Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Side 37

Fálkinn - 17.12.1938, Side 37
F Á L K I N N 31 Gátur. Shirley Temple. Nú er hún Shirley Temule farin að greiða sjer ööruvísi en hún hefir gert áður, svo að líklega þurfið þið að sjá hvernig hún hefir hárið, telp- ur. Það er að yísu ekki hún sjálf, sem hefir ráðið þessu, og líklega hefir hana langað mest að ganga með liðuðu lokkana niður á axlir eins og áður. En Shirley verður einu ári eldri á hverju ári, alveg eins og önnur börn og nú hefir kvik- myndafjelagið sem hún vinnur hjá ákveðið að hún eigi að leika full- orðinslegri lilutverk en áður, og þess- vegna verður hún að breyta á sjer hárgreiðslunni. í siðustu myndinni Ijek hún telpu í skóla, og nú var hárið breytt. Nú skal jeg segja ykkur annað um hana Shirley, sem þið vitið ekki. í síðustu myndunum sínum hefir hún attaf leikið með — gervitennur! Því að hún hefir mist barnatennurnar alveg eins og önnur börn, en kvik- myndafjelagið vill ekki láta sjást að hún sje tannfellingur! Ameríkumenn telja víst, að Shir- ley verði jafn mikill leikari og hún hefir Verið, þó að hún vaxi upp, og spá því, að árið 1945 verði hún besta leikkohan í heiminum. En Shirley gerir sjer engan áhyggjur útaf fram- tiðinni enda þarf hún þess ekki með, þvi að hún græðir tvær miljón krónur á ári. Amerískur blaðamaður heimsótti nýlega Shirley í Hollywood. Hann sagði á eftir, að Shirley væri alveg eins og aðrar telpur á hennar aldri. Hún var einstaklega alúðleg og blátt áfram og virtist ekki hafa hugmynd um, að hún væri heimsfræg. „Ef hún á annað borð hefir hugmynd um j)að, þá hlýtur hún að vera mesta leikkona í heimi,“ sagði blaða maðurinn. Leitin að fjársjóðnum. Það er best að J)ið farið til for- eldra ykkar og biðjið þau um leyfi áður en þið byrjið á j)essum leik. Þið munuð sjá ástæðuna til l)ess síðar. Einn i hópnum er „leikstjóri“ og skaðar ekki að j)að sje fullorðin manneskja. Leikstjórinn dreifir seðl- um með númerum um húsið, einum í dagstofunni, öðrum í borðstofunni, j)riðja í eldliúsinu, fjórða i gang- inum, fimta í svefnherberginu og svo framvegis. Leitin að fjársjóðn- um byrjar svo í dagstofunni. Nú eiga þátttakendurnir að keppast um að finna seðlana i rjettri númeraröð. Á fyrsta seðlinum stendur hvar nr. 2 sje geymdur og á nr. 3 stendur í hvaða stofu nr. 3 sje, o. s. frv. Skémtilegast er að skrifa upplýsing- arnar á seðlana með tviræðum orð- um. Á siðasta seðlinum stendur hvar sjálfur fjársjóðurinn sje fólginn — það getur verið böggull með góðgæti handa þátttakendunum eða einhver gjöf til finnandans. Rey.nið jtennan leik. 1. Hvaða mannsnafn, úr 8 bók- stöfum og 4 samstöfum hefir sama hljóðstafinn fjórum sinnum? 2. Hvaða mannsnafn, úr 8 bók- stöfum og tveimur samstöfum hefir sama samhljóðandann fjórum sinn- um? 3. Hvaða íslenskt grjót verður að mæðu ef fremsti bókstafurinn er tek- inn framan af heitinu? 4. Hverskonar ull verður að kven- heiti, ef stafur er feldur framan af? 5. Hverskonar sjávardýr verður að fugli ef stafur fellur framan af nafninu. 6. Hvaða land verður að matskeið ef eina hljóðstafnum í nafninu er breytt á vissan hátt? 7. Jeg á heima í búrinu en ef jeg missi tvo stafi framan af mjer á jeg neima í baöstofunni. 8. Jeg er talin heimsk, en ef jeg skeyti essi framan við mig verð jeg greind. 9. Hvaða korntegund breytir ekki um nafn — nema hvað flytja þarf eina kommu — þó að nafnið sje lesið aftur á bak? 10. Hvaða mjel er j)að, sem sum dýr leggja sjer til munns en kingja aldrei? 11. Hvaða ílát verður að stúlku, ef fremsti stafurinn fellur af því? 12. Hvaða skepna verður að ríki- dæmi ef fremsti stafuririn fellur burt ? ■jnguy— jngnes 'Zl ‘t:uuy — mun;>i 'll ‘[afuuiJBf -ot ‘Jngiu — jngny •6 ‘já)[s — Jý>i -g ‘jm[)[0[i — jn ->[)[oj[s •£ ‘uupds —r uuBd£ •() ‘jnjey — ju[Bah 'S ‘BSy — BS?JL 'f ‘unej — unBJH 'E ‘[[3í1IÍ«H 'Z ‘Jðsauaqg-) : JBgUIUgBJI Faðir: ■— Hvernig stendur á þvi, að þú kemur og vekur mig, drengur, mitt í miðdegisblundinum mínum? Sonur: — Mig langaði svo til að blása í nýja lúðurinn minn, og hún inamma sagði, að jeg mætti ekki gera J)að meðan þú svæfir. Nöttin fyrir aðfangadag. Hver ratar um jólatréð? Byrjið neðst á stofninum á trjenu og fetið ykkur áfram að toppinum. Hver ratar best? ujgæq iH 'z 'JU gaA gijBH iSuiuqbh Einfaldur huglestur. Ef að þið viljið sýna töfrabrögð um jólin þá er j)að næsta nauðsyn- legt að þið liafið huglestur á skemti- slcránni. Hjerna er eitt dæmi, sem flestir botna ekkert í, en mjög auð- velt að gera og þarf enga æfingu. Töframaðurinn sýnir eitt spil og lætur síðan stokka spilin vandlega og setur svo öll spilin í hylkið og heldur því síðan upp að enninu, eins og sýnt er á myndinni. Nú nefnir töframaðurinn nafnið á fyrsta spilinu í bunkanum, dregur j)að upp úr liylkinu og sýnir jiað — og heldur síðan áfram með næsta spil, ef einhver óskar j)ess. Allir eru forviða á. Það gerir ekkert til l)ó að töframaðurinn sje látinn stokka spilin i miðju kafi, hann getur haklið áfram að segja til spil- anna eftir sem áður. Allur gald- urinn er sá, að gat er skorið á spilahylkið við annað hornið að neðariverðu og þar sjer töframaður- inn altaf hvaða spil liggur fremst. Og ef maður þarf að sýna áhorf- endunum hylkið ])á gætir maður j)ess að hafa góminn á þumalfingr- inum altaf yfir gatinu, svo að eng- inn taki eftir því. — Er gaman að ríða á linjenu á honum frænda? —- Nei, jeg vil heldur ríða reglu- legum fil. . . . Reynið að gera þessa mynd af að mála liana, annaðhvort með jólasveininum sem er að hella úr vatnslitum eða litblýöntum. pokanum sinum, fallegri með þvi ------~ Drekkiö E g i I s - ö I

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.