Spegillinn - 01.05.1983, Page 9
Fengin að láni — án leyfis — úr Hara Kiri.
Svo var árvekni yfirkjörstjórnar fyrir aö
þakka aö upp komst um meiriháttar
kosningasvindl við alþingiskosningarnar
á dögunum. Rannsóknarblaðamaður
Spegilsins og formaður yfirkjörstjórnar
komu upp um metorðastreðara nokkurn,
sem var orðinn úrkula vonar um að
komast í framboð á vegum
stjórnmálaflokkanna hafði gripið til þess
örþrifaráðs að smygla sér inn á
kvennalistann. Þykir rétt að birta ekki
nafn þessa ólánsmanns að svo stöddu
þar sem ekki hefur náðst í alla ættingja
hans.
Vegna þessa máls hefur
landskjörstjórn ákveðið að tekin verði
upp kyngreining við allar kosningar í
framtíðinni og slíkt bundið í lög.
Þótt hæst hafi borið hið
ósvífna uppátæki karls þess
sem smyglaði sér inn á
kvennalistann var það þó ekki
einasta kosningasvindlið. Eins
og meðfylgjandi myndir úr
Morgunblaðinu sýna, en þær
voru teknar á kjördag, var
mjög misjafnt hvað
frambjóðendur fengu marga
atkvæðaseðla til ráðstöfunar.
Jón Baldvin er til dæmis með
fulla vasa af atkvæðaseðlum
á sama tíma og Ólijó fékk
engan seðil; og ekki virðist
ætla að verða nokkurt lát á
Albert við að troða atkvæðum
í kjörkassan.
Eins og fram kemur annars
staðar í blaðinu hefur
Spegillinn farið fram á það við
forseta að hann fyrirskipi aðrar
kosningar sem allra fyrst,
bæði vegna þessa mikla
kosningasvindls svo og vegna
kolvitlausra úrslita.
9