Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Qupperneq 32

Fálkinn - 17.12.1938, Qupperneq 32
26 F Á L K I N N 1 rERA sat á legubekknum og * snökti, en Petrov stóð við gluggann og drap óþolinn fingr- inum á rúðuna. „Nú liöfum við verið gift í þrjú ár, og öll þessi ár hefir þú verið að heiman á jólunum,“ sagði hún snöktandi......„Er þjer alvara, að ætla að láta mig vera eina hjá vandalausu fólki, þessi jólin lika?“ „Póstmeistarinn hefir boðið þjer til sín á aðfangadagskvöld- ið,“ sagði Petrov. „Og þau eru svo einstaklega viðfeldin, póst- meistarahjónin." ,,Jeg kysi nú lieldur að fá að halda jólin með þjer. Við gæt- um gert okkur glaðan dag hjerna heima .... Gætum haft ofurlítið jólatrje út af fyrir okk- ur.“ „Heldurðu kanske ekki að mig langaði til þess lika?“ sagði Petrov önugur. „Það er svo sem ekkert gaman að eiga að aka úti núna, í þessum síberíukulda. En jeg er neyddur til þess Og svo hjelt liann áfram: „Eiginlega var það Osipov sem átti að fara þessa ferð. En hann veiktist og liggur á sjúkra- húsinu .... Og þessvegna verð jeg að taka að mjer að fara með póstinn, sem yngsti maður- inn á pósthúsinu .... Póstmeist- arinn hefir lofað mjer, að jeg skuli fá betri stöðu eftir ný- árið.“ Vera sat um stund og þagði- Petrov starði út um gluggann. En það var svo dimt úti; það eina sem bann gat sjeð var bjarminn úr gluggunum á póst- húsinu, hinu megin við götuna. — Svo sneri hann sjer að Veru: „Jeg er viss um, að þjer líður vel hjá póstmeistaranum, Vera,“ sagði hann. „Jeg verð altal' að liugsa um þig,“ sagði hún kveinandi. „Um þig, sem verður að aka um auðnirnar i þessum kulda, og um skógana, þar sem krökt er af úifum. Og svo getur komið bylur líka .... Manstv; ekki hvernig fór um Egorov í fyrra? Hann lenti í byl .... Og þeir fundu hann ekki fyr en í vor .... hann og ekilinn .... Og svo eru ræningjar i skóginum .... Þeir skutu á póstsleða núna nýlega.“ Hún tók sjer málhvíld og sagði svo biðjandi: „Vasja .... gætirðu ekki sagt að þú sjert veikur. Og þá yrði einhver ann- ar sendur í staðinn þinn “ „Þú skilur sjálf, að mjer er ómögulegt að gera það,“ sagði Petrov óþolinmóður. „Þetta er skylda mín.“ „En þjer finst þú ekki hafa neinar skyldur gagnvart mjer,“ sagði Vera reið. Hann nenti ekki að svara en baðaði bara út hendinni og fór inn i svefnberbergið. Vera fór að gráta. Hún var reið, en jafnframt fann hún, að hún var ósanngjörn gagnvart manni sínum. Og fyrir það var liún enn reiðari. .... Þau kvöddust heldur kuldalega morguninn eftir. Þeg- ar Petrov laut niður til að kyssa hana, sneri Vera andlitinu und- an, svo að varir hans strukust aðeins við kinnina á henni. En þegar hún heyrði fólatak lians ofan stigann, iðraðist hún að- fara sinna. Hún hljóp út að glugganum og leit út. Þarna stóð sleðinn ferðbúinn við póst- húsdyrnar, ekillinn var sestur í sæti sitt og póstmaðurinn var að koma póstpokanum fyrir í sleðanum. Og þarna gekk mað- urinn hennar yfir veginn. Hún opnaði gluggann og kall- aði: „Vasja! Vasja!“ Petrov nam staðar og leit við. Veifaði til hennar. Hana lang- aði til að kalla einliver ástar- orð til lians, en fór hjá sjer vegna ekilsins og póstmannsins. Og þessvegna kallaði hún bara: „Jeg skal hugsa til þín — stöð- ugt! .... Gleðileg jól, Vasja!“ Petrov brosti og veifaði aftur til hennar og fór að sleðanum Settist upp í hann og ekillinn sló í og hestarnir þrír hlupu af stað. Á næsta augnabliki var sleðinn borfinn fyrir horn. Þá greip liana óskiljanlegur kvíði. Henni fanst alt í einu, að einhver ógnaði henni og honum Vasja hennar. Það var eins og liörð hönd tæki um hjartarætur hennar og kreisti að, svo liana verkjaði. Hún reikaði inn í horn- ið og fjell á knje fvrir framan Maríumyndina. „O, góði guð ......... lialtu verndarhendi þinni yfir mann- inum mínum! Láttu hann kom- ast heilan á húfi heim til mín aftur!“ En kvíðinn vildi ekki skilja við hana. Ekillinn sat og raulaði angur- vær óendanlegt lag og snjórinn marraði í sama tón undir sleða- meiðunum. Það var svæfandi. Petrov vafði hlýrri og þykkri gæruskinnskápunni fastar að sjer. „Vera hefir iðrast framkomu sinnar,“ hugsaði hann með sjer. „Enda var hún býsna ósann- gjörn .... Mjer er vorkunn en ekki benni .... Nú verð jeg að aka austur á bóginn í f jóra daga samfleytt og siðan fjóra daga lil baka. Það er ekki einu sinni vist að jeg komist heim aftur fvrir gamlárskvöld.“ Hann syfjaði meir og meir og hugsanir hans urðu þokukendar. „Bara að það skelli ekki á bylur .... Þá getur mjer seink- að .... Líklega fær það kalk- únasteik í jólamat hjá póst- meistaranum. Það er venjan. Nei, það var ekki þetta sem jeg átli að hugsa um .... Bara að það verði ekki bylur .... Það hefir ekki komið bylur ennþá í vetur. Og úlfarnir . . . .‘ Hann ætlaði að þreifa á skammbyssunni en gleymdi því og sofnaði. Þegar hann vaknaði aftur var orðið dimt. Ekillinn sat þegj- andi og var hættur að syngja, en marrið undan meiðunum var eins og áður. Petrov leit upp og í kringum sig, Þeir óku gegnum skóg og trjen stóðu eins og múr á báðar liliðar. Himininn var alsettur ó- teljandi, glitrandi stjörnum og það var orðið miklu kaldara en aður. „Er langt ennþá i næsta á- fangastað?“ spurði hann. Ekillinn sneri sjer aftur. „Er- uð þjer vaknaður, herra Pet- rov?“ sagði liann. „Við komuiri í áfanga eftir sex, eða látum okk- ur segja sjö, tíma. Við erum hálfnaðir núna.“ Ekillinn sneri sjer fram aftur og hottaði á hestana. Petrov náði í vindlingahylkið sitt, kveikti sjer i vindlingi og. rjetti eklinum annan. Það vareinhvern- veginn notalegra að sjá glóra í tvo vindlinga i myrkrinu,

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.