Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Síða 16

Fálkinn - 17.12.1938, Síða 16
10 F Á L K I N N • • JOLAKVOLD 4 4 4 m m m m m w ÓGLEYMANLEGT í þessari sögu gerast ótrúlegir viöburðir er fáir munu upplifa s.em betur fer. En engu að síður eru þeir sannir. Þeir gerðust fyr- ir nokkrum árum þegar jeg var búsettur við Amazónfljötið. Þar gefur að líta liin einkenni- legustu náttúrufyrirbrigði, ef auga áborfandans er vant því að taka eftir — annars fara þau framlijá ósjeð. Eitt af þessum náttúrufyrir- brigðum er hið svokallaða „terra cahida“, sem einna belst verður lagt út með „sökkvandi land“. Þegar bið mikla Amazónfljót tekur við vatnsflaumnum úr Andesfjöllunum frá snjónlun, sem er að bráðna og regntíminn liefir náð hámarki, þá hefir fljót- ið hækkað um marga metra, og hið mikla fljót hefir eyðilagt bakka sína. -— Gerum nú ráð fyrir, að þjer sjeuð farþegi á einum af liinum stóru útbafsgufuskipum, sem sigla eftir Amazónfljótinu. Þjer standið á þilfarinu og horfið á skógi vaxna fljótsbakkana, þar sem risavaxin trje, pálmar og jungelkjarr myndar tilbreyting- arlítinn dimmgrænan vegg, næst- um óslitinn á 2000 milna færi. Og gerum nú einnig ráð fyrir þvi að „terra cahida“ sje að gerast. Alt í einu sjáið þjer þá röð af trjám, sem gróa við vatns- borðið, þau fara alt í einu að liallast fram yfir sig, þau liallast meira og meira uns þau steyp- ast ofan í fljótið með braki og brestum. Stórar bárur skella á slcipinu og rugga því. Auga yðar leitar skýringar á þessu fyrir- brigði, en þjer sjáið ekkert það, sem skýrt getur „terra cahida“. Fleiri og fleiri trje steypast ofan í vatnið, eins og þau væru feld af ósýnilegri risahendi, þang að til landræma 10 álna breið og nokkurra milna löng er sokk- in i djúpið. Þetta er sýn, sem manni gleymist aldrei; maður heldur að heimsendir sje í nánd. í nokkrar mínútur verður ógur- legt uppþot, stór fuglasveimur flýgur fram og aftur með kveini og gargi, af því að lireiður þeirra eru borfin. Það er krökt á fljót- inu af slöngum og öðrum skrið- dýrum, sem hafa verið ómökuð i dvala sínum. Effir nokkur augnablik er alt búið. Yfirborð fljótsins verður aftur sljett eins og spegill, — og alt verður dauðahljótt á ný eins og um ekkert liefði verið að ræða. Þjer hafið orðið vitni að „terra cahida“. Það á sjer stundum stað að „cahida“ af þessu tagi gerist við mynni ein- hverrar þverár, og þá getur kom- ið fyrir að landtungan, sem myndast hefir á mótum tveggja fljóta, sje slitin frá meginland- inu og við það skapast svo smá- eyja. Ef þessi eyja er vaxin lág- um trjám, og rætur þeirra eru samvaxnar, þá höfum við sjálf- mj'ndaða, ,,selfmade“ eyju, sem ferðast ein út af fyrir sig margar mílur og ef til vill vikum sam- an, þangað til hún strandar einn góðan veðurdag og festir aftur rætur eða þá liún liðast sundur i þessu ægilega fljóti. Nú höfum við fengið að vita nokkur atriði, sem gera okkur hægara að skilja það sem hjer fer á eftir og fyrir mig kom eitt jólakvöld fyrir mörgum árum. Við höfðum keypt allstóran flota verðmikilla trjábola, sem voru um 4 mílur frá mynni Pary fljótsins. Um tvö þúsund trjá- bolir flutu á vatninu og biðu þess að við kæmum og sæktum þá. — Dag nokkurn í desembermán- uði koniuni við svo til staðarins, þar sem þeir lágu, með flutn- ingagufuskipi og bjTjuðum að ferma. Á hverjum degi meðan jeg var þarna gekk jeg mjer til skemt- únar ásamt skipstjóranum og ameriska skipslækninum. Dag nokkurn — það var rjett fyrir jól — gengum við eftir strönd fljótsins og komum að litlu húsi, þar sem við hvíldum okkur eftir nokkuð langa göngu. Utan á húsinu var stórt skilti, og á það voru máluð orðin:. — „Popre Diabo“ (Fátækur djöf- ull) með þeirri skemtilegu upp- lýsingu að hænsni, egg og skjald- bökur væri þar til sölu. Síðar um daginn sagði eigand- inn