Stúdentablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Qupperneq 25

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Qupperneq 25
STÚDENTABLAÐ 19 Vér skulum nú athuga, hvernig Banda- ríkjamenn stóðu við þessar skuldbindingar. Sú fyrri: Árið 1942, þegar Islendingar höfðu ákveðið að stofna lýðveldi á landi sínu, fóru Bandaríkin formlega fram á það við íslenzk stjórnarvöld, að lýðveldisstofnuninni yrði skotið á frest. Eftir deilur á Alþingi sam- þykkti meirihluti þess að láta undan þessari íhlutunarsemi Bandaríkjanna og lýðveldis- stofnuninni var frestað. Hér var freklega gengið á gefin loforð. Þótt Bandaríkjamenn yrðu fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði vort, er vér lýstum því yfir 1944, bætir sú viður- kenning ekki upp þessa íhlutunarsemi þeirra í landsmál vor, enda sýndi eftirleikurinn, hvern hug Bandaríkjamenn báru til sjálf- stæðis vors. Eftir lýðveldisstofnunina 1944 fóru Bandaríkjamenn fram á það við íslenzku ríkisstjórnina, að þeim yrðu léðar herstöðvar á landi voru um langan tíma. Þetta var árás á fullveldi vort. Ef Bandaríkjamenn hafa haldið, að það hafi getað samrýmzt fullveldi voru, að þeir hefðu hér herstöðvar og herlið í næstum heila öld, þá hafa þeir ekki skilið, hvað vér eigum við með fullveldi, og ekki vit- að, hvað þeir viðurkenndu á Þingvöllum 17. júní 1944. Ef á íslandi dvelja menn, sem ekki eru háðir íslenzkum lögum, er ekki um full- valda íslenzka þjóð að ræða í þessu landi. Beiðni Bandaríkjamanna um herstöðvar var því krafa um, að vér afsöluðum fullveldis- rétti vorum enn á ný. Þessari beiðni var þá vísað á bug, góðu heilli. Islenzk alþýðusam- tök og stúdentar risu upp og kröfðust þess, að staðið væri á hinum nýfengna fullveldis- rétti vorum og hvergi væri látið undan á- gengni Bandaríkjanna. Barátta þessara aðila bjargaði í þetta skipti sóma íslenzku þjóðar- innar. Islenzka yfirstéttin vildi hins vegar óð og uppvæg verða við kröfum Bandaríkja- manna, og einn helzti forkólfur þeirra gaf út blað, þar sem haldið var uppi lævíslegum áróðri gegn málstað Islendinga. En yfirstétt- in treysti sér ekki til að ganga svo berlega á hönd erlendu valdi sem veiting herstöðva til handa Bandaríkjunum hefði verið af ótta við sumarkosningarnar 1946. Bandarikja- menn biðu því með kröfur sínar þar til eftir kosningar. — Þessi framkoma Bandaríkja- manna gagnvart fullveldi voru eru hrein svik við gefin loforð í herverndarsamningnum frá 1941. Síðari skuldbindingin: Samkvæmt henni áttu Bandaríkjamenn að hverfa á brott með allan herafla sinn strax að stríðinu loknu. Allur lieimurinn veit, að þetta gerðu Banda- ríkjamenn ekki. 4. okt. 1946 — daginn áður en nauðungarsamningurinn var gerður og 18 mánuðum eftir hernaðaruppgjöf möndulveld- anna — voru enn bandarískir hermenn á Is- landi. Oss Islendingum var meinað með vopnavaldi að fara inn á þau svæði, sem Bandaríkjaherinn hafði á voru eigin landi. Bandaríkjamenn héldu fram þeim ,,skilningi“, að þeir væru ekki skuldbundnir samkvæmt samningnum til að fara með her sinn héð- an af landi burt, fyrr en „þáverandi hættu- ástandi í milliríkjaviðskiptum“ væri lokið, forseti þeirra hefði misst ,,warpower“ sitt og svo framvegis. Á þennan ,,skilning“ gátu Is- lendingar ekki fallizt, enda var hér um að ræða ranga túlkun á samningnum. Yfirskrift samningsins sjálfs, eins og hann var sam- þykktur á Alþingi, var til dæmis þannig orð- uð: „Tillaga til þingsályktunar um, að Banda- ríkjum Norður-Ameríku sé falin hervernd Is- lands, meðan núverandi styrjöld stendur.“ Auk þess eru ákvæði samningsins, sem skrif- uð eru orðrétt framar í þessari grein, mjög skýr um þetta atriði. Samningurinn féll úr gildi, þá er styrjöldinni lauk, og áttu þá Bandaríkjamenn að hverfa með herlið sitt á brott hið bráðasta. Með því að fullnægja ekki þessum tveim- ur skuldbindingimi, sem Bandaríkjamenn tók- ust á lierðar með herverndarsamninginim, brutu þeir á oss samninginn. Og svo kom nauðungarsamningurinn. Eftir sumarkosningarnar 1946 þorði ís- lenzka yfirstéttin að láta undan kröfum Bandaríkjamanna. 32 alþingismenn sam- þykktu flugvallarsamninginn 5. október það ár og skópu sér fyrirlitningu allrar þjóðar- innar. Fyrsta grein þessa samnings er svo-

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.