Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Side 49

Fálkinn - 17.12.1938, Side 49
F Á L K I N N 43 :iði til þess að klekkja á Bjarna og Ijótti hann hafa staðið upp í hári sinu. Hann skrifaði því sýslumanni um þessa herferð sína brjef það er hjer fer á eftir: „Þareð jeg í yðar nafni hefi tekið „Forhör“ af Bjarna skratta, konu hans og lijúum, en gat þó ekkert upp úr þeim fengið máli þessu til upplýsingar. — í fylgi hjer af ráð- legg jeg yður, að láta flytja Bjarna heim lil yðar og setja hann einsaml- an út í vinnumannaskála, með járn- um á höiidum og fótum, iíka upp á vatn og brauð, þangað til hann er búinn að meðganga, því sannarlega mun hann sekur vera. — Þareð að- ferð þessi er samkvæm mörgutn Forordningum, vona jeg að yður þóknist að liegða málinu eftir þessu mínu brjefi“ .... Það drógst að setja Bjarna í járn- in og prísundina, enda var hann saklaus og fanst sá hníflótti upp í fjalli nokkrum dögum síðar. ■— Á seinni árum heyrði Bjarni afar illa, en vildi ekki láta bera á því og svaraði því altaf þegar hann hjelt að verið væri að yrða á sig, en þau svör voru oft heldur kátleg og komu eins og skollinn úr sauðarieggnum og ekki í neinu sambandi við það, sem verið var að tala um, og því var oft hlegið að gamla manninum og gjört að honum skop að óverðugu, en þær sögur sem til eru um þetta, verða ekki sagðar hjer. — Þá var vinnumaður hjá síra Eggeit sem Skafti hjet og var kallaður ,.Himnagóna“. Hann var einstakur einfeldningur og er sú saga sögð þvi iii dæmis, að þegar hann inngekk í lieilagt hjónaband með Hólmfríði konu sinni, varð að skúfbinda á honum hendina, svo að liann þekti liverja hann ætti að rjetta henni. — Einu sinni ljet prestur Skafta róa undir Jökli, en þegar hann kom frá sjóróðrunum, spurði síra Eggert l'.ann: „Hvað hefur þú fiskað, Skafti minn?“ Hann svaraði: „Hundrað tuttugu og tíu“. Þá sagði síra Eggert: „Þú hefir þá fengið hundrað og þrjátíu". — „Lýgi er það“, sagði þá Skafti, „steldu ekki af því sem Guð gaf mjer. Það voru hundrað tuttugu oa tiú“. — Skafti var verka- lítill dáðleysingi, ekki ósnotur, ljæg- ur en stórheimskur í taii. — Þegar hann fór frá Ballará, barst hann út undir Jökul, en þar iærbrotnaði hann og varð örkumla, og að síð- ustu sveitarómagi á Skarðsströnd. —r Einn þeirra, sem var um tíma vinnumaður sira Eggerls var Björn, sem kallaður var Lúsa-Björn, auð- vitað af því, að þau litlu dýr ásóttu liann svo mjög. — Hann var stór inaður og slánalegur, handleggja- langur, grannur og nefstór, háls- langur og allur krangalegur, mál- gefinn og ótrúr, en auk þess var hann mesti letingi og tóbaksgípur. — Einu sinni kom prestur seint um kvöld frá kirkju og hafði messað á Skarði. Bað hann þá Biörn að spretta af hesti sínum og flytia í hagann, en hann nenti bví ekki. Þá varð sira Egeert að orði: „Þú ert stórveikur maður af leti, je.g verð að revna að hjálpa ljier“. en um ieið sló hann tii hans með kevrinu og ljá hundskqð- ist B'örn til bess að fara með klár- inn. Daginn eftir hl'óp hann úr vist- inni, en eftir það fór hann á flæk- ing og vildu encir halda hann vegna leti, lúsa og tóbaksbrúkunar. — Vinnumann hafði síra Eggert þeg- ar hann var á Áiftamýri vestra, sem Auðunn hjet og var með honuin dóttir hans Þuríður að nafni. — Auðunn var lagtækur smiður og hafði gefið dóttur sinni kistu, sem hann hafði smiðað, en stundum reiddist Auðunn karlinn svo við Þuríði, að hann fór að hamast á kistu hennar og brjóta hana, en lag- aði svo aftur þegar honum rann reiðin. Svo kom það líka fyrir, þeg- ar geðið hljóp í gönur með hann, að liann barði Þuríði og varð þá nokkuð þunghentur og sagði: „Jeg á þig, þó að jeg drepi þig“. — Jeg hefi nú minst nokkurra vinnu- hjúanna á Ballará og líklega þeirra, sem einkenniiegust voru og ijelegust, er eflaust hefur sira Eggert þau nærri 50 árin sem hann bjó haft fjölda hjúa, sem ekkert sjerkennilegt var við og stóðu vel í stöðu sinni, og skal nú að lokum lýst einum vinnumanni prests, sem var fyrir- myndarmaður. — Hann hjet Þor- steinn Nikulásson og var 27 ára gamall þegar hann kom til sira Eggerts vorið 1826. — Hann var fjármaður á Bailará og reyndist ein- stakur dugnaðarmaður og svo hirðu- samur að af öllu bar, enda blessað- ist fjáreign síra Eggerts aldrei eins vel og meðan Þorsteinn var hjá honum. — Síra Friðrik segir að Þorsteinn hafi verið rjettnefndur „góður hirð- ir“, enda hafi það jafnvel komið fyrir, að hