Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 28

Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 28
22 F Á L K I N N víninu og mundi ckki koma aftur fyr en færi að líirta af degi. „En hvað ]>ú erl einkennilega bú- inn núna, jólasveinn. í fyrra varstu i rauðum stakk og með skottluifu og sítt, hvítt skegg — og hvar er pokinn þinn?“ sagði drengurinn á- kafur. Jæja, svo að hann hjelt að hann væri jólasveinn. Andlitsdrættirnir milduðust og urðu raunalegir. „Af hverju svararðu ekki? Ertu að gráta?“ C)g drengurinn færði sig nær — og tók loks í aðra liöndina á honum. „Kanske ert þú fátækur núna, alveg eins og við. Pabbi sagð- ist ekki híafa efni á að kaupa neina gjöf handa mjer, en mamma sendi mjer súkkulaði. Æ, þetta er svo ieið- inlegt. Jeg viidi óska að þú hefðir verið með hvíta skeggið og rauðu skotthúfuna,“ sagði drengurinn og andvarpaði djúpt. Flóttamanninum þótti ilt að þurfa að hryggja drenginn, en sá að hann mátti til að látast vera jólasveinn og sagði því: „Já, vinur minn, jeg er fátækur í ár og varð að selja jólasveinsfötin mín til þcss að geta lifað. Ef jeg bara ætti einhver önn- ur föt en þessi, sem jeg steiid í, þá gæti jeg farið inn í borgina — og fengið mjer atvinnu. Kanske þú eig- ir einhver föt og liatt eða húfu til þess að gefa nijer — þá vona jeg að geta komið hingað um næstu jól i jólasveinsfötunum mínum og haft fallegar gjafir með mjer.‘ „Ja-ál“ Andlit drengsins ijómaði af fögnuði. Þetta var mesta æfintýr. ltauður i kinnum af áhuga greip drengurinn jólakerti og kveikti á þvi. „Komdu þá með mjer upp á loft.“ „Hvert eigum við að fara, seg- irðu?“ spurði flóttamaðurinn hrædd- ur. „Það eru falleg föt uppi á lofti. Flýttu þjer — við skulum sjá hvort þú getur brúkað þau. Það eru fötin hans Jolm frænda. Hann gaf pabba þau þegar hann fór aftur til Amer- íku — J>að eru skelfing falleg föt.“ Þeir fóru báðir upp og þess var skamt að biða, að flóttamaðurinn afklæddist fangabúningnum. Fötin fóru ágætlega og voru mjög nýleg. Svo setti liann upp brúnan hatt, sein Ameríkumaðurinn hafði líka skilið eftir. „Þakka þjer fyrir. Jeg skal aldrei gleyma þjer þessu. Þegar jeg kem í stóru borgina skal jeg kaupa ný föt handa honuin pabba þínum — og dálitla gjöf handa þjer. En jeg verð að fá að vita hvað þú heitir." „Jeg heiti Rolf — pabbi lieitir líka Rolf — Rolf Solbro. En livað heitir þú?“ „Jeg á ekkert nafn — bara númer — númer 1239 — og jeg er jóla- sveinninn, þú manst það. En heyrðu, ]iú verður að geyma fötin mín vel fyrir mig, og ekki segja neinum hvar þau eru. Líttu á, við stingum þeim ofan í stóru kistuna þarna — neðst niður á botn.“ Æ, góði jólasveinn, vertu hjá mjer þangað til pabbi kemur heim.“ „Það get jeg ómögulega, Rolf. Það bíða svo margir eftir mjer, sem jeg þarf endilega að finna. Mjer þótti svo leiðinlegt að liafa ekkert til að gefa þjer, en jeg átti enga peninga til að kaupa gjafir fyrir.“ Undarleg tilfinning greip hann. „Drottinn minn, að jeg hefði lálið þetta ógert,“ andvarpaði hann. En nú Ijómaði bros á andliti Rolfs litla. „Þú getur ekki ferðast ef þú hefir ekki peninga. Jeg skal gefa þjer pen- inga. Jeg fjekk þá hjá John frænda. — og pabbi sagðist skyldu setja þá í bankann fyrir mig. Jeg á fullan sparibauk," sagði hann. „Komdu með mjer, þá skaltu fá hann. Þú verður að taka hann eins og hann er. Jeg get ekki náð peningunum úr honum, ]>vi að hann pabbi hefir litla lykilinn.“ Roberg fjekk grátköklc í hálsinn. Höndin skalf er hann rjetti hana út eftir sparibauknum. Hann var þungur. Ef lil vill voru nokkrar krönur í honum. Það mundi bæta ofurlitið úr skák. Þei! Hvað var þetta? Var einhver að koma? Hann stóð kyr og hlustaði. „Ertu hrædd- ur? Þetta eru bara mýslurnar að leika sjer, segir hann pabbi,‘‘ sagði lilli drengurinn og hló. Boberg setti á sig skóna i flýti og fór til dyranna, með sparibaukinn í vasanum. „Þakka þjer fyrir þetta alt, Rolf litli, og beiddu guð um að varðveita mig, þegar þú lest kvöldbænirnar þínar. Gleðileg jól!“ „Gleðileg jól, og þakka þjer fyrir komuna!“ kallaði drengurinn eftir honum. Tuttugu og fimm ár eru liðin. Og nú er aftur aðfangadagskvöld og stórborgin sveipuð í fallega, hvíta snjóskikkju. Fyrirmannlegur, maður situr í dýrindis bifreið og liorfir á fólksmergðina. Hann dregur vindla- veski upp úr vasanum, tekur upp vindil og kveikir í honum og reyk- ir og Iætur hugann reika. Jólakvöld — aftur einstæðihgslegt jólakvöld — aleinn með endurminningunum. Eitt þótti honum vænt um, að hann hafði getað látið ofurlítið gott af sjer leiða i dag. 500 krónur i jóla- pott Hjálpræðishersins, 500 til barna- hælisins, 500 til sjómannaheimilis- ins og 500 til glaðnings handa föng- unum o. s. frv. Hann var glaður yfir því að vera ríluir og geta hjálpað öðrum. Því að verksmiðjueigandinn vissi hvað það var að vera fátækur. Hann gat aldrei gleymt fyrstu góðu máltíðinni, sem hann hafði fengið eftir að hafa svelt lengi — svelt svo að garnirnar gauluðu. Og vel- gerðarmaður hans hafði ekki látið ]>ar við sitja, heldur falið honum trúnaðarstöðu á skrifstofunni hjá sjer. Og nú var hann eigandi verk- smiðjunnar sjálfur — og ríkur. En þetta höfðu verið erfið ár. Hann var ókvæntur. Aðeins ein kona hafði komið við æfi hans og það var móðir hans. Hann hrökk alt í einu upp úr hugsunum sínum við að bifreiðin vatt sjer út á hlið og staðnæmdist snögglega. „Nú, hvað er að, John?“ kallaði hann lil bifreiðarstjórans. „Það lá við að jeg æki yfir mann á götunni. Hann datt. Jeg er hrædd- ur um. að liann hafi meitt sig.“ „Svo-o? FJýtið þjer yður út. — Hversvegna gættuð þjer ekki betur að?“ „Jeg gat ekki varað mig. Hann kom beint fram fyrir mig. Jeg hamlaði eins og hægt var.“ Þeir fóru báðir út. Maðurinn lá á götunni eins og hann væri dauður. „Berið hann inn í bilinn og akið til varðlæknisins. Nei, annars — biðið þjer við. Það er stutt heim. Við förum með hann heim til mín.