Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Síða 34

Fálkinn - 17.12.1938, Síða 34
28 F Á L Ií I N N Rím-Lalli og Æfintýri. — Skárra er það nú aðfangadags- kvöldið! Lálli stóð í bæjardyrunum og andvarpaði, þegar hann sá snjó- inn koma í flyksum neðan frá sjó og þeytast í rokum fyrir bæjar- kambinn og upp í sund. Það var eins og það kæmu aldrei almenni- leg jól núna — ekki eins og jólin voru meðan hann pabbi lifði. Jæja, reyndar hafði hann afi nú dregið ýinislegt að úr kaupstaðnum og svo liafði verið skorinn kálfur í fyrra- dag, og mamma hafði soðið hangi- ket og steikt og bakað, og systur hans höfðu verið á eilífum þönum, ákaflega íbyggnar og merkilegar. Jú, eiginlega hafði nú margt verið gert fyrir jólin — en ekki eins og þá. . . . „Einu sinni var annað þó, áður en pabbi fórst í sjó“, tautaði Lalli. Honum var svo tamt að tala i ljóðum, að fólk var farið að kalla liann Rím-Lalla. Alt í einu lieyrði hann fallegan hljóm, sem hann kannaðist við, handan yfir ásinn, þar sem þorpið var. Hljóðið kom skrykkjótt og heyrðist illa, því að vindhviðurnar utan af sjónum komu á móti. Hljóð- ið var frá kirkjuklukkunum í Galtar- vik. Það var verið að hringja inn jólin. Rím-Lalli sneri sjer við í dyrun- um til þess að fara inn. Það sá að- eins votta ofur lítið fyrir dagsbirt- unni í vestri, og honum varð kalt að standa þarna í nepjunni i bæjar- dyrunum. Hann sópaði af sjer s'njó- inn og fór inn i s'tofu. Nei, sjáum til! Systurnar voru þá búnar að kveikja á kertunum á jólatrjenu, sem hann hafði fengið. Það glitraði á stóra stjörnu á toppinum — það var stjarnan, sem liann pabbi lians hafði komið með einu sinni, þegar þegar hann fór til Reykjavikur. — Gleðileg jól! mamma, kallaði hann fram i eldhúsið, en þar stóð móðir lians yfir pottum og pönnum. Hún óskaði þess sama og bað hann um að setjast við borðið hjá hon- NEMESIS. Petrov að itósthúsdyrunum í Mesan. Póstmennirnir komu for- viða út, sjálfur póstmeistarinn kom á eftir þeim .... Og þarna kom Vera líka lilaupandi yfir götuna. En viku síðar óku fjórir sleð- ar um götuna í Mesan, áleiðis til lijeraðsstjórabæjarins. I sleð- um þessum sat tylft af lögreglu- mönnum og fimm ræningjar. í aftasta sleðanum lá póst- ekillinn. Hann hreyfðist ekki en liorfði án afláts upp í himininn. Það var gat á enninu á honum. Eftir berdan-kúlu. j ólas veinamir. um afa sínum, því að nú kæmi mat- urinn undir eins. Það var ekki amalegt að fá jóla- matinn! Afi las borðbæn og mintist pabba — mamma varð svo vot um augun, að Rím-Lalli starði ofan í grautardiskinn sinn. Hann kunni ekki við að sjá hana svona. Þetta var þung stund, en Lalli vissi, að það átti að vera svona. En svo brosti mamma til hans og sagði: — Þú mátt ekki vera svo gráðug- ur í matinn, að þú gleymir að ríma, Lalli. Það er svo langt síðan jeg diska af jólabrauði. Mikið Ijómandi var það gott. „Sælgætið hreina er sætt kaffi og kleina,“ sagði Rím-Lalli með fullan munn- inn af kleinum. Jæja, þau sátu nú lengi yfir góð- gerðunum og töluðu um daginn og veginn. Rím-Lalli hafði dregið svo mikið á bátinn, að honum var orðið bumbult. Hann geispaði og teygði úr sjer. Það var svo skrítið þetta -—• maður varð altaf svo Jireyttur eftir jólamatinn, að þegar jólakvöldið loksins kom —---------. En hvað var liefi heyrt þig tala i hendingum núna! „Jeg ríma ljettast er maginn mettast", svaraði Rím-Lalli og jiá hlóu allir og svo var haldið áfram að snæða. Jú, Jiað var margt gotl á borðinn. Kanske ekki alveg eins gott og í gamla daga, en samt. . . . Eftir matinn fóru Jieir að tala saman, hann afi og Rim-Lalli, alveg eins og Lalli væri fullorðinn mað- ur. Afi hafði kveikt í pípunni sinni, sem hann snerti aldrei nema á jól- unum og páskunum, og tóbaksreyk- urinn smaug milli greinanna á jóla- trjenu og ljósin blöktu. Litlu syst- urnar höfðu búið sjer til ofurlitla rauða jólasveina úr ullargarns-af- göngum, og þeir