Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Page 19

Fálkinn - 17.12.1938, Page 19
F Á L K I N N 13 Eðalsteinar - stjörnuspeki - hjátrn. (Esselde), sem var forvígiskona sænsku kvenrjettindahreyfingarinn- ar og útgefandi tímaritsins Dagný. Hún sagði nijer i nokkrum línum aS ein af skólasystrum mínum, frú Görli Linder, hefði sýnt henni fjór- ar af sonnettunum inínum og nú bað hún mig um að lofa sjer að sjá nokkrar í viðbót, áður en hún á- kvæði sig að taka þær i Dagný. Jeg komst mjög við af ósk Görli Linders um að hjálpa mjer að koma einhverju á prent, en að öðru leyti fanst mjer ekki þelta brjef neitt uppörfandi. Það var fremur kulda- legur tónn i því, og þó að jeg að sjálfsögðu sendi strax bunka af sonnettum til Stokkhólms, gætti jeg mín vel fyrir því að gera mjer ekki of háar vonir. Það leið ein vika á fætur annari án þess að jeg fengi svar. Nú lá brjefið loksins fyrir augun- um á mjer. Það var svo gott að mjer fanst það hreinasta undur. Esselde skrifaði að hún hefði látið gagnrýn- anda, sem var í miklu áliti lesa sonnetturnar og honum liafi fundist, að margar þeirra uppfyltu þær kröf- ur, sem gerðar væru til góðrar sonn- ettu. Þær væru glæsilegar, frumleg- ar og bæru vott um skarpskygni, að þær líktust iitlum, velgerðum skínandi djásnum og þessvegna ætl- aði hún nú að taka þær i Dagný. Fjórar þær fyrstu komu í næsta hefti. Ennfremur spurði hún hvort jeg hefði ekki skrifað annað en sonnett- ur, og bað mig um að Iofa sjer að sjá önnur kvæði mín. Og að lokiiin ljet liún í ljós ósk um að kynnast mjer persónulega og bauð mjer að koma til Stokkliólms nú um jólin og búa hjá sjer. Þegar jeg hafði lesið þessar þýð- ingarmiklu línur yfir 2—3svar sinn- um, slökti jeg á lampanum, hallaði mjer út af á legubekknum og endur- tók hvað eftir annað, að sonnetturn- ar yrðu prentaðar, að jeg skrifaði glæsilega og að jeg eftir alt sama.i myndi verða rithöfundur.“ Mánuði seinna, rjett eftir nýjárið 1887 fór svo Selma Lagerlöf til Stokkhólms að finna Esselde og held- ur frásögn hennar þar áfram, þar sem fundum þeirra hefir borið sam- an á skrifstofu Esselde i Fjallgatan. „. . . . jeg fekk skipun um að taka upp það sem jeg hafði með mjer af öðrum kvæðum en sonnettum. Það var harla erfitt augnablik. Jeg fór að lesa eitt af kvæðunum mínum, án ])ess að hugsa um annað en að ljúka þvi af sem fyrst, en það leið ekki á löngu áður en Ess- elde rjetti fram höndina og lagði hana yfir blaðið. „Hafið þjer heyrt það hvernig fór fyrir Tegnér þegar hann átti einu sinni að lesa upp kvæði i Sænska Akademíinu. Nei það hafði jeg ekki heyrt. „Það er sagt að þegar hann var byrjaður að lesa, hafi Wallin biskup lagt hönd sína yfir handrit hans, þrifið það og lesið kvæði hans með þrumandi raust. Og þá var það eins og að nýju kvæði, þá fengu hin indælu orð og líkingar lif. Þjer verðið að lesa betur, annars fer jeg að eins og Wallin.“ Þetta var regluleg ofanigjöf, en jeg ljet mjer vel líka að vera borin saman við Tegnér og fór að hlæja. „Tegnér hefir ef til vill orðið hræddur," sagði jeg. „Það getur vel verið,“ tók hún undir, „og hann hefir ef til vill haft ástæðu til þess. En þjer þurfið ekki að vera hræddar við mig; lesið' þjer bara eins og þjer eruð vanar.“ Það leið ekki á löngu áður en jeg naut þeirra töfra sem ávalt gripu mig þegar jeg las eitthvað fyrir Esselde. Á fullkomlega yfirnáttúr- legan hátt, því hún sat alveg þögul og liljóð og lilustaði bara á, bárust hinir sterku samúðarstraumar henn- ar til mín. Mjer hafði aldrei fyr fundist kvæði mín svo falleg, hvert orð fekk hlýrri hljóm, dýpri mein- ingu. Það sem mjer sjálfri hafði jafnvel áður fundist stirt og tilgerð- arlegt varð nú liljómrænt og látlaust. Það var ekki mikið sem jeg liafði að lesa, en mjer virtist að áheyr- andi minn væri ánægður.