“ Bílstjórinn horfði undrandi á hús- bónda sinn. Ætlaði hann að fara með gjörókunnugan, meðvitundar- lausan mann heim til sín? Jæja, ]>að var best að hlýða. Ungi maðurinn rankaði við sjer um ]>að bil er þeir komu að húsdyrunum. „Alt í lagi, John, þjer getið átt frí það sem eftir er dagsins. Akið ]>jer bifreiðinni inn“, sagði verk- smiðjueigandinn. Mennirnir tveir stóðu um stund og horfðu hvor á annan. Veslings maðurinn, hugsaði sá eldri — er hann horfði á unga andlitið fölt og tekið. Hann var afar aumingja- legur. Frakkinn hans var þunnur og skórnir slitnir. En eigi að síður bauð hann af sjer góðan þokka. Meidduð ]>jer yður? Mjer ]>ótti leitt, að bílstjórinn minn skyldi verða til þess að aka á yður. Komið þjer með mjer inn og fáið eitthvað heitt.“ „Jeg — nei, þakka yður fyrir. Það er ekkert að mjer. Mig verkjar bara svolítið i fótinn — en það hverfur bráðum — og —“ „Komið ]>jer inn“, tók verksmiðju- eigandinn fram í. „Jeg er aleinn og - jeg hefi gaman af að kynnast yður. Komið þjer nú inn. Hún jóm- frú Mikkelsen biður eftir okkur með gæsasteikina." Það var eins og vottaði fyrir græðgi í augum unga mannsins. Jæja, því ekki að koma inn. Hann hafði ekki fengið annað en tvo litla kjötsnúða í allan dag. Og hann var einn — lieimilislaus, atvinnulaus og peningalaus. Hann fór inn með húsbóndanum. Þegar þeir höfðu lokið máltíðinni settust þeir við arininn og fengu sjer kaffi og vindil. „Heyrið þjer mig, ungi maður, sem forlögin hafa sent mjer í kvöld. Jeg ætti ekki að vera svo áleitinn að fara að skifta mjer af einka- málum yðar, en — hm — hm — mjer þætti gaman, ef þjer segðuð mjer æfisögu yðar. Var kona með í spil- inu?“ „Já, kona — ágæt kona, hún móð- ir mín.“ Og nú sagði hann æfisögu sína með skjálfandi vörum. „Faðir minn átli jörð rjett fyrir utan borgina. Mamma varð veilc. l’aðir minn liafði vcrið talsvert drykkhneigður alla líð — og hon- um fór síhrakandi og dó loks í brjálæðiskasti. Jörðin var seld og við mamma fluttum inn í borgina. Mainma var prestsdóttir og hafði fengið ágætt uppeldi. Og líka var hún mjög vel að sjer til handanna. Hún heklaði og kniplaði fyrir stóra verslun. Þeg- ar jeg hafði lokið gagnfræðaskól- anum fjekk jeg stöðu hjá verslun- inni, sem mamma vann hjá, fyrst sem sendill en var lofað betri stöðu síðar. Og þegar jeg varð tvítugur varð jeg gjaldkeri í versluninni — og svo — og svo ■—■“ Hann andvarp- aði þungan. „Og hvað svo?“ spurði verksmiðju eigandinn ákafur. Og ungi maðurinn sagði frá erfið- leikum sinum. Kaup hans var ekki mikið, og það var aðeins með ítrasta sparnaði að hann og veik móðir hans gátu dregið fram lífið á ]>ví. Henni fór síhrörnandi og hann varð að leita til læknis. „Móðir yðar verður að fara á heilsuhæli. Hún verður að hafa fullkoinna ró — og njóta hvíldar, án þess að þurfa að hafa nokkrar áhyggjur." — Hvað átti hann að gera? Vegna móður sinnar, einu ma'nneskjunnar, sem honum var ant uin í veröldinni — gerðist hann óheiðarlegur maður. Móðir hans komst á heilsuhæli og fjekk góða aðhlynningu. Hánn sagði móður sinni fyrst að peningarnir til ferðarinnar og heilsuhælisdvalar- innar væru fengnir að láni