dingluðu í bandi á jólatrjenu og það var alveg eins og Jieir væru að tala saman. — Heyrðu afi, sagði Rím-Lalli alt í einu. — Hefir þú nokkurntíma sjeð jólasvein? Afi brosti í kampinn. —Mja-á! segir hann. Jeg skal ekki segja að jeg hafi sjeð Jiá, en jeg veit að þeir eru til. Og jeg er viss um, að Jieir eru að halda jólin núna, alveg eins og við. Mamma kom inn með kaffið og litlu systurnar koinu inn með kúfaða nú þetta? Litlu jólasveinarnir á trjenu voru farnir að klifra upp og niður greinarnar, sem Jieir höfðu setið á. Og svo hoppuðu Jieir ofan á gólf, hver eftir annan og hlupu á dyr. Rím-Lalli njeri á sjer augun. Sá síðasti af þeim, ofurlítill aftur- kreystingur í gráum jakka og rauð- um brókum, kipti i buxurnar á Lalla um leið og hann stökk hjá og sagði: — Viltu koma á jólasveinadans, Rím-Lalli? Jú, auðvitað vildi Rím-Lalli það, en hvar ætluðu lieir að dansa? — Komdu bara, sagði jólasveinn- inn og svo fóru þeir. Lalli elti þá út á hlað og upp túngötuna að gömlu lambhúshlöðunni, sem nú var fyrir löngu hætt að nota. Þeir lieyrðu hróp og köll og hlátra frá hlöðunni langar leiðir og þegar Jieir höfðu smokrað sjer inn um rifu á framþilinu sá Lalli skrítna sjón. Þarna var langt borð i hlöð- unni og alt í kring um það sátu jólasveinar og voru að háma í sig graut úr stórum trjeskálum. Úti i einu horninu stóð einliver og sarg- aði ó fiðlu og barði taktinn með löppinni. Allstaðar voru jólasveinar, bátt og lágt, á sýrutunnum kringum borðið, uppi á borðinu og undir borðinu. Suinir dönsuðu, sumir sungu, sumir átu og sumir drukku. Þarna var alt í ferð og fhigi og Rím-Lalli slóð eins og steini lost- inn og, horfði ó. Nú kom einn af jólasveinunum til hans. Hann var stærri en hinir og var með langl, hvítt slcegg. — Jeg, er nú sjálfur jólasveinninn, sagði hann. — Það var gaman, að þú skyldir vilja halda jólin með okkur, Rim-Lalli. Nú skaltu jeta, drekka og dansa eins og Jiú vilt og skemta þjer með okkur. Hann rjetti fram mjaðarglas og Rím-Lalli drakk úr Jiví, og svo fór liann að skemta sjer eins og hinir. Mikið var það gaman! Rím-Lalli gat ekki munað, að hann hefði skemt sjer eins vel á æfi sinni. Tíminn flaug áfram og nóttin leið. Nú kom gamli jóla- sveinninn til hans aftur og sagði: — Það er venja, að við gefum gestunum okkar dálitla gjöf. Nú ætla jeg að gefa Jijer þennan gull- hnapp og þú verður að geyma hann vel og fara varlega með hann, því að hann faðir þinn befir átt hann. Rím-Lalli stóð og glápti. Þetta var skyrtulinappur úr gulli, sem faðir hans hafði átt. Hann Jiekti hann aftur. Pabbi hafði altaf notað hann ]iegar hann var í spariföt- unum. „Hnappinn skal jeg geyma i hirslu minni heima, —“ sagði hann og ætlaði að halda áfram að liakka, en í sama bili heyrði hann hljóm, sem liann kannaðisl við: Gling-gling-gló! Gling-gling-gló! Kirkjuklukkurnar! Og nú voru allir jólasveinarnir ó bak og burt. Einhver strauk honum um hárið. Kirkjuklukkurnar hringdu enn — gling-gling-gló! Hann leit kringum sig — hann var ekki í gömlu hlöð- unni heldur sat hann i rúminu sínu. Og móðir lians stóð yfir lionum. — Nú verðurðu að koma á fætur, Lalli minn, sagði hún. — Þú veist að við verðum að fara í kirkju á sjálfan jóladaginn. Rím-Lalli stóð upp hálfruglaður. „Hlaðan farin, hjer sit jeg einn, hnappinn þakka jeg, jólasveinn?-1 sagði hann. Mainma lians liló: — Þú ættir lieldur að Jiakka mjer, sagði hún, en þú varst nærri því sofnaður i gærkvöldi Jiegar jeg gaf Jijer gullhnappinn hans pabba Jiíns. Nú er best að þú setjir hann i skyrtuna þína áður en þú ferð til kirkju. Rim-Lalli sagði ekki meira. En þegar hann kom inn í stofuna gal hann ekki að sjer gerl að athuga jólatrjeð. Þarna hjengu allir jóla- sveinarnir á greinunum — en hon- um sýndist þeir vera moðuöir úr hlöðunni. „Þetta var skritið, það finst mjer, Jiað afi sagði hárrjett er!“ tautaði Rím-Lalli.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.