Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Síða 24

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Síða 24
18 STÚDENTABLAÐ Félag róttækra stúdenta, Ingi K. Helgason, stud. jur.: Utanríkisviðskipti íslendinga og Bandaríkjamanna. Öllum hugsandi Islendingum er ljóst, að sjálfstæðisbaráttu þjóðar vorrar var ekki lok- ið sumarið 1944, er vér lýstum yfir sjálf- stæði voru og fullveldi og fengum á því við- urkenningu helztu nágranna- og viðskipta- þjóða vorra. Vér vissum, að sjálfstæðisbar- átta vor mundi aðeins taka á sig aðra og nýja mynd þetta sumar. I sjö aldir hafði engin þjóð viðurkennt oss sem sjálfstæða þjóð eða virt rétt vorn, stjórnarfarslegan og þjóðréttarlegan til landsins, er vér byggðum. Á Þingvöllum, 17. júní 1944, fengum vér þennan fullveldisrétt vorn viðurkenndan af helztu þjóðum heims, og með þeim sigri hefst nýr kapítuli í sögu þjóðarinnar. Með stjórn- arfarslegu sjálfstæði batnaði mjög aðstaða vor til eflingar hinu raunverulega sjálfstæði, menningarlegu og efnahagslegu. Sjálfstæðis- barátta vor breyttist þennan dag úr því að vera barátta til að fá viðurkenndan fullveld- isrétt vorn í það að vera barátta til varð- veizlu á nýfengnu sjálfstæði voru. I hinni fyrri sjálfstæðisbaráttu vorri átt- um vér aðallega í höggi við Dani, en um og eftir 1944 urðum vér að snúa oss í vestur til að veita viðnám ágengni Bandaríkja Norð- ur-Ameríku. Ég ætla í þessari grein minni að ræða utanríkisviðskipti vor og Bandaríkja- manna, en um þau hefur verið háværara nú um langa tíð en nokkur önnur mál, og ekki að ástæðulausu. Árið 1941 var gerður herverndarsamning- ur milli Islands og Bandaríkjanna. Þessi samningur varð gerður á þeim forsendum, að þörf væri fyrir brezka innrásarherinn ann- ars staðar í heiminum og að samkomulag hefði orðið um það milli brezku og banda- rísku herstjórnanna, að bandarískir hermenn leystu þá brezku af hólmi hér á íslandi. I dag finnst oss Islendingum þessar forsend- ur harla einkennilegar vegna þeirrar stað- reyndar, að brezki herinn fór ekki héðan af landi burt fyrr en árið 1946, eða einu ári eftir að stríðinu við Þýzkaland lauk. En hvað sem um þessar forsendur má segja, var samningurinn gerður, og á honum grundvall- ast öll viðskipti Islendinga og Bandaríkja- manna á styrjaldarárunum, önnur en venju- leg verzlunarviðskipti. Fyrir þær sakir er samningurinn merkilegt plagg, þegar litið er aftur í tímann og viðskipti þessara þjóða rannsökuð. Samkvæmt samningnum skuld- bundu Bandaríkin sig til a) að hlutast ekki til um stjórn íslands, hvorki meðan herafli þeirra væri í land- inu né síðar; b) að hverfa burtu af íslandi með allan her- afla sinn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og þáverandi ófriði væri lokið.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.