Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Síða 44

Fálkinn - 17.12.1938, Síða 44
38 F Á L K I N N I. Uin Jörund Hundadagakonung hefur allmikið verið skrifað. Má þar til nefna sögu lians eftir dr. Jón Þorkelsson, er gefin var út i Kaúpmannahöfn 1892, og liina iniklu doktorsritgerð Helga P. Briem, er hann varði í apríl- niánuði síðastliðnum við Há- skólann i Reykjavík og heitir Sjálfstæði íslands. Auk þess má geta þess að Gísli Konráðsson, sagnritarinn frægi, Jón Espólín sýslumaður (í árbókum sínum) og Gunnar prestur Gunnarsson í Laufási (d. 1853), er var sveinn Geirs biskups Vidalín, er Jörund- ur tók hjer völd og var því við- burðunum manna kunnugastur, liafa allir skrifað um liann all- langa þætti. Jörundur sjálfur skrifaði og æfisögu sína, sem geymd er í British Museum, þar sem hann minnist all ítarlega þeirra viðburðaríku vikna, er liann dvaldi hjer á íslandi sem konungur þess. En engin af þessum frásögn- um um Jörund hafa þó náð til þjóðarinnar til jafns við hið skemtilega og snjalla kvæði Þor- steins Erlingssonar: Jörundur, er birtist í 2. útgáfu Þyrna árið 1905. Það hefur fyrir löngu feng- ið þjóðarhylli og verið lært af mörgum. Er það með hinum ljetta kýmniblæ, er einkendi mörg kvæði Þorsteins og gerði þau svo skemtileg aflestrar. En hinsvegar dylst ekki hin þunga alvara skáldsins að baki því, er ann þjóð sinni. Þykir hún sein tií að vakna og brýnir hana til dáða. Þrælslundin þoki, en frels- ið fæðist, er bakgrunnur þessa listaverks. Að lokum má geta þess að Indriði Einarsson hefur skrifað Ieikrit um Jörund, er leikið var hjer í Reykjavík vorið 1936 á 85 ára afmæli skáldsins. II. Æfisaga Jörundar til 1809. Jörundur, liinn mikli æfintýra- maður og íslandskonungur, er hjet rjettu nafni Jörgen .Törgen- sen, var fæddur í Kaupmanna- höfn árið 1780. Er talið að hann hafi verið af góðu fólki kominn, og vist er það að faðir hans var hinn mesti ágætismaður. Ilann var úrsmiður og naut mikils á- lits fyrir hve vel liann var að sjer í iðn sinni og vandvirkur. Jörundur var vel gefinn, þó ekki yrði hann gæfumaður, og þvi settur í skóla. Var Oehlenschlág- er öndvegisskáld rómantisku skáldskaparstefnunnar í Dan- mörku skólabróðir bans, og hef- ur hann minst Jörundar í ritum sínum. Getur Oehlensehláger þess, að pilturinn hafi verið ó- stýrilátur og mikill fyrir sjer, grobbinn og æfintýragjarn. Og st.yðst það við endurminningar Jöru'ndar sjálfs. Að Jörundur yrði æfintýramaður síðar, kom þeim ekki á óvart, er þektu hann í æsku. Úr námi varð ekki mikið, þó að þar rjeðu ekki um liæfileikar Jörundar heldur óstöðuglyndi hans. Hröklaðist hann úr skóla og munu kennarar lians ekki hafa grátið það, þvi hann var svörull og gáskafullur. Snemma hneigðist hugur Jör- undar til farmensku, því að út- þrá hafði hann mikla og vildi hann sem fyrst hleypa heimdrag- anum. Fyrst rjeðst liann á kola- skip sem gekk miIli'Kaupmanna- hafnar og Newcastle. En á þvi var liann skamma hríð. Rjeðst liann nú, þegar liann var 18 vetra á hvalveiðaskip, er gekk til Suðurhafa. En það fór sem fyr. Hann varð leiður á því. Hann ræðst á annað skip i Suður- Afríku, er gekk til Astralíu. Og verður þar skömmu síðar for- maður á hvalveiðaskipi. Skömmu fyrir ófriðinn milli Englendinga og Dana árið 1807 vitjar liann átthaganna og er þá orðinn leiður á farmenskunni um sinn. Hann tekur þátt í ófriðnum og dugar vel, því áræðinn var hann og ósjerlúífinn, er hætta var á ferðum. Hann lendir í sjó- orustu við Englendinga og verð- ur að gefast upp ásamt mörgum löndum sínum. Er hann nú fangi Englendinga og er gert vel við hann sakir hátt setts manns í Lundúnum, er var kunningi hans. Allir sem lesið hafa íslands- sögu er kunnugt um þau versl- unarvandræði, er íslendingar áttu við að striða meðan á styrj- öldinni stóð milli Dana