hjá góðum kunningja. Og hún trúði ]>vi. En síðar fjekk hún að vita sann- leikann. „Jeg veit að þú gerðir þetta vegna hennar móður þinnar. Lofaðu mjer þvi, að þegar þú hefir afplánað hegninguna, þá skulir þú altaf berjasl áfram i heiminum með heiðarlegum meðulum og hreinu hjarta. Og feldu guði alt“. Þetta voru síðustti orð hennar. Hún er dáin. Jeg sagði húsbónda minum hvern ig í öllu lá — lofaði honum að borga peningana til baka — en hann benti á dyrnar með fyrirlitn- ingarsvip: „Þjer getið farið!“ Jeg slapp við hörmungar l'angelsisins, og liefi — „Hvað þekkið þjer til fangelsa?“ spurði verksmiðjustjórinn. „Jeg þekki ofurlítið til þeirra. Þegar jeg var fimm ára hjálpaði jeg fanga, sem hafði strokið sjálft jóla- kvöldið. Jeg hjelt að hann væri jólasveinn.“ „Svo? Hvað heitið þjer?“ spurði hann óðamála. „Rolf Solbro.“ Verksmiðjueigand- inn stóð upp og gekk um gólf. Hann hvesti brúnirnar. „Hvað voruð ]>jer að segja •—• hjálpuðuð þjer fanga til að flýja?“ „Já, jeg hjálpaði honum — og þykir vænt um — þó jeg fengi ær- lega flengingu hjá honum föður mínum daginn eftir, fyrir að hafa gefið fötin — og peningana mína.“ Verksmiðjueigandinn geklc |il unga mannsins og lagði höndina á liöfuð honum. „I kvöld ætla jeg að vera jólasveinninn yðar. Þjer eruð ráðinn sem bóklialdari hjá mjer upp frá þessum degi.“ Andlit mannsins ljómaði af ánægju og hann fór að t skrifborðinu og skrifaði í flýti eitt- hvað í tjekkahefti og fjckk unga manninum, sem var alveg forviða. „Takið þjer við þessu — það er fyrirframgreiðsla. Þetta ber ekki að skilja sem góðgerðasemi eða líkn- arstarfsemi. Jeg er bara að borga gamla skuld, frá löngu liðnu jóla- kvöhli.“ „En — en jeg get ekki tekið við þessu. Þjer ]>ekkið mig ekki neitt.“ „Jú, jeg þekki yður svo vel, að jeg þyrði að taka yður í fjelag við mig ef því væri að skifta. Nú er best að bílstjórinn minn aki yður á gistihús — og svo sjáumst við aftur á 2. nýjársdag. Gleðileg jól.!“ Þegar hurðin lokaðist eftir unga manninum kom einkennilegur gljái á augu verksmiðjueigandans, og roði í kinnarnar. Nú höfðu farið fram hlutverkaskifti. í kvöld cr fangi númer 1239 velgerðarmaður þinn — Rolf litli. ,British Museumc. I'ramh. af hls. 1!). lians, en þeirra afkastamestur varð Lenin. Það er fróÖlegt að skygnast eftir liversu margir lesendur vinna eða hafa unnið undir gerfinöfnum. Það er mögulegt, að maður sem kynnir sig og * ritar undir nafninu Brown eða .Tones, sje merkur rithöfundur eða stjórnmálamaður. Af viss- um ástæðum getur það verið nauðsynlegt, sjerstaklega ef það er fólk, sem vinnur fyrir stjórn- málalega leynilögreglu. Um aldamótin 1900, gal rúss- neskt nafn vakið illan grun. Eng- lendingar tengdu Rússa ósjálf- rátt við nihilisma, vitisvjelar og Síberíuvist. Lenin ákvað þessvegna að ganga undir þýsku nafni. I Miinchen hafði hann verið þektur sem „Mayer“, í London vildi hann vera „Richter“. Lenin var daglegur gestur i lestrar- saliium. Nokkrum mánuðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.