Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Síða 33

Fálkinn - 17.12.1938, Síða 33
F Á L K I N N 27 „Það er, guði sje lof, lítið um úlfinn í ár.“ sagði Petrov. „Já,“ tók ekillinn undir. „Þeir eru úti á mýrunum ennþá. Þeir elta hreindýrin.“ Hann andvarp- aði, hottaði svo aftur á liestana og sagði: „Einu sinni, það munu vera um fimm ár síðan, eltu úlfar mig. Þá ók jeg með Egorov, sem vai’ð úti í hríðinni í fyrra. Það voru áreiðanlega einir tutt- ugu úlfar á eftir okkur. En það var mildin að við höfðum dug- lega hesta og að Egorov kunni að lialda á skammbyssunni. Hann skaut þrjú af kvikindun- um, og' meðan óargadýrin voru að rífa liræin af þeim drepnu i sig gátum við fjarlægst hópinn. Þá var jeg að hugsa um að hætta að verða póstekill. En það fór svo að jeg hjelt áfram. Jeg dugi ekki til annars hvort sem er. Ekki á jeg jörð og ekki kann jeg neitt handverk held- ur ....“ Þeir sátu þegjaudi um hríð. Svo andvarpaði ekillinn aftur og sagði hljóðlega: „Annað kvöld er aðfangadagskvöid .. Þegar kristið fólk heldur jólin erum við á ferð hjer i evði- mörkinni.“ Og þeir þögðu aftur. Pelrov var í þann veginn að sofna þeg- ar ekillinn sagði: „Nú erum við rjett komnir þangað, sem þeir skutu á póstsleðann í liaust." „Hver heldurðu að liafi skot- ið á liann?“ spurði Petrov. „Hver veit .... Vissi maður það, þá mundu þeir sitja i svart- holinu núna. En jeg hugsa að það hafi verið menn frá Kras- noe-þorpinu .... Það er hjerna inni i skóginum. Bráðum kom- um við að veginum, sem ligg- ur upp í þorpið. Jeg hefi einu sinni komið í þetta þorp. Það er iskyggilegt fólk þar .... ein- tómir hófar og ræningjar.“ Þeir óku ofurlítinn spotta enn og komu að krossgötum. Ekill- inn benti til liægri og sagði: „Þetta er vegurinn til Krasnoe!“ Petrov leit í áttina. Og i sama hili heyrðu þeir rödd kalla inni i myrkrinu: „Þarna koma þeir!“ Ekillinn keyrði hestana, sem undanfarið höfðu lötrað í hægð- um sínum. En nú fóru þeir á harða spretti fram veginn. „Heldurðu að þetla sjeu ræn- ingjar?“ spurði Petrov. „Hvað gæti það verið annað en ræningjar?“ hrópaði ekillinn og signdi sig. Og sló í hestana aftur. Petrov leit við. Hann hrökk i keng er hann sá að einhver svört þúst kom á fleygiferð á eftir þeim. Og nú heyrði hann fótatak hestanna þeirra. Hann varð gagntekinn af hræðslu og ætlaði varla að ná andanum. „Hvað á jeg að gera?“ liróp- aði hann. „Skjóta!“ kallaði ekillinn án þess að líta við. Það var örvænt- ing í röddinni. „Kanske verða þeir þá lrræddir. Eða þú drep- ur undan þeim liestana.“ Petrov hnepli frá sjer loð- kápunni og náði í skammbyss- una. Miðaði á þústina fyrir aft- an og skaut tvisvar sinnum .... Honum var svarað með einu .... tveimur skotum. Önnur kúlan fór svo nærri Petrov að hann hevrði hvininn af henni. „Æ, þeir drepa okkur“, hróp- aði hann. „Skjótið!“ vældi ekillinn og keyrði liestana. Petrov stóð upp og miðaði aftur. í sörnu svifum fór sleðinn fyrir bugðu á veginum og' skrik- aði til á snjónum. Petrov misti jafnvægið og þeyttist úl úr sleð- anum. Valt ofan fyrir vegar- brúnina, komst á fætur aftur og flýði inn í skóginn. Hann nam staðar og horfði út á veginn. Annar sleðinn, með ræningjun- um þaut framhjá, en hinn nam staðar. „Annar þeirra hefir hlaupið af hjerna,“ heyrði hann ein- hvern segja. Og nú fór Petrov að hlaupa inn í skóginn. Fyrst nú tók hann eftir að hann hafði mist skanmi- hyssuna um leið og hann datl úl úr sleðanum .... Það var slerkur skari á snjónum, svo að færðin var ljett fyrir fót. En loðkápan hjelt lionum niðri. Hann fleygði henni og hjelt á- fram. Aðeins öðru hvoru er hann steig of nærri trje, kom það fyrir að hann sökk í, en hann reif sig upp aftur og liljóp áfram. En alt í einu kom von- lejrsið yfir hann. „Þetta stoðar ekki liót. Það er úti um mig!“ Hann fleygði sjer undir grenitrje og lá þar kyr um hríð. „Það er best að láta þá finna sig!“ hugsaði hann. „Jeg get ekki hlaupið lengur.“ Hann gægðist milli trjánna. Tveir skuggar færðust nær honum á snjónum. Þeir voru báðir með byssu í höndunum. Nú stað- næmdust þeir báðir, ekki meira eu tiu skref frá honum. „Við skulum bara lofa honum að hlaupa," sagði annar. „Hann kelur til bana, kápulausan .... Það er eins gott að við stönd- um vörð niður við veginn. Og svo skjótum við hann þegar hann kemur aftur.“ „Já, jæja .... Við skulum þá snúa við,“ sagði lnnn. Og þeir sneru við og mvrkrið gleypti þá. En Petrov lá enn um stund undir trjenu og hærði ekki á sjer. Svo skreið hann frain, skjálfandi af kulda. „Hann kelur til bana, kápu- lausan." tautaði hann ósjálf- rátt. IJann stóð þarna og slcim- aði kringum sig og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Og svo tók hann á rás aftur inn í skóginn, burt frá veginum þar sem ó- bótamennirnir biðu hans. Petrov ráfaði um skóginn alla nóttina. Ef hann staðnæmd- ist ofurlitla stund lagðisl kuld- inn lamandi að honum. Hann varð sífelt að vera á hreyfingu. Ilann var kominn að niðurlot- um um það leyti og fór að birta af degi. Hann tíndi saman of- urlítið al' kvistum, braut kal- greinar af greni, kveikti upp eld úr þeim og Iagðist við bálið. Hann varð smámsaman ró- Iegri og' lífslöngunin fór að gera vart við sig. aftur. „Jeg má ekki gefast upp,“ tautaði hann. „Vera bíður mín .... Og jeg er of ungur til að deyja.“ Þegar bálið var útbrunnið stóð hann upp og hjelt áfram. Það fór að liða að Jokum liins stutta vetrardags. Rökkrið lagð- ist eins og þunn slæða yfir skóg- inn. Og slæðan þjettist smátt og smátt og varð ógagnsærri. Um tíma var Petrov að hugsa um að komast niður á veginn aftur, liann gat komist þangað með því að rekja sína eigin slóð. En hann hælti við það. Hann hafði reikað um skóginn í marga klukkutíma, og jafn marga klukkutíma mundi liann verða að komast til baka á veg- inn. Auk þess gat liugsast, að ræningjarnir væru enn á verði þar. Hann reikaði stefnulaust á- fram um skóginn. Á endanum hlyti hann að rekast á eitthvert þorpið. — En hann gekk tima eftir tíma og enn sá hvergi ann- að en skóg. Kviðinn kom yfir hann á ný .... „Þetta verður minn hani,“ stundi hann. Það var orðið al- dimt. Og það gat vel verið, að liann gfengi í sífellu í hring