Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Qupperneq 18

Fálkinn - 17.12.1938, Qupperneq 18
12 F Á L K I N N I. Sænska skáldkonan heimsfræga, Selma Lagerlöf á Márbacka, varð áttræS sunnudaginn 20. f. m., og voru í tilefni af því mikil liátiöa- höld í SviþjóS og henni sýnd hin mestu viröingarmerki, sem sænska þjóSin fær veitt barni sínu. Selma Lagerlöf hefir til skamms tima verið mest lesin rithöfundur á öllum NorSurlöndum, og senni- lega er hún sá erlendra höfundn, er mest hefir verið lesinn og dáður á Islandi. Af stærri verkum hennar hafa verið þýdd á íslensku: Jerusalem, bæði bindin, Helreiðin (Körkarlen), Föðurást (Kejsaren av Portugalien) auk fjölda skemmri sagna. Kunnasta verk hennar, Gösta Berl- ings saga, er út kom 1891, og er hún gat sjer þjóðfrægð fyrir, hefir ekki verið þýdd á íslensku enn sem komið er, enda er það á fárra færi að gera þá þýðingu vel. II. Seima Lagerlöf er fædd á Már- backa í Vermalandi 20. nóvember 1858. Var faðir hennar liðsforingi í hernum. Það bar snemma á mik- illi fróðieiksfýsn hjá Selmu, og las hún alt, er hún komst höndum yfir. ímyndunarafl hennar var mjög sterkt og fór hún ung að yrkja. Það mátti víst oft segja um hana það sama og Bjarni Thorarensen kveður um Odd Hjaltalín, að hún „bjó í skyndi skrípitröll, skjald- meyjar og skóga hugmynda.“ Henni varð erfitt fyrir að fylgjast með í leikjum annara barna og unglinga fyrir það að hún var hölt. Henni var það þung raun og varð fyrir bragðið all einmana. En því sem hún tapaði út á við með því að mega ekki vera i leikjum með jafn- öldrum sínum, vann hún aftur á móti inn á við í meiri lestri en aðrir unglingar. Hún lifði og hrærð- ist með lífi iöngu horfinna persóna og varð henni síðar að þvi mikill gróði sem rithöfundi. Selma stundaði kennaranám i Stokkhólmi á árunum 1882—1885, en varð að því námi loknu kcnnari við kvennaskóla i bænum Lands- króna suður við Eyrarsund. Hún var þar í tíu ár, og þar skrifaði hún Gösta Berlingssaga, sem enginn lesandi hefir orðið ósnortinn af áratugum saman. Þessi saga er um vermlenska prestinn Gösta Berling, glæsimennið, sem hröklaðist frá prestsskap sakir óreglu, en keinst í hóp „kavaljerarnn'* á Ekeby fyrir náð hinnar voldugu raajorsku. Þessi bók er reifuð töfr- um rómantíkurinnar frá upphafi til enda, saga um stórbrotnar persón- ur, saga stórra viðlnirða. Selma var fremur síðþroska sem rithöfundur. Hún byrjaði með því að yrkja kvæði, einkum sonnettur, og fekk nokkrar þeirra prentaðar i tímaritinu „Dagný“, sem kven- rjettindakonan Sophie Adlersparre Selma Lagerlöf áttræð. gaf út í Stokkhólmi. Tímaritið „Ið- unn“ efndi til sagnasamkepni 1890 og í lienni sigraði Selma og vakti fyrst með því á sjer verulega at- hygli. Og fyrir þenna sigur jókst henni mjög kjarkur og trú á sjálfa sig sem rithöfundi, en hún hafði allmjög þorrið þá um skeið, þó að draumur Seimu frá barnæsku hefði altaf verið sá, að ná rithöfundar- frægð. Eftir dvölina í Landskróna flutti Selma til Falun og bjó þar um nokkur ár. Um aldamótin tókst hún á hendur það mikla ferðalag að fara til Landsins helga. Það gerði hún meðfram vegna þess að þá