og Eng- lendinga. Mátti segja að íslend- ingar liðu hungur um þær mundir. Magnús Stephensen var þá einna mesli valdamaður á Islandi og sneri sjer þvi til eins ágæts ís- landsvinar í Lundúnum, Josepli Banks, er þar var áhrifamaður, að hann kæmi þvi til vegar að Bretastjórn leyfði að vöruskip yrði sent til íslands til að bæta úi brýnustu nauðsyn lands- manna. Leyfði Bretastjórn það. Var skipið Clarence nú full- fermt í Liverpool og varð Jör- undur, sem nú hafði fengið fult frelsi, formaður á því. Lagði skipið úr höfn 29. des. 1808. Mun það ekki liafa þótt eftir- sóknarvert að eiga að annast for- mensku á fremur ljelegu skipi sem ganga átti til Islands og það i svartasta skammdeginu. Enda gekk ferðin ekki betur en svo, að það var þrettán daga á leiðinni til Hafnarfjarðar, þar sem það lagðist. Þegar nú loksins skipið var komið þorði enginn að versla við það, sakir þess, að danska stjórn- in bafði lagt algert bann við því að landsmenn versluðu við Eng- lendinga. Eftir mikið þóf og málaleng- ingar fekst því þó framgengt og livarf skipið síðan aftur til Eng- lands, er vörur höfðu verið úr því teknar. Hjer heima er talið, að skipstjóri hafi ekki verið Jör- undur heldur George Jackson og hafi Jörundur aðeins verið túlk- ur. Með skipinu var og James Savignac kaupmaður, er varð />essi mynd er gerð eftir teikningn Jörundar, sem geynist hefur í bóka- safni i Lundúnum. Jörundur sjálfur sjest á myndinni. Hann hefur brol- ið af sjer hlekki ófrelsisins, og krýpui fyrir frelsisgyðjunni, er stráir úr skýjum ofan blómum yfir hann. En eldingu lýstur á líkneski harðstjórn- arinnar og brýtur jiað. — hjer kyr, en þeir Jackson og Jör- undur hjeldu heim. III. Jörundur á íslandi. I júnímánuði 1809 kom liingað til lands vopnuð fregáta, Marg- arethe and Anne að nafni. Skipstjórinn var John Liston, en á skipinu voru meðal annara Samuel Phelps kaupmaður frá Lundúnum og Jörundur. Var Phelps meðeigandi að verslun þeirri, er Savignac liafði sett upp lijer á landi. Bæði Phelps og Jör- undur settust að hjá Savignac. Og var alt í friði og spekt og grunaði engan að neitt óvenju- legt mundi gerast, og allra síst það sem á eftir fór. Reykjavík var um þessar mundir ómerkilegt smáþorp með aðeins nokkrum hundruðum í- búa. Þjóðin var elcki vöknuð. Þjóðernistilfinningin ekki meiri en svo að sómi þótti að því að „dependera“ af þeim dönsku. íslenskan, hið þröttmikla og fagra mál, liafði er hjer var komið afskræmst af viðbjóðsleg- asta dönskublendingi, svo að hrörnun hennar hefur aldrei ver- ið meiri en þá. Verslun lands- manna var í fjötrum, þó að nafn- inu til liefði hún verið gefin frjáls fyrir atbeina Skúla Magn- ússonar og annara ágætismanna. Svona var Reykjavík 1809. Smá- þorp, hálfdanskt og íbúarnir hálfgerð þý fyrir Ianga áþján, klafinn hafði verið reyrður þeim um háls og enn voru þeir eklci líklegir til að brista bann al' sjer. Til þess skorti bæði vilja og gctu. 25. júní 1809 var sunnudagur. Um miðjan þann dag mátti sjá að stór róðrarbátur kom frá fregátunni, sem áður er um get- ið, og stefndi hann til lands. Þegar hann kom nær mátti sjá að í honum voru vopnaðir menn. Voru með bátnum Liston skip- stjóri, Phelps, Savignac og Jör- undur ásamt nokkrum dátum. Tóku þeir sjer stöðu við hús Trampe greifa stiftamtmanns, er var umboðsmaður dönsku stjórn- arinnar hjer á landi um þessar mundir. Meðan þessu fór fram stóð yfir guðsþjónusta í Reykjavíkur- kirkju. En er kirkjuklukkunum hafði verið hringt við messulok, óðu þessir menn inn í hús greif- ans og komu með hann að vörmu spori sem fanga, og fluttu hann út í fregáluna og liöfðu hann þar í haldi. En þeir Phelps og Jörundur lögðu þegar í stað und- ir sig liús hans og settu sjó- mennina af fregátunni á vörð við það.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.