“ Esselde birti nokkur kvæði eftir Selmu i tímariti sinu, en þau virtust ekki vekja þá eftirtekt, sem hvorki höfundurinn nje útgefandinn gerðu sjer vonir um, og fyrir bragðið fór nú Esselde að hvetja Selmu til að skrifa óbundið mál og fór hún að ráðum hennar. Selma segir svo frá í „Haust“: „Það leið ekki á löngu þangað til Esselde auðsýndi mjer ennþá meiri hjálpsemi. Þegar hún sá, að kvæði mín vöktu ekki hrifningu, brýndi hún mig til að skrifa í óbundnu máli. Hún sagði rnjer hreinskilnis- lega að hún dáðist að sonnettunum mínum, en það væri eins og ein- hverjir fjötrar yfir annari „lyrik“ minni. — Hún var ekki glæsileg, ekki nógu lifandi, í stuttu máli leið- inleg. Jeg ætti að' gera tilraun á sviði frjálsara, óbundins máls. Þar hjelt hún að liæfileikar mínir fengju betur notið sín. Jeg svaraði henni, að óbundið mál mitt væri nú ennþá verra en kvæðin. Og sjálfsagt mest til þess að sanna að svo væri, skrifaði jeg haustið 1887 mína fyrstu smásögu í óbundnu máli og sendi henni liana. Sagan kom um hæl aftur frá Stokkhólmi með þeim uinmælum, sem jeg hef aldrei gleymt síðan. Þau voru á þessa leið: Innihaldið — guðdómlegt! Stíllinn — hræðilegur!“ En upp úr þessum þrengingum fann Selma fyrst sjálfa sig og fór að skrifa Vermalandssöguna: Gösta Berling, og fyrir nokkra kafla úr henni vann hún Iðunarverðlaunin 1890, sem áður er minst á. Miðaldirnar erfðu þá hjátrú eftir fornöldina, að eðalsteinarnir hefðu töframátt. Kaupmenn Gyðinga og Mára komu með þessa steina frá austurlöndum og kendu fólki trúna á undramátt þeirra og steinarnir voru notaðir sem verndargripir gegn göldrum og allskonar sjúkdómum, sem fólk kendi kölska. Eðalsteinarn- ir voru þægilegir verndargripir til þess að hafa á sjer, því að þeir voru svo fyrirferðarlitlir, en vitan- lega voru þeir dýrustu og sjald- gæfustu álirifamestir. En svo stóð ekki á sama hvaða stein liver ein- staklingur bar til verndar sjer. — Steinninn varð að vera í samræmi við lundarfar mannsins og helst átti enginn að hafa notað hann áð- ur, því að steinninn gat hafa rýrn- að að orku við notkun annara. Á miðöldunum var sá dómur upp kveðinn, að eðalsteinarnir væru lif- andi. Demantar spíruðu i jörðinni og náðu fulluin þroska á 3—4 ár- um; eftir það áttu þeir til að verða sjúkir og fölna og missa fegurð sína og jafnvel deyja úr elli! Það er til saga um tvo demanta — annar var karlkyns og hinn kvenkyns — sem eignuðust marga afkomendur, einn á hverju ári! Og bergkrystallinn var úr vatni einu, og aðeins frábrugð- inn venjulegum is að því leyti að hann var harðari. Þá voru menn sannfærðir um að smaragðinn þrosk- aðist á sama hátt og hver annar ávöxtur, fyrst var hann tær eins og vatn en varð svo grænn smámsaman. Scnnunin fyrir þessu var sú, að menn fundu stundum „óþroskaða“ smaragða, sem voru sumpart grænir og sumpart brúnir. Rúbínar og kór- allar voru fullþroskaðir þegar þeir liöfðu fengið rauðan lit. Ástæðan til þess að flestir gimsteinar fundust í austurlöndum var sú, að þar var jarðvegur frjórri og hitinn meiri en í Evrópu. Og ekki var það heldur álirifalaust, að það voru aðrar stjörn ur á himni austurlanda en Evrópu- liimninum! Á miðöldum ríkti sú trú, að skað- leg áhrif frá ýmsum reikistjörnun- um væri hægt að leiða inn i vernd- argripina, svo að maður slippi sjálf- ur. En það var ekki áhlaupaverk að ná sjer í rjettan verndargrip og við það var margs að gæta. Stjörnu- spekingarnir höfðu myndað sjer kerfi um þetta, bygt á reynslu þús- und ára og þóttust geta reiknað út, hvaða steinar ættu best við hvern einstakling. Þannig segir Hiebner von Schneebergk frá ])ví, hvaða sjúkdóma hver einstök pláneta hafi i för með sjer og livaða stein menn eigi að bera á sjer til þess að verj- ast hverjum sjúkdómi fyrir sig. Verði maður veikur vegna andhrifa frá Satúrnúsi á maður að bera blýhring með „viltum og svörtum steinum“ með Satúrnusmerkinu. Þessi hringur var einnig afbragð gegn allskonar göldrum, hann gerði fæðingar þján- ingarlitlar og ef liægt var að komu honum fyrir i herbúðum