okkur, gamall, veðurtekinn innfæddur maður, að fyrir mörg- um árum hefði hann búið, á- samt stórri fjölskyldu, ættingj- um og vinum dálítið lengra upp með fljótinu og liefði náð þeim metorðum að verða höfðingi yf- ir 50 sálum. Fimtán hús með smágörðum fyrir utan, lítil höfn, þar sem nokkrir fiskibátar lágu við akkeri, var ríkið lians, og það var alþekt undir nafninu „Bone jardine" (Góði garður- inn). — Mennirnir veiddu fisk og skjaldbökur, konurnar ræktuðu jörðina og sáu um heimilisstörf- in. Þáð var liamingjusamt lítið þorp, sem lá þarna á vinstri bakka Amazónfljótsins með út- sýni yfir hinn mikla vatnsflöt þess, og langt við sjóndeildar- hring þaðan mátti greina fljóts- bakkann hinumegin, í 12 mílna fjarlægð. Eina nóttina, þannig sagði Piaymundo gamli frá, var „fi- esla“ veisla með musik og dansi í liúsinu hans. Margir gestir voru þar saman komnir í tilefni af því og fólkið i „Bone jardine“ skemti sjer vel eins og það líka verðskuldaði. Raymundo og son- ur hans liöfðu gengið frá í nokkr ar mínútur til að líta eftir dýra- gildru, sem komið liafði verið fyrir í skóginum á hverju kvöldi, svo sem 200 metra frá smá- þorpinu. Það var þessi gildra, sem bjargaði lífi Raymundo, því að meðan liann og sonur hans voru að huga að henni, kom „terra cahida“, og liirti þorpið, íbúa þess, gestina, bátana, — alt týnd- ist. — Þegar hann heyrði gnýinn og viltu neyðarópin, þá vissi hann strax hvað fyrir liafði kom- ið. Snarbrött fljótsströnd, sund- urtætt trje og greinar og gul leðja var alt og sumt sem eftir var af þessu hamingjusama, litla þorpi. Raymundo tókst þó að bjarga lítilli stúlku, frænku sinni, allir aðrir liöfðu farist. Þegar tímar liðu fram hafði hann svo flutt til þessa staðar og eyddi nú síð- ustu æfistundum sínum með því að setja á trjástofni fyrir utan húsið, og stara í heimspekileg- um liugleiðingum út yfir fljótið, sem á svipstundu hafði rænt hann öllu, sem honum liafði þótt vænt um. Við spurðum hann þá að þvi, hvar þessi „cahidas“ væru tíðust, og svaraði liann þvi á þessa leið: Hvar sem vera skal með fljótinu þar sem trjen ná niður í það. Frá bakkanum getur maður mælt 40—50 feta dýpi. Þegar samræðu okkar var lok- ið, gaf hann okkur fjórar tylftir af skjaldbökueggjum — i jóla- eggjaköku og lofaði að senda okkur indæla feita gæs, niður í skip, sem einnig skyldi liafa til jólanna. Við buðum lionum að sjálfsögðu til væntanlegrar mál- líðar, en hann vildi heldur vera lieima — einn um hugsanir sín- ai og söknuð. Við kvöddum hinn alúðlega gestgjafa og gengum svo til skips. Aðfangadagur kom, og við vorum mjög ánægðir að liugsa til þess að ekki voru nema fáir dagar þangað til við gætum lokið við að ferma skipið. Fyrri part dagsins ákváðum við þrir, skipstjórinn, læknirinn og jeg, að við skyldum eiga kyrlátt jólakvöld út af fyrir okk- ur, en ekki um borð. Það var ekkert í það varið að sitja í hinni mollulegu káetu í svita- baði alla nóttina. Nei, við urðum að halda okkar jólanótt undir berum, stjörnubjörtum liimni. Við höfðum þá rjett áður á einni af skemtigöngum okkar fundið yndislegan stað ekki langt í burtu þaðan sem Paryfljótið rennur út í Amazon. Þar var dálítill tangi, og jarð- lagið í skóginum nokkuð lireint. Þar að auki var þar svalara en annarsstaðar, því opið fljótið var til beggja hliða. Við framkvæmdum eins og við höfðum ákveðið. Skipsdreng- urinn vann baki brotnu allan seinni hluta dagsins, hásetarnir báru jólagjafir, luktir, drykkjai- föng og’ matvörur niður að „jóla- heimilinu“ okkar, og um fimm leytið fórum við þangað sjálfir. Þarna var sannarlega góður staður til jólahalds. Tanginn myndaði hornlivassan þríhyrn- Við sátum í kring um jólaborðið. Læknirinn var í: forsœti, þar cð hann var vanaslur að beita hnífnum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.