Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Síða 42

Fálkinn - 17.12.1938, Síða 42
36 F Á L K I N N l lll §pil. Þó að spil sjeu ekki af íslenzk- uin uppruna, þá hefir þó spila- menska verið ein aðalskemtun íslendinga öldum saman og verð- ur það án efa á komandi tímum. Á 17. öld er farið að tala um spil lijer á landi og jafnvel fyr og tíðkuðust þau meir og meir fram á þessa öld, að önnur dægra stytting fer að keppa við þau. Og víst er það að spilamenska til sveita að minsta kosti hefur dvín- að mjög síðustu árin. Mun jafn- vel Úvarpið hafa átt nokkurn þátt í því, en meira þó hin mikla fólksfæð, sem þar er nú víðast hvar. Spilin sem gamla fólkið, afar okkar og ömmur, spiluðu mest, svo sem alkort, treikort, hjóna- sæng, hundur o. fl. eru nú liorf- in, en önnur komin í staðinn svo sem whist, bridge o. fl. Margur mundi nú hafa af því nokkurt gaman um jólin, að kynnast þeim spilum, er áður voru mest spiluð. Og birtir því blaðið lijer smáþætti um einstök spil úr íslenskum skemtunum Ölafs Davíðssonar: I1 jögra manna alkort. Fyrst og fremst eru tíurnar og fimmin tekin úr spilunum. Spila- röðin er mjög frábrugðin í al- korti, því sem vant er. Tígulkóng urinn er hæstur. Þá lijartatvist- urinn. Þá laufaf jarkinn. Þá' spaðaáttan. Þá hjartanían. Þá tígulnían. Þá ásarnir. Þá gosarn- ir. Þá póstarnir (sexin). Þá átturn ar, nema spaðaáttan. Hin spilin eru öll blóðónýt hrök, sem ekkert gildi hafa, þó svo að sá á slaginn sem slær hraki út, ef hin þrjú spilin eru jafnónýt. Þess má geta, að þó hrökin sjeu öll jafnónýt í raun rjettri, þá eru þó kóngur og drotning örgust þeirra allra, og má drepa kónginn með tvist, en drotninguna með tvist og þrist, þcgar þeim kóngi og drotn- ingu er slegið út, og ekkert spil, sem hefir gildi, er gefið í þau. Til þess bendir vísuhelmingur nokkur: Kóngur í veltu kostar tvist, kemst drotningin af með þrist. Til er vísa eða visupartur um spilaröðina i alkorti og er á þessa leið. Tígulkóngurinn kæri kominn vildi jeg væri, lagður í lófa mjer; alt að óskum gengi ef jeg tvistinn fengi og fjarkinn fylgdi með. Besefarnir (sjöin) eru bæði hæstir spilanna og lægstir. Ef þeim er slegið út þá getur ekkert spil drepið þá, en það má enginn gjöra fyr en hann hefir fengið slag. Aftur eru þeir alveg ónýtir þegar þeir eru gefnir í spil, og er það því hin mesta skapraun, að fá besefa, en ekkert hátt spil með þeim, eða móðurlausan be- sefa eins og sagt er. Mörg spil hafa sérstakt nafn í alkorti, og er þá fyrst að telja laufafjarkann, sem venjulega er kallaður lauffjórir. Spaðaáttan ei kölluð spaðaáttur. Hjartanían og tígultían eru líka nefndar í fleirtölu og er hjartanían kölluð feitu níurnar en tígullinn mögru mur eða þær þunnu. Fjórir menn spila, eins og nafn ið ber með sjer, og er venjuleg- ast, að þeir dragi sig saman, eða láti spilin ráða hverjir saman eigi að vera. Því næst er dregið, eins lög gera ráð fyrir, og er þá sælst til að setja á passann, eða að sjá svo til, að eitthvað gott spil sem fróðlegt er að vita liver fær, verði neðst við stokkunina. Gjafarinn gefur þá þann lduta spilanna sjer í lagi, sem dreginn var, og á þannig liægt með að sjá, hvar neðsta spilið lendir. Eins er venja að sá sem dregur skoði