var liún að vinna að einu liöfuðverki sínu, Jerúsalem. Var hún í þessari ferð næstum tvö ár. Eftir heimkom- una festi hún kaup á föðurleifð sinni Márbacka, þar sem hún hefir búið síðan, þó að oft hafi liún verið að heiman eins og ætla má, einkum i Stokkhólmi. Selma Lagerlöf hefir skrifað fjölda bóka auk þeirra, sem hjer hafa ver- ið nefndar. Ein af þeim er liin fræga barnabók Niels Jlolgrersens resa, sem hvert skólabarn í Svíþjóð les. Alt fram á síðustu ár hefir hún verið afkastamikill rithöfundur. Hafa ýms- ar síðari bækur hennar náð miklum vinsældum, þó að ekki standi þær til jafns hinum eidri hvað bókmenta- legt gildi snertir. Selma Lagerlöf hefir hlotið meíri neiðursmerki en nokkur önnur sænsk kona fyr eða siðar. Árið 1909 hlaut hún Nóbelsverðlaunin, fyrst allra Svía, og nokkrum árum síð; r tók hún sæti í Sænska Akademíinu og hefir verið þar síðan sem „einn af átján“. Ilún er eina sænska kon- an, sem ennþá hefur átt þar sæti. En í það komast engir nema úrvals- menn þjóðarinnar. Á Márbacka hefir hún nú dvalið að miklu leyti síðustu árin, því að ferðalög er henni orðið erfitt um, og heilsan tekin að bila. Síðastlið- inn vetur var hún við rúmið. — Márbacka er meir og meir að verða pílagrímsstaður rithöfunda og bókmentaunnenda og heldur eflaust áfram að vera það, þó að „sláttu- maðurinn slingi" vitji ef til vill staðarins innan skamms. III. Margir halda í fávisku sinni að skáld og rithöfundar sjeu það að- eins af guðs náð og um leið að þeir hafi lítið fyrir starfi sinu og verk- um. Þetta komi alt af sjálfu sjer. Vísir til hæfileika er guðs gjöf, en það er á mannanna valdi sjálfra, hvort þeir þjálfa þá eða ekki. Þetta á jafnt við um skáld og rithöfunda sem aðra. í eftirfarandi kafla, sem tekinn er úr bók Selmu: Höst (liaust) lýsir hún vonum sínum og vonbrigðum frá því límabili þegar hún er að brjóta sig áfram, ýmist trúuð eða vantrúuð á köllun sína. Að liún heldur strikinu og gefst ekki upp og það meðfram fyrir hjálp einnar konu fær henni að lok- um siguriaunin. „Það var dimt haustkvöld i Lands- króna árið 1886 aðeins nokkrum vikum fyrir jó). Jeg hafði kveikt á lampanum i herberginu minu, önn- um kafin við að leiðrjetta sænska stíla nemenda minna, þegar jeg heyrði póstinn koma upp tröppurn- ar og stinga brjefum í kassann. Þeg- ar jeg nú vissi að jeg var alein heima, hljóp jeg út í anddyrið til að sækja þau. Eitt af brjefunum var til mín, stórt umslag stimplað í Stokkhólmi. Jeg reif það upp og fór að lesa. — Þegar jeg hafði lesið nokkrar lín- ur fóru hendur mínar að titra og bókstafirnir riðuðu fyrir augunum á mjer. Jeg leit upp úr brjefinu til að jafna mig og augu mín námu staðar við bláu stílabækurnar, sem lágu á víð og dreif um borðið. Jeg safnaði þeim saman í bunka og ýtti þeim eins langt frá mjer og jeg gat. Svo fór jeg að lesa brjefið aftur. Jeg hafði verið kennari í hálft annað ár við kvennaskólann i Lands- króna, og satt að segja leið jeg enga neyð. Jeg hafði áhuga fyrir starfi minu. Það var gott samkomulag milli mín og skólastýrunnar og sam- kennara minna. Jeg kunni vel við mig í smábænum við hið yndisfagra Sund, og fjölskyldan