Spegillinn - 01.05.1983, Síða 17

Spegillinn - 01.05.1983, Síða 17
Af öðrum nýjum (og göml- um þó) þingkonum má helst nefna Ragnhildi Helgadóttur. Móðir hennar var Kristín Bjarnadóttir frá Engey, móð- ursystir Bjarna Ben og þeirra systkina. Þannig eru bröderne Blöndal (Halldór og Harald- ur) náfrændur hennar og sama má segja um Björn Bjarna- son yfirritskoðara Morgun- blaðsins og Valgerði, konu Vilmundar. Þór Vilhjálms- son, maður Ragnhildar, og Vilmundur eru einnig bræðra- synir. Ragnhildurerréttborin til þingmennsku í bak og fyrir og dettur varla út af þingi héðan af. Og þá verður að sjálfsögðu að geta þeirra Vilmundar- kvenna. Kristín S. Kvaran er að vísu ekki Kvaran og þar af leiðandi ekki náskyld Ragn- ari Arnalds (langafi hans var Einar Kvaran) en aftur á móti er hún hamingjusamlega gift inn í ætt þessa og skýrir það að sjálfsögðu veru hennar á þingi. Ekki hefur enn unnist tími til að rannsaka ættir Kolbrún- ar Jónsdóttur gagnfræðaskóla- nema á Húsavík en telja má víst að hún sé Þingeyingur og er það ærið nóg. Af öðrum nýjum þingmön- um verða hér nefndir þrír til sögu: Steingrímur Sigfússon frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði er kominn í beinan karllegg af Skallagrími Kveldúlfssyni enda maður mikill, sterkur og ljótur og snemma sköllótt- ur. Mun hann höggva mann og annan ef hann kemst til vits og ára, eins og stundum gerist í þeirri ætt. Guðmundur Einarsson. fóst- bróðir Vilmundar, er hins veg- ar kominn út af launsyni Skarphéðins Njálssonar, þess er fannst lifandi undir bruna- rústunum á Bergþórshvoli hálfum mánuði eftir brunann. Ber ættin þess enn merki og glottið er hið sama. Verður gaman að sjá til þeirra Stein- gríms saman á þingi. Hinn þriðji er Ámi John- sen sem telur til skyldleika við Eggert Haukdal og Egil Jónsson á Seljavöllum. Eru þeir taldir fjórmenningar, komnir frá bræðrum þremur er bjuggu á Bakka í Svarfað- ardal. Er Árni kominn af Gísla, Eggert af Eiríki og Egill af Helga. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig ættir þessar koma saman enda hafa týnst úr liðir. Gíslanafnið helst þó enn í ætt Árna, Eggert er skírður í höfuðið á Eiríki langafa sfnum en Helga- nafnið hefur algjörlega týnst í ætt Egils. Þó mun það vera til í Borgarfirði. Kjartan Olafsson Illviljarit- stjóri náði ekki kjöri á Vest- fjörðum fremur en endranær og verður ofættum (nýyrði mitt, innskot höfundar) um kennt. í framboði var nefni- lega líka frændi hans, Ólafur Þ. Þórðarson framsóknar- maður, og eru þeir systkina- börn í báðar ættir og öðrum því algjörlega ofaukið (í þessu tilfelli Kjartani). Betur hefði getað farið ef Ólafur væri faðir Kjartans (sbr. Gunnar og Ellert o.fl.) og kannski er hann það. Altént er Kjartan Ólafsson. Allt öðru máli gegndi um þá frændur Jón Helgason framsóknarmann og Hjörleif Guttormsson í ráðuneytinu. Þeir eru bara systrabörn í aðra ættina og auk þess í framboði hvor í sínu kjör- dæmi. Að lokum til gamans ætt- rakning Steingríms Her- mannssonar. Hún er svona: Steingrímur tilvonandi for- sætisráðherra (einhvem tíma) Hermannsson forsætisráðherra Jónassonar fyrrverandi for- sætisráðherra á Syðri-Brekk- um í Blönduhlíð Jónssonar í Bakkakoti Jónssonar herði- breiðs Magnússonar Skúla- sonar fógeta. Þetta er svo- kölluð Bakkakotsætt sem und- ir engum kringumstæðum má mgla saman við Bakkabræðra- ættina sem fyrr gat um.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.