fjand- mannanna þá var sigurinn yfir þeim vís. Hver pláneta liefir einn eða fleiri steina, sem hafa samhrif með út- geislum hennar og einstaklingurinn á að geta fundið hvaða steinn hon- um hæfir, með því að athuga undir hvaða stjörnumerki hann er fæddur. — Stjörnuspekingar fornaldarinnar töldu árið frá vorjafndægrum, 21. mars og skulu nú rakin stjörnu- merkin og steinar þeirra og byrjað með: HRÚTSMERKINU, 21. mars—21. apr. Gæfusteinn þess er demanturin i. Nafnið er komið frá griska orð- inu „adamas", scm þýðir liinn ó- sigrandi. Demanfurinn er tærastur og harðastur allra gimsteina og á miðöldum töldu menn, að heitt geit- hafrablóð væri það eina, sem gæti unnið bug á þessum steini. Sam- kvæmt indverskum sögnurn sat Buddha undir viskutrjenu i hásæti, sem gert var úr einum einasta demanti. Demantana fundu menn fyrst i Indlandi, sjerstaklega var mikið af þeim í Colcondahjeraðinu. En allir demantar yfir ákveðna stærð (10 karat) voru eign indversku furst- anna lengi vel, og þessvegna þekt- ust stórir demantar ekki utan Ind- lands fyr en á 16. öld. Indverjar trúa, að hvítir demantar færi gæfu, auðæfi og góða vini, gulir demant- ar verji eigandann elli og auðugt fólk í Indlandi stráir sexstrendum demöntum yfir börn sín til þess að gera þau dygðugri. í Arabíu, Persíu og Egyptalandi trúir fólk því enn þann dag í dag, að demantar færi eigandanum gæfu. Deiiianturinn er „kaldastur" allra eðalsteina — kaldur á fjórða stigi — og þessvegna var hann ágætur til þess að draga úr sótthita. Og gegn svefnleysi var hann óbrigðull, eri þá várð að bera hann í gullum- gerð á vinstri handlegg. Gyðingar trúðu, að meðan demantur æðsta prestsins væri tær, þá væri öllu borgið, en ef fólkið syndgaði þá yrði demanturinn dekkri á litinn og sjúk- dómar væru yfirvofandi. Ef hanh varð blóðrauður þá vissi það á, að óvinir yrðu yfirsterkari í stríði. Á miðöldum trúðu mcnn þvi að dem- anturinn væri næmur fyrir synd, þannig misti hann mátt sinn ef eig- andinn drakk sig fullan. Ef einhver vildi komast að livort kona væ i hreinlif, var ekki annar vandinn en að setja demant undir koddann hja henni og þá kom sannleikurinn : ljós. — Demanturinn hafði lilla þýðingu sem meðal við innvortis sjúkdóm- um. Þó notuðu Indverjar demanta- salla við blöðrusteini, og Troels Lund segir frá því, að þegar Cle- mens páfi varð alvarlega veikur árið 1534 þá var reynt að gefa lion- um inn demantasalla. Hann tók á fáum dögum fyrir 12.000 krónur af þessu „lyfi“. Svo sálaðist hann. Hrútsinerkið sainrýmist ekki krabba- og stfeingeitarmerkinu. Þeir sem eru fæddir undir hrútsmerkinu mega þessvegna ekki bera smaragða, perlur eða bergkrystall. Hinsvegar eru safir, turkis og tópas samræmir við hrútsmerkið. NAUTSMERKIÐ, 21. apríl—22. maí. Gæfusteinar þess eru safír og turk- is. Safírinn þótti ágætur verndari gegn illum öndum, göldrum og sjer- staklega gegn eitri og eiturkvikind- um. Hefði maður grun um, að liafa fengið eitrað vin, þá var ekki annar vandinn en að láta safír ofan i glasið. og fór vínið þá að freyða ef það var eitrað. Safirinn var óbrigð- ull gegn kýlapest; þurfti ekki ann- að en snerta líkama hins sjúka með steininum og safnaðist þá alt eitrið i líkamanum að snertistaðnum og sogaðist inn í steininn. Þetta þótti ekki hjátrú heldur er það að finna í bókum frægra vísindamanna. „Við sjáum með eigin augum sterka eig- inleika lijá steininum. Sjáum við ekki segulinn draga að sjer járnið og sjáum við ekki safírana lækna kýlapest. Það væri fásinna að neita slíku,“ segir í Speculum lapidum. Safírinn var líka ágætur við hjarta- og augnsjúkdómum og fengi maður dust í augað þá hvarf það undir eins og maður leit á safír. Frh. á bls. 16. Jón Halldórsson & Co. hí. Skólavörðustíg 6 B. Sími 3107. Smíðum húsgögn við allra hæfi. Bólstruð, póleruð, bónuð og útskorin. — Elsta og stærsta húsgagnavinnustofa landsins.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.