Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 27

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 27
STÚDENTABLAÐ 21 Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista, Jón Ingimars, stud. juris: Vökumaður, hvað líöur nóttinni? (Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning skal það í upphafi fram tekið, að hér er ekki fremur talað til meðlima ,,Vöku‘‘, félags iýðræðissinnaðra stúdenta, heldur en til allra annarra stúdenta, eldri og yngri.) Eitt hið fyrsta, sem fyrir augun ber, þegar þú nálgast aðaldyr Háskóla Islands, er skeiíu- laga jarðbakki, hár og ljótur. Þú þarft að vera gæddur óvenjuríku ímyndunarafli til þess að greina svipinn með þessum bakka og hinni klassisku fyrirmynd allra slíkra mannvirkja, hinu fornfræga Ásbyrgi. Og ekki hefur þetta mannanna verk fríkkað á síðasta sumri fremur en á þeim sumrum næstu, sem á undan eru gengin. Nei, hún hefur yfirleitt ekki fríkkað á þessu sumri lóðin, sem umlykur okkar veglegasta menntasetur. Hér sjáum við gamla kunningja blasa við sjónum okkar eins og staksteinana og klappirnar niðri í skálinni eða skeifunni. Allt var þetta með sömu merkjum, þegar brezkir bláliðar voru allsráðandi á steyptu flötunum hinum megin í Vatnsmýrinni. I fyrstu frostunum koma svo börnin, sem léku sér hér í fyrra, eflaust aftur með sleðana sína og skautana — pollarnir verða á sín- um stað. — Eitt hefur þó örlítið breytzt til batnaðar. Moldarhrúgurnar eru ekki alveg eins háreist- ar eftir að hafa rekið nefið enn eitt ár. í hráslaga hinnar sunnlenzku veðráttu. Hún varð þá þrátt fyrir allt ekki einskis nýt, rign- ingin í sumar. — En seint mun víst áreiðan- lega sækjast, ef frost og úrfelli eiga ein að vinna verkið. — Nei, hún fríkkar ekki með aldrinum, lóðin sú, og er hún þó á því aldursskeiði, þegar flest annað kvenkyns þroskast og fríkkar. — Skyldi hún enn eiga lengi að bíða síns vitj- unartíma? — ari fyrirspurn. Þessi þögn og reyndar margt annað gefur til kynna, að það muni vera ætl- un yfirstéttarinnar að framlengja nauðungar- samninginn. Það er því ekki of seint að hef ja nú þegar baráttu fyrir því, að honum verði sagt upp árið 1951. Sú barátta verður hörð, og vér stúdentar megum ekki liggja á liði voru. Þjóðin, sem kostar oss til námsins, gerir þá kröfu til vor, að vér verndum sjálfstæði hennar. Vér megum ekki bregðast þjóð vorri. Á hverju ári græðist Háskólanum mikið fé með rekstri happdrættis og kvikmynda- húss. Auðvitað þarf fé til margvíslegra fram- kvæmda, því að í mörg horn er að líta. Margt þarflegt hefur líka verið gert á lóð skólans, þótt ekki sé það allt á hans vegum. Við vitum t. d. öll, að nokkur undanfarin ár hef- ur verið í smíðum eitt stórglæsilegt íþrótta- hús í suðvesturhorni lóðarinnar. Trúlegt þætti mér, að hún hafi þegar brotið af sér allar áður gerðar kostnaðaráætlanir, svo mjög sem kappkostað hefur verið að flýta þeirri bygg- ingu, til þess að hægt væri að framfylgja íþróttaskyldunni í Háskólanum, eins og í öll- um öðrum skólum þessa lands. — Það er svo

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.