Stúdentablaðið - 01.12.1947, Qupperneq 31
STÚDENTABLAÐ
25
Með því vinnum vér íslandi allt. Á þann eina
hátt getum vér goldið móðurmold vorri fóst-
urgjöldin og þeirri þjóð, sem ól oss.
Víðsvegar frá í veröldinni berast oss fregn-
ir af ókyrrð og óeirðum, þótt friður ríki að
nafni til. — Vér verðum því stöðugt að vera
á varðbergi til verndar hagsmunum vorum.
Islenzkir stúdentar hafa jafnan staðið í
fylkingarbrjósti þeirra manna, sem af mest-
um móði hafa barizt fyrir sjálfstæði Islend-
inga. Þeir gera það enn í dag. Þeir hafa oftar
en einu sinni staðið upp og sagt einum rómi:
„Vér mótmælum allir
Þeir munu ekki hætta að mótmæia. Þeir
munu sjá um, að öllum þeim samningum, sem
hættulegir geta talizt málstað Islands í fram-
tíðinni, verði sagt upp svo fljótt sem auðiö
er. Og þeir munu vissulega hafa aðhald og
eftirlit með, að þessum samningum sé frarn-
fylgt út í yztu æsar, og mótmæla, ef svo er
eigi gert. En þetta munu þeir gera með
festu og stillingu, en engum öfgum og æs-
ingum.
Vér eigum um þessar mundir setu á al-
þjóðafundum, og Island á þar sitt atkvæði.
Á þeim vettvangi gefst oss gott tækifæri
til að vinna Islandi allt, til að tryggja það, að
lög séu virt og réttur vor óskertur látinn.
Vér vinnum tvímælalaust Islandi mest gagn
með hógværri framkomu, en engri frekju, svo
sem og sæmir þeirri þjóð, sem kallast menn-
ingarþjóð og er það.
Vér skulum reyna að vera heilir í öllu því,
sem vér tökum oss fyrir hendur, láta aðrar
þjóðir læra að meta oss fyrir réttsýni og hóg-
værð, en í engu að brigzla oss um öfgar og
einstrengingshátt.
Það er gæfa íslenzku þjóðarinnar, að hún
hefur á öllum öldum átt sonu, sem skildu
þetta. Þeir börðust með hreinan skjöld gagn-
vart fósturjörðinni og öðrum þjóðum, hvort
sem þær sýndu henni vináttu sína eða reyndu
að véla undan henni réttmætar kröfur og
eignir. —
1. desember hefur jafnan verið minninga-
dagur um sjálfstæði og fullveldi íslenzku
þjóðarinnar síðustu áratugina. Þá hefur þjóð-
in strengt þess heit að duga og duga vel. —
Islenzkir stúdentar! Látum oss enn í dag
strengja þess heit að reynast sannir Islend-
ingar og sýna það í orði og verki, að við vilj-
um í öllu vinna Islandi allt.
„Lög og létt hjal“.