sem jeg dvaldi hjá Ijet sjer svo ant um mig eins og hún ætti í mjer hvert bein. Það sem olli því að jeg var ekki fullkomlega ánægð var innri kvíða- full þrá, sem aldrei ljet mig í friði. Það var eitthvað inni í mjer sem eggjaði mig og brýndi og bann tði mjer að gera mig ánægða með þá tryggu stöðu í lífinu sem jeg hafði þegar fengið. Frá því jeg var á 7. árinu hafði mig dreymt að verða skáldkona, og frá því jeg var á 15. ári hafði jeg skrifað kvæði og vonað, að jeg yrði stórskáld með tímanum. En það hafði nú ekki orðið mikið úr þessu öllu saman. Kvöldið sæla í Landskróna skömmu eftir að jeg var 28 ára var jeg eins langt frá markinu og nokkru sinni. Mjer ligg- ur við að segja að mjer hafi fundist það fjarlægara þá en undanfarin ár. Áður, bæði meðan jeg var uppi í sveit sem kennari yngri systur minn- ar og svo síðar á kvennaskólaárum mínum hafði mjer verið harla auð- velt að koma hugsunum minum í bundið mál. Jeg skrifaði mest sonn- ettur og stutt kvæði, eina sonnetlu gat jeg orkt á nokkrum augnablik- um, sem jeg stal frá leksíulestrin- um. Jeg ímyndaði mjer að vísu ekki að sonnetturnar mínar væru full- komnar, en þær stóðu að minsta kosti alt i einu á pappírnum án nokkrar áreynslu frá minni hlið, alveg eins og þær væru orðnar til án min. Það var hressing ein fyrir mig þegar jeg var þreytt að yrkja þær. Það var mín besta dægrastytting. Á þessum tímum gerði jeg ekki stórar kröfur til sjálfrar mín, heldur leit jeg á öll ritstörfin sem leik einn. Aftur á móti hafði jeg áreiðanlega búist við því að þegar jeg yfirgaf kennaraskólann og liafði meiri tima lil umráða, þá væri fyrst komið hið rjetta augnablik til að skrifa mikið og vel. En þannig hafði það ekki farið, því miður. Þvert á móti var mjer nú orðið erfitt um að yrkja. Nú var jeg marga daga, meira að segja heila viku, að búa til eina sonnettu. Fyrir nokkrum árum hafði jeg fengið hug- myndina að því að skrifa um „Ka- valjerarne“ í gamla Vermalandi. Þá bók ætlaði jeg líka að skrifa í bundnu máli, en verkinu miðaði ekki neitt. Þessi tregða, þessi klaufska olli því, að jeg byrjaði að efast um hæfi- leika mina. Löngunina til að verða rithöfundur hafði jeg ennþá, en vel gat hugsast að hún leiddi mig af- vega. Það sein mestan áhuga minn vakti fyrstu árin min í Landskróna voru mörg þjóðfjelagsmál, sem þá voru ofarlega á baugi. Alt sem viðkom fræðslumálum, friði, bindindisstarfi, kvenrjettindum og fátækrahjálp hreif mig. Jeg átti nokkur óljós áform um það að helga mig kennarastarf- inu og leggja mig alla fram um að skapa fyrirmyndar skóla, þar sem ráðin væri bót á öllum veilunum i uppeldismálum nútímans. Mjer fanst nú samt að það væru svik við mitt fyrra líf sem hafði verið upptekið af þeirri einu ósk að skrifa, en hvað var annað að gera, þegar helst leit út fyrir, að gáfa min stæði ekki í rjettu hlutfalli við ]iað, sem jeg hafði gert mjer von- ir um í þessu efni. Fyr um haustið, eimnitt þegar þessar lamandi hugsanir höfðu ver- ið sem mestar, hafði jeg fengið stutt brjef frá fríherrinnunni Aldersparre Selma JMgerlöf heima á Márbacka.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.