á passann, eða gæti að neðsta spilinu, sem liann dró. Margir banna þó stranglega, að st tja eða skoða á passann í al- korti. Því næst eru hverjum manni gefin níu spil. Gjafarinn flettir oft upp efsta spilinu í fyrsta slagnum, hjá öllum sem spila, og er þá jafnframt haft að orði, að sá eigi barn í vonum, sem fái bezta spilið. Spil þau sem verða eftir, þegar búið er að gefa, eru lögð á grúfu á borðið, sem spilað er á, og nefnd ,stokkur. í honum eru 8 spil, eftir því sem áður er sagt. Enginn má sjá hann. Nú hafa sumir þann sið, að ef ein- hver spilamanna er ekki fríðu- fær, sem kallað er, eða hefir ekki svo hátt spil á hendi, að hann geti drepið óvalda áttu, þá megi hann fleygja sínum spil- um, nema einu, og taka stokkinn í staðinn fyrir hin 8. Til þessa bendir vísuhelmingurinn: Jeg er ekki fríðufær fáið þið mjer stokkinn. Nú slær sá út, sem er í for- hönd, eins og lög gera ráð fyrir, og vinna þeir spilið, sem fá 5 slagi, en ef forliandarmaðurinn og sá sem er á móti honum fá 5 slagi, áður en hinir fá nokk- urn slag, þá múka þeir eða gera hina múk. Það kvað heita meist- aramúkur, þegar forhandarmað- urinn hefir tígulkóng og fjóra ása, aðrir segja besefa, og virðist það vera eðlilegra. Þegar for- handarmaðurinn hefir fengið heim þrjá slagi, segir hann oft við þann sem er móti lionum: „Nú er jeg búinn að gera strák- inn; þú átt að gera stelpuna“, en það eru þeir tveir slagir, sem vantar á múkinn. Ef forliandar- maðurinn hefir mjög góð spil, þá kemur til greina að leggja múkinn upp, eða leggja fram á borðið 5 ótakandi spil og má sá, sem er móti honum, bæta við, ef liann vantar upp á múkinn, enda fara þeir nærri hvor um annars liákalla, ef þeir hafa sjeð kallinn hvor hjá öðrum. Það er að vísu glæsilegast að leggja rnúkinn upp, en það er sá hæng- ur á, að þá mega þeir ekki fá stroku, þó þeir hafi spil til þess. Strokan er fólgin i því, að fá 6, 7 eða 8 slagi, áður en hinir fá nokkurn slag, eða þá alla slag- ina, og er strokan kölluð sex- biaðastroka, sjöblaðastroka, átta- blaðastroka eða níublaðastroka, eftir þvi livað slagirnir eru margir. Eins er það þegar forhandar- maðurinn og félági lians hafa svo góð spil, að þeir liljóta að vinna, en liinir geta þó varnað því, að þeir rnúki, með einhverju háspili, t. d. tígulkóngnum sjálf- um, þá sýna þeir hann og segja: Við forðum og svo megið þið liafa vinninginn; er þá ekki far- ið lengra út í það spil. Fyrir hvern einfaldan vinning er 1, fyrir múk 5, en fyrir liverja stroku jafnmargir og strokurnar eru margra blaða. Vinningurinn er krítaður á borðið, rúmfjölina eða tóbaksf jölina, eða hvað það nú er, sem spilað er á, eða þá jafnvel upp um þiljur, og standa tölurnar þar stundum heilan og hálfan, til lofs og dýrðar þeim sem unnu. Einkennilegt er líka hvernig vinningurinn er krítað- ur. Einfaldir vinningar eru jafn- an krítaðir á þenna hátt. IIII (með skástryki yfir) o. s. frv., en múkar og strokur með venju- legum tölustöfum, uppi yfir ein- földu vinningunum. Sjöblaða- stroka og tveir vinningar eru t. d. skrifaðir svona: IIII (með 5 yf- ir.) Sumir hafa aftur þann sið, að stryka líka yfir stóru vinn- ingana, þegar þeir fá samskonar stórspil oftar en einu sinni. Tveir niúkvinningar eru