Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Qupperneq 23

Fálkinn - 17.12.1938, Qupperneq 23
F Á L K I N N 17 'C'INN dollar og áttatíu og sjö cent. Það var alt og sumt. Og sextíu centin voru í smáu — skildingar, sem hún hafði prútt- að lijá kaupmanninum og fisk- salanum, og höfðu kostað marg- an kinnroðann og ódjarflegt upp- lit eftirá. Della taldi peningana þrivegis. Einn dollar og átlatíu og sjö cent. Og á morgun voru jólin. Nei, það voru allar bjargir hannaðar nema að fleygja sjer i fjaðrabrotinn legubekksgarm- inn og gráta. Þessvegna gerði Della það. Lífið var bros og tár, en þó einkum tár. Og nú er besl að við svipumst um á lieimilinu meðan húsmóðirin er að brjóta heilann um þenna mikilvæga sannleika. Ibúð með húsgögn- um fyrir átta dollara á viku. Þess flokks ibúð, sem betlarar og snílcjudýr ganga altaf fram- hjá án þess að hringja. í ganginum var brjefakassi, sem aldrei gat tekist að koma brjefi ofan í, og þar var raf- bjölluhnappur, sem engum menskum manni tókst að fram- leiða hljóð með. Og undir þessum lmapp var spjald með nafninu Mr. James Dillingham Young. Meðan hann aflaði þrjátíu doll- ara á viku var „Dillingham“ eins og fljúgandi fáni yfir nafn- inu. Nú voru tekjurnar komnar ofan í tuttugu dollara, enda voru stafirnir í „Dillingham“ niðurlútir og liengdu hausinn. Það liefði verið nóg, þó að ekki hefði staðið nema D. En þegar James Dillingham Young kom heim og inn í stof- una hjet hann bara Jim og var faðmaður af frú James Dilling- ham Young, sem við liöfum kall- að Dellu. Og það er alt saman gott og blessað. Della bældi niður í sjer grát- inn og fór um andlitið með farðaleppnum. Hún stóð út við gluggann og horfði tómlega á gráan kött uppi á gráa rnúrn- um bak við grátt portið. Á morgun voru jólin og hún átti ekki nema einn dollar áttatíu og sjö cent til að kaupa fyrir jóla- gjöfina handa honum Jim. Hún hafði sparað hvern eyri sem hún gat í marga mánuði, en árangurinn hafði ekki orðið meiri en þetta. Tuttugu dollarar á viku sáu skamt. Útgjöldin urðu meiri en hún hafði áætlað. Eins og þau verða altaf. Að- eins einn dollar áttatíu og sjö íyrir gjöfinni handa Jim. Ilon- um Jim henriar. Og eins og hún hafði oft hlakkað til að kaupa Iianda honum verulega fallega jólagjöf! Alt í einu sneri hún sjer að litla speglinum á þilinu. Aug- un ljómuðu, en allur litur hafði horfið úr andlitinu á minna en luttugu sekúndum. í snatiá los- aði hún á sjer hárið og ljet það falla niður i fullri lengd. Það voru tvö húsgoð hjá þeim Dellu og Jim. Annað var gull- úrið, sem Jim hafði erft eftir afa sinn og föður sinn. Hitt var gullna hárið á henni Dellu. Hefði drotningin frá Saba átt heima hinumegin við götuna, skyldi Della liafa hallað sjer úl í gluggann með slegið liárið á hverjum einasta morgni, tii þess að ergja hana og sýna henni, að það er ekki alt fengið í heim- inum með gulli og gimsteinum. Hefði Salomon konungur verið dyravörðurinn í húsinu og haft öll auðæfi sín í hrúgu kringum sig, þá skytdi Jim liafa tekið upp gullúrið sitt í hvert skifti sem hann gekk hjá, til þess að sjá hvernig hinn togaði í skegg sjer af öfund. Og nú flæddi gullnahárið nið- ur yfir lierðarnar á henni eins og logagyltur foss. Það náði of- an á hnje og huldi hana alla. Svo setti hún það upp aftur í flýti og mesta óðagoti. Augna- blik stóð hún eins og i ráða- leysi og þurkaði af sjer tár, en svo snaraði hún sjer í slitnu kápuna sína og setti upp brúna hattinn. Eins og' þjófur skund- aði hún út á götuna, en augu Iiennar tindruðu. IJún nam staðar og las á skilti: „Madame Sofronie. — Allskonar Iiár“. Della smeygði sjer inn og tók andann á lofti. „Viljið þjer kaupa hárið af mjer?