Stúdentablaðið - 01.12.1947, Page 32
26
STÚDENTABLAÐ
Ákademiskur annáll
Stúdentaráðskosningarnar.
Að þessu sinni fóru kosningar til stúcientaráðs
fram laugardaginn 1. nóvember. Á kjörskrá voru
499, en af þeim greiddu atkvæði 414.
Úrslit urðu þessi: A-listi, frá Stúdentafélagi lýð-
ræðissinnaðra sósíalista, hlaut 60 atkv. og 1 mann
kjörinn, Jón P. Emils, stud. jur. B-listi, frá Vöku,
félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 185 atkv.
og 5 menn kjöma, Tómas Tómasson, stud. jur., Vík-
ing H. Arnórsson, stud. med., Braga Guðmundsson,
stud. polyt., Jónas Gíslason, stud. theol. og Pál Lín-
dal, stud. jur. C-listi, frá Félagi frjálslyndra stú-
denta, hlaut 57 atkvæði og 1 fulltrúa kjörinn, Jón
Hjaitason, stud. jur. D-listi, frá Félagi róttækra stúd-
enta, hlaut 106 atkvæði og 2 fulltrúa kjörna, þá
Hjálmar Ólafsson, stud. philol., og Árna Halldórs-
son, stud. jur.
Stjórn stúdentaráða er þannig skipuð: Tómas Tóm-
asson formaður, Jón P. Emils ritari og Víkingur H.
Arnórsson gjaldkeri.
Háskólahátíðin.
Laugardaginn 25. okt. var Háskólinn settur með
virðulegri athöfn í hátiðasal skólans. Voru þar
mættir margir tignir gestir, svo sem forseti Islands,
ráðherrar og sendiherrar erlendra ríkja. Rektor há-
skólans, próf. Ólafur Lárusson, flutti setningarræð-
una. Bauð hann hina nýju stúdentavelkomnaískélann
og afhenti þeim háskólaborgarabréf. Innritazt hefðu
136 nýir stúdentar, og alls væru því 556 stúdentar
skráðir við nám í skóianum. Rakti hann breytingar
á kennaraliðinu og minntist á sjóði skólans, sem
hart hefðu orðið úti vegna verðbólgunnar. Einnig
ræddi hann heimsóknir erlendra gesta og aukin
tengsl við nágrannaþjóðirnar.
Breytingar á kennaraliði.
1 guðfræðideild hafa þeir prófessor Magnús Jóns-
son og Sigurbjörn Einarsson dósent fengið um stund-
arsakir lausn frá kennsluskyldu. 1 stað þeirra komasr.
Magnús Már Lárusson og sr. Jóhann Hannesson.
t iælrnadeild hefur prófessorsembættið i lyflæknis-
fræði verið veitt Jóhanni Sæmundssyni. Prófessor
Jón Hjaltalin Sigurðsson lætur af embættinu fyrir
aldurs sakir. 1 lagadeild kennir prófessor Ólafur Jó-
hanneoson í stað Gunnars Thoroddsen eins og á síð-
ara misseri kennsluársins 1946—1947. Nýr kennari
er í þjóðarétti, Hans Andersen. 1 norrænudeild hefur
di'. Björn Guðfinnsson fengið frí frá kennslu, og ann-
ast þeir dr. Björn K. Þórólfsson og Ólafur Ólafsson,
cand. mag., hana í stað hans. Enskukennsluna í öll-
um skólanum mun Jóhann Hannesson taka að sér.
Hefur hann stundað enskunám vestra. Nýr sænskur
sendikennari, Holger Öberg, er kominn í stað Peter
Hallberg. Nýir kennarar við verkfræðideildina eru
þeir Eiríkur Einarsson, ai'kitekt, Guðmundur Arn-
laugsson, cand. mag., og Þorbjöm Sigurgeirsson,
magister.
Rússagildi.
Mánudagskvöldið 27. okt. s.l. var hið árlega rússa-
gildi haldið í Sjálfstæðishúsinu til þess að fagna
komu nýstúdenta í Háskólann. Magister bibendi var
prófessor Níels Dungal, og aðalræðu kvöldsinsi flutti
Tómas skáld Guðmundsson. Mæltist honurn vel. Geir
Hallgrímsson, stud. jur., bauð níssana velkomna í
hóp akademiskra borgara, og Bjarni Bragi Jónsson,
stud. oecon., varð fyrir svörum af rússa hálfu. Pét-
ur Jónsson, söngvari, sat hófið og skemmti sem
mest hann mátti, og var það vel séð. Undirleik ann-
aðist Gunnar Möller, og var þeim Pétri báðum fagn-
að ákaft. Undir boröum var glaðværð mikil, og
þreyttu menn óspart söng lengi kvölds. Sungið var
meðal annars nýtt rússagildisljóð eftir Svein Berg-
sveinsson. Stundu fyrir miðnætti var salurinn rudd-
ur og dansinn hófst. Var haldið áfram til kl. 2 um
nóttina, en þá voru skemmtunarslit, samkvæmt fyr-
irmælum frá hærri stöðum. Fór þá hver heim til sín
og undi glaður við sitt.
Frú Guðrún Brunborfí
hefur nú stofnað sjóð við Háskóla Islands til minn-
ingar um son sinn, Olav, sem lézt í þýzkum fanga-
búðum. Verða veittir úr honum styrkir til norskra
stúdenta, er stunda nám við Háskólann. Eins og
kunnugt er, afiaði frúin fjár til sjóðs þessa með því
að sýna hina áhrifamiklu kvikmynd, „Englandsfar-
ana“, í flestum kaupstöðunr og kauptúnum hér á
landi. Einnig hefur frú Guðrún Brunborg stofnað
myndarlegan sjóð við háskólann í Osló, og skal fé
úr honum varið til styrktar íslenzkum stúdentum,
sem nám stunda þar.