eftir því skrif- aðir svona: 5 (með strj'ki yfir). Alkort hefir verið spilað ó- sköpin öll, en einkum þó á stór- hátíðarkvöldum, svo sem jóla- nótt og gamlaárskvöld, en þó er ekki hættulaust að spila það á jólanóttina, ef það er satt, sem sagt er, að þegar illindi verði út ur alkorti á jólanóttina, þá komi tveir tígulkongar í spilin og sje annar andskotinn sjálfur. Tveggjamanna-alkort fer fram alveg eins og fjögramanna-al- kort. Þó eru þar tekin úr öll brökin, nema aðeins einliver fjögur. Treikort. Laufadrottningin er hæst. Þá spaðatvisturinn. Þá tígulkóngur- inn. Þá hjartatvisturinn. Þá lauf- fjórir. Þá spaðaáttur. Þá hjarta- níur. Þá tígulníur. Þá ásarnir. Þá gosarnir. Þá póstarnir. Þá átturnar lægstar nema spaðaátt- urnar. Enn eru besefarnir og geta þeir verið bæði hæstir og lægstir eftir því sem á stendur. A þessi 27 spil er treikort spilað. Þrír spila, eins og nafnið ber með sjer. Hver fær 9 spil, þrisv- ar sinnum þrjú. Nú er um að gera að fá sem flesta slagi. Be- sefarnir eru ódræpir þegar þeim er slegið út, annars blindónýtir, en ekki má neinn slá þeim út fyr en hann hefir fengið slag. Annars stinga spilin eftir þeirri röð sem áður er sögð. Ásarnir eru jafnháir, eins gosarnir o. s. frv. í treikorti er um að gera að fá sem flesta slagi. Ef einhver fær 13 slagi i þremur spilum, þá verður hann páfi. Sá sem fær 11 slagi heitir keisari. Fyrir 9 slagi verður maður kongur, en sá, sem fær undir 5 slögum, heitir kamarmokari. Það eru þó engin hlunnindi bundin við þrjú seinustu embættin, en páfinn hef ir rjett til þess að kjósa besta spil hjá öðrum en besefa hjá hinum, og eru þeir skyldir til að láta hvort af hendi, ef föng eru á því. Sá, sem páfinn heimt- ar besta spil lijá hefir ávalt eitt spil lisest og verður að láta það af hendi, en oft ber það við að besefamaðurinn hefir engan be- sefa, og fær páfinn þá ekkert hjá honum. Páfinn lætur einhverja luinda í staðinn fyrir spil þau, sem hann hefir fengið, en er úr tign- inni, ef hann gleymir því. Eins er liann úr tigninni ef liann fær ekki 13 slagi í þremur spilum, en að því róa hinir öllum árum. Ef páfinn fær 13 slagi í miðju spili, þá er því spili hætt. Erfilt er oft að steypa páfa úr tigninni, en ef það tekst, þá er byrjað aft- ur og svo koll af kolli. Hundur er oft spilaður á Islandi, og má heita að hvert mannsbarn kunni hann. Líklega er liann útlendur að uppruna, en ýmisleg atvik eru þó eflaust einkennileg fyrir ís- lenska hundinn. Jeg hefi heyrt spaðatvistinn kallaðan henging- aról, og er það trú manna að sá hengi, sem fær liann á hend- ina, en Þorsteinn Erlingsson seg- ir, að sama trú sje á hjartatvist- inum í Rangárvallasýslu, og sje lmnn kallaður þar hcngingarfað- ir. Hann segir líka að oft sje getið til að sá muni hengja, sem fvrst tekur á manni sínum eða fyrst þarf að drepa með mann- spili. Jeg hefi vanist því, að ef maður hengdi ása væru þeir tald- i>' frá spilatölu þeirri, sem mað- ur hengir, og hefir sú ástæða verið talin til þess, að þeir væru rárnar, sem ætti að hengja liund- ana á. Leiðinlegt er að hengja í liundi, en þó teluir út fyrir þeg- ar spilin, sem maður hengir standa á stöku, því þá á maður

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.