“ spurði liún feimin. „Jeg kaupi hár,“ svaraði madame Sofronie. „Takið þjer af yður hattinn og lofið mjer að sjá.“ Hún gerði það og ljet hárið falla. „Tuttugu dollara,“ svaraði konan og vóg liárið í hendi sjer. „Komið þjer með þá, en fljótt," sagði Della. Næstu tveir limarnir liðu eins og' á rósum — afsakið þjer tals- mátann. Hún gekk búð úr búð, til þess að velja gjöf lianda Jim. Loks fann hún það, sem hún var að leita að. Það var eins og þetta væri búið til handa Jim og engum öðrum. Hún hafði ekki sjeð neitt líkt í öllum hin- um búðunum, sem hún hafði komið í, og hafði hún þó víða leitað. Þetta var litil og lagleg úrfesti úr gulli, jafnverðmæt eins og úrið sjálft. Undir eins og hún sá þennan gljáandi skartgrip fann hún að það var einmitt hann og enginn annar, sem Jim átti að fá. Festin var óbrotin og falleg eins og Jim sjálfur. Tuttugu og einn dollara varð hún að borga fyrir og nú flýtti liún sjer heim með átta- tíu og sjö cent í vasanum. Jim inundi verða eins og höfðingi með þessa festi, i hversu göfugu samkvæmi sem hann væri. Þvi að þó að gamla klukkan væri kjörgripur kom það oft fyrir að hann fór í felur með hana, vegna þess að liann hafði gamla leðurreim fyrir festi. Þegar Della var komin heim var eins og sigurvíman rynni af henni og heilbrigð skynsemi og ibugun kæmi í staðinn. Hún náði í liðatöngina sína, kveikti á gasinu og fór að dytta að þvi, sem eftir var af hárinu. Og eft- ir hálftíma hafði hún lileypt því upp og liðað það svo, að hún var eins og strákur. Hún skoðaði sig lengi i speglinum, mjög rannsakandi. — Ef Jim drepur mig ekki áð- ur en hann hefir litið á mig í annað sinn, hugsaði hún, þá heldur hann vist að jeg sje dans-stelpa frá Coney Island. En hvað átti jeg að gera — æ, hvað gat jeg gert við einn dollar og áttatíu og sjö cent? Klukkan sjö sauð á katlinum og steikarpannan stóð sjóð- Iieit á eldinum, tilbúin að taka á móti kótelettunum. Jim kom aldrei of seint. Della tók keðjuna i hönd sjer, lagði liana tvöfalda og tylti sjer á borðbrúnina þeim megin sem vissi að dyrunum, sem hann kom altaf inn um. Svo heyrði hún fótatakið hans niðri i gang- inum og eitt augnablik varð hún náföl í andlitinu. Hún hafði það fyrir vana að biðja hljóð- ar bænir við öll liugsanleg tæki- færi og nú hvíslaði hún: „Guð minn góður, láttu honum nú finnast jeg vera falleg!" Hurðin laukst upp og Jim kom inn. Hann var magur og þreytulegur. Veslingurinn — aðeins tuttugu og tveggja ára og samt orðinn heimilisfaðir. IJann vantaði tilfinnanlega nýj- an frakka og hann liafði enga hanska. — Hann liorfði á Dellu og það kom einhver bjarmi í augun á honum, sem hún gal ekki skilið og sem hún hafði beyg af. Það var ekki reiði og' Frh. á bls. 23.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.