Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Page 40

Fálkinn - 17.12.1938, Page 40
34 FALKINN Lögregluþjónninn: Viljið þjer ekki gera svo vel að nema staðar, þegar vörður lag- anna býður yðnr það? Ungfrúin: Þakka yður hjartanlega, herra lögregluþjónn. Þetta var fallega gert. Stóri: Góðan daginn, herra lögreglu- þjónn, það hlýtur að vera leiðinlegt að hanga svona allan daginn. Þjer þurfið að hressa yður upp. Gerið þjer svo vel, jeg læt smávindil i brjóstvasan yðar. Lögregluþjónninn: Hum, látið þjer það nú vera. Lilli: Er sem mjer sýnist vindill, jeg skal nú bara stinga honum á mig, nú held jeg sá langi öfundi mig. Það verður gaman að sjá hann iða í bjórnum af gremju, en því skyldi hann altaf eiga að totta vindlana. Stóri: Þetta var ljóti andstygðar hroka- gikkurinn — en hvað er það sem jeg sje, maður á altaf að launa ilt með góðu. Jeg ætla að kaupa Havanavindil handa honum. Sá verður kátur. Lögregluþjónninn: Hum, hann kann eng- an snefil af mannasiðum. Þetta lield jeg sje nú vindill í lagi, linur eins og úr ull. En maður getur vel verið þektur fyrir að gefa hann. Litli: Nú skaitu sjá vindilinn sem jeg fann i glugganum hjá bakaranum, þegar jeg var að kaupa bollurnar. Slóri: Já, hann er svei mjer girnilegur. Heldurðu að þú þolir svona stóran og sterkan vindil? Þú verður veikur. Stóri: Það er þó notalegt að fá svona góðan vindil eftir matinn Litli: Já, það er það eflaust, jeg vildi bara óska að hann springi, þá skyldi mjer vera skemt. En sá rokna hvellurl Sióri: Hann lítur vel út, og hann er einn af þeim sterkustu, sem þið hafið. Skeggi: Já, það skuluð þjer reiða yður á. Þjer fáið ekki annan sterkari. Lögregluþjónninn: Góðan dag, gamli vinur, þú hefir altaf verið svo elskulegur að gefa mjer rjómakökur, þegar jeg er „á vakt“, nú langar mig að endurgjalda það. Gerðu svo vel, vinur, hjer er vindill handa þjer. Bakarinn: Þakka þjer innilega. Stóri: Þú verður að láta mig hafa hann, jeg er svo vanur að reykja stóra vindla. Litli: Það var nú ekki meining mín, getum við þá ekki skift honum í tvent? Stóri Það er ekki hægt að skifla vindli, hann verður þá alveg ónýtur. Litli: 0g hann gerði það þá. Já, þarna geturðu sjeð, það hefnir sín að stríða mjer svona, og liefndin er ekki aðeins 'sæt lieldur heit. Stóri: Hum, já —- jeg skil þetta ekki. Mjer finst þetta hræðilega ranglátt af forlögunum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.