttu kaldri og bognir til jarðar falla. Þá stoðar lítið á annarra aðstoð í erfiðleikum að lcalla. Nei, þá ertu einn og öllum gleymdur, því enginn þekkir sinn bróður. Vinirnir bregðast, vonir fölna, og visnar þinn œskugróður. 1 hretviðrum lífsins hlýturðu að stríða, hrelldur og vegamóður. Við líkbörur þinna látnu vona og lciði horfinna vina stendur þú aleinn, ólánsmaður, sem óttast um framtíðina. Fullur gremju til guðs og manna þú glettist við alla hina. moldu skaltu aftur verða. En bernskugullin þín brotin liggja, bros þitt stirðnað á vöngum. Oft muntu eiga í vök að verjast og venjast misjöfnum kjörum. Loks muntu brynjast klakakufli, kaldur í þínum svörum. Á enni þér liggja ótál hrukkur, sem alvöru lífsins sýna, lierðalotinn með hærur gráar, er höfuðið þreytta brýna. Þú biöur, að dagurinn bráðlega komi, sem botnar söguna þína. Og dagurinn kemur, þú deyrð áð lokum og dauðanum heilsar feginn, því hann getur leyst þig frá lífsins raunum og leitt þig eilífðarveginn. Þú vonar, að bíði þín betri tímar og bjartari hinum megin. En, hvað fara margar órœttar óskir oní gröfina þínaf Heimurinn glottir, honum er sama og liirðir lítið um sína. Það skiptir hann lika minnstu máli, hve margir lífinu týna. Ritstjóri Nýja stúdentablaðsins stofnar tii nautaats. (Efni í oratorium).

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.