á sömu slóðum. En þá einmitt í sömu svifunum og hann var að því kominn að gefast upp í har- áttunni og ætlaði að leggjast íyrir til þess að híða dauða síns, heyrði liann þungan og hreimsterkan hljóm rjúfa skóg- arkyrðina. Og nú kom nýr hljómur .... og aftur .... og aftur. Það voru kirkjuklukkur að hringja inn jólin. Hann rak upp fagnaðaróp og rann á liljóðið. Og innan skamms var hann kominn úr skóginum út á sljett- an völl og sá glóra i ljós fram- undan sjer .... Hann kom að húsi í útjaðri þorpsins, opnaði hliðið og gekk inn á hlaðið. Ætlaði að fara að bæjardyrunum og berja á, en hætti við af einhverjum ósjálf- ráðum orsökum og fór með fram húsveggnum, skreið þar upp á fönn og gæg'ðisl inn um upplýstan g'lugga. Stóð þar augnablik og starði inn með augun upp á gátt. Fimm menn voru inn í stof- unni. Þrír þeirra sátu við borð- ið, en tveir stóðu hjá. Einn þeirra sem sal var að opna brjef — hvert eftir annað. Petrov sá Iieila liauga af umslögum á gólfinu. Og á borðinu lá bunki af seðlum. Herfang ræningj- anna. Petrov rendi sjer niður af fönninni .... Hann var kominn úr öskunni i eldinn. Þetta var Krasnoe-þorpið, verustaður ræn- ingjanna, sem hann var kom- inn í. Hvað átti liann nú að gera? .... Að fara burt úr þorpinu var það sama og að frjósa í hel; en færi hann ekki mundu ræn- ingjarnir sennilega drepa hann. Hann lieyrði umgang í húsinu, fótatak sem nálgaðist dyrnar. Petrov leit kringum sig og sá von bráðar fylgsni. Hann smokr- aði sjer bak við viðarhlaða, sem stóð við liúsið. Nú heyrði hann að mennirnir komu út. Einn þeirra sagði: „Hvað eigum við að gera við póstsleðann og hestana? Ekki getum við haldið þeim . . Hugsum okkur að rannsókn fari fram hjer . .. .“ „Það er best að þú spennir hestana fvrir sleðann og farir með þá niður á veginn .... Svo slærðu i þá og þá hlaupa þeir lieim til sín.“ „Já, það verður hesta ráðið,“ svaraði hinn. Petrov sá að fjórir menn gengu fram hjá fylgsni hans. Sá fimti ldjóp af dyraþrepinu áleiðis út í hesthúsið, Petrov nötraði af kulda þarna sem hann beið. Hann vissi ekki sjálfur eftir hverju hann var að híða. Hann heyrði að hestarnir hneggjuðu og sá að póstsleðan- mn var ekið upp að dyrunum. Maðurinn hoppaði út úr sleð- anum. „Marfa! Heyrðu, Marfa!“ kall- aði liann. En enginn svaraði honum og liann gekk tautandi inn í húsið. Pelrov hljóp fram hugsunar- laust, flevgði sjer ofan í sleð- ann og dró skinnfeldinn yfir sig. Og að vörmu spori heyrði hann að maðurinn kom aftur og lieyrði að hann kallaði: „Mai'fa, þú verður að tina saman öll umslögin og brenna þeim. Ef jeg sje eitt einasta um- slag eftir, þá skal jeg brenna þig lifandi.“ Svo setlist liann upp i sleðann og ók af stað. Petrov hærði ekki á sjer, þorði varla að draga andann. Eftir svo sem klukkutíma akstur stað- næmdist sleðinn. Petrov heyrði að maðurinn steig út og sló í hestana .... Og þegar liann gægðist undan feldinum skömmu síðar var enginn maður í ekils- sætinu og enginn á veginum. Uudir kvöld daginn eftir ók Frarnh. á næstn síðn.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.