Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Side 14

Fálkinn - 17.12.1938, Side 14
8 F Á L K I N N Jól í Nvíþjóð. /^j-AMALL málsháttur segir: „Enginn ræður sínum næt- urstað.“ Mjer datt hann í hug á Þorláks messu í fyrra, er jeg og kona mín vorum stödd í Kaupmanna- höfn að búa okkur í ferðalag til Svíþjóðar, án þess við hefðum minstu hugmynd um hvar við mundum lenda um jólin. Það grípur mann dálítið einkennileg tilfinning að eiga sjer óvist um jólin, og þó svo nærri jólum að Þorláksmessa er komin. Við vor- um þó hin rólegustu, því að góð- kunningi okkar í Málmey, pastor Hilmer Wentz, sem verið hefir hjer á landi til að afla sjer upp- lýsinga um Hallgrím Pjetursson og sálmaskáldskap lians og ann- ara íslenskra skálda, hafði undir- húið alt fyrir oklcur, og það var áreiðanlegt að hann mundi okk- ur ekki á kot vísa, því að það var hann búinn að sýna okkur fyr að hann vildi gera okkur Svíþjóðardvölina hina ánægjuleg ustu. Enda kom það á daginn, að alt var svo vel undirbúið frá hans hálfu, sem kostur var á, en okkur lá ekkert á að vita um dvalarstaðinn fyr en á Þorláks- messu, þegar við heilsuðum upp á hann á prestsetri hans i Málm- ey. Eyrarsundsferjan var hlaðin fólki, sem er að fara til jóladval- ar í Svíþjóð eins og við, en veit eflaust hvert það er að fara. Veðrið má heita gott, þó er nokk- uð dimt í lofti og nokkur gola, og allar líkur til að rigna muni með kvöldinu, og það leynir sjer ekki að sumum finst útlitið í- skyggilegt, ekki síst þeim sem liafa tekið með sjer skíðin sin til skemtunar um jólin. En það er fleirum en þeim, sem þykir mið- ur um það, því að yfirleitt þykir meira varið í hvít jól en auð og líkurnar eru allar fyrir auðum jólum. Ferjan mjakast áfram eftir bárum Eyrarsunds og eftir liálf- an annan tíma erum við komin til Málmeyjar. Þar eigum við ekki aðra kunningja en pastor H. Wentz og hinn ágæta íslands- vin Viggo Zadig forstjóra, sem talar ef til vill betri íslen'sku en nokkur annar útlendingur. Hann er nákunnugur íslenskum bók- mentum og befur skrifað um þær í sænsk blöð og þýtt nokk- ur íslensk kvæði, einkum eftir Þorstein Erlingsson, því þeir voru vinir miklir. Þýðing Zadigs á Sólskríkjunni er mjög góð. Pastor Wentz er ekki heima nje lieldur kona hans, því að hann var kallaður til embættis- verka um það leyti dagsins, sem við komum, En elsta dóttir þeirra, Margareta, 15 ára menta- skólastúlka segir okkur, að við sjeum hoðin til Tyringe um jólin og nýjárið til Svenska Diakon- issestyrelsens Vilohem, til staðar er lieitir Björkliden. Við höfum lieyrt stað þenna nefndan áður að öllu góðu, bæði hvað hann lægi á fallegum stað og eins hve friðsæll hann væri og vel færi þar um gestina, enda urðum við ekki fyrir neinum vonbrigðum. Um það leyti og við fórum frá Málmey byrjaði að rigna og vesalings dönsku skíðagarparnir voru býsna áhyggjufullir, þegar við komum á járnbrautarstöð- ina, en alt að einu hjeldu þeir á- fram„ minnugir þess að á skömmum tíma skipast veður i lofti, og einnig á Skáni. Svo leggur lestin á stað með fjölda farþega, bæði Svía og Dani, og sænskan og danskan blandast innan veggja lestar- vagnanna. Hún þýtur áfram norður Skánarsljettuna. Snotur bændabýli og stórir búgarðar þjóta framhjá, því okkur glepur sýn. Það er lestin og við sem þjótum fram hjá. Enginn skildi um of trúa skilningarvitum sín- um. Eftir 20 mínútna ferð kom- um við til Lundar, og hálf- gleymdu vísubroti skýtur upp í hugum okkar eftir Egil Skalla- grímsson. „leiti upp til Lundar lýða hver sem tíðast". Lundur er yndislegur staður; onnað merkasta mentasetur Sví- þjóðar og er ef til vill að sækja fram úr sjálfum Uppsölum eða að minsta kosti telja Skánverjar hann öllu fremri. Þegar Svíar höfðu unnið Skán frá Dönum á 17. öld, eftir harðvítuga styrjöld, var eitt það fyrsta sem þeir gerðu að setja á stofn háskólann í Lundi. Og reyndist það brátt vera stjórnmálalegt snjallræði, þvi að háskólinn varð sterkasti aðilinn í því að gera Skán að sænsku landi, þó að aldrei liafi sameiningin að öllu tekist, því jafnan sýnist sem Skánn vilji vera ríki í ríkinu, ekki þó svo að skilja að hann æski eftir sam- einingu við Danmörk. Síður en svo. En lestin gefur engin grið, annaðhvort er að jTirgefa hana og skoða sig þá strax um í Lundi eða fylgja henni. Við veljum hið síðara. „Vagnstjórinn ræður liann virð- ii einskis vilja minn eða þrá." Lundur bíður seinni tíma. Því heitum við. — Það fer óðum að skyggja. Des- emberdagurinn er stuttur. Og á- fram þjótum við. Aðeins fárra mínútna hvíld á járnbrautar- stöðvunum. Lestaskifti i Hássle- holm og þaðan til Tyringe. Við erum komin til Norður-Skánar. Landið er nokkuð farið að hækka. Skógurinn er að aukast, jafnvel barrskógurinn er orðinn áberandi mikill. Og klappir og stórgrýti, einkenni hinnar ófrjóu jarðar lætur allmikið á sjer bera. Hin óslitnu akurlönd Skánar eru horfin. Tyringe er náð. Það er þorp á Norður-Skáni með 2500 manns. Þar er allmikill iðnaður og tals- verð ræktun, þó að landið sje ekki frjótt. Þar eru nokkur stór heilsuhæli, því að loftslag þykir þar sjerlega gott. M. a. er þar afarstórt berklahæli, sem Danir sækja rnikið auk Svía. Og svo er þar Björkliden, hvíldarheimilið, eign sænsku kirkjunnar, ogþang- að er ferðinni heitið. Járnbraut- arstöðinni i Tyringe er náð. Bíll ekur okkur þaðan og heim til Björkliden, sem er drjúgur spölur og allbrattur. 1 Tyringe er nokkur snjór á jörðu og úr- kornan þar er nær því að vera snjór en regn. Á veginum heim að Björkliden verðum við strax vör við að jólin eru i nánd. Vörusýningarnar í búðarglugg- unum og ljósadýrðin sanna okk- ui það. Svona bjartur getur þessi litli bær ekki verið nema eitt- bvað sje um að vera — og það meira en lítið — júl. Við mætúm mörgum sleðum á leiðinni. Brokkandi stórliestar þjóta um veginn með sleða í eft- irdragi. Þeir eru skreyttir greni- greinum, sem við þekkjum best undir nafninu jólatrje. Bjöllur eru hengdar um liáls hestanna og þær klingja og bjóða gleði- leg jól ineð sínum hlýja hljómi. Þorpið ómar af bjöllukliði og það gefur Tyringe vissa töfra finst okkur. Síðasta spölinn að Björkliden ökum við í gegnum trjágöng og við erum ekki fyr komin út úr þeim en Björkliden blasir við öll uppljómuð. Á tröppum búss- ins erum við boðin hjartanlega velkornin á tærri sænsku með allri þeirri alúð og kurteisi, sem Svíum er svo eiginleg. Þetta er húsmóðirin á Björkliden, prests- ekkjan frú Ingrid Nilsson, einn mesti kvenskörungur, sem við höfum fyrir hitt. Hún er nokkuð við aldur og hár liennar mikið farið að grána. Hún er glæsileg kona og yfir öllu hennar fasi hvílir andans höfðingskapur. Þegar inn var komið í vistleg herhergi heimilisins lcom einliver ylur og friður móti manni, sem ekki verður gleymt. Það er krist- ið heimili í Björkliden. Bæna- Iiald og sálmasöngur kvölds og morgna. Frú Ingrid Nilsson stjórnar söngnum og leggur sig fram um það að gera þessar helgistundir sem innilegastar. Og það er engin tilviljun að fólk kemur til Björkliden að lialda jólin sín þar, og það sama fólk- ið ár eftir ár. Ekki getum við Iiugsað okkur annan stað, þar sem helgi jólanna fær betur notið sín. Aðfangadagsmorgun rennur upp.Það er kveikt á hinu mikla jólatrje, sem stendur í einu horni dagstofunnar, áður en morgun- bænir hefjast. Jólin eru að byrja og fólk óskar hvertöðrugleðilegra jóla. „God jul“ og „God lielg“, segir Sviinn. Að því loknu var sest að snæðingi. Og það var ekki skorið við nögl, sem fram var reitt. Mikið óhóf höfðum við ofl sjeð lieima á Fróni, þegar matur var framreiddur á jólunum, en á Björkliden gengur enn lengra í þessu efni. IJvað matarsiði annars snerti, þá var einn er einkum vakti at- hygli okkar. Á aðfangadagskvöld var meðal margra annara rjetta borin á borð svokallaður lutfisk (lútfiskur). Hann þótti okkur alt annað er bragðgóður. Minti liann einna mest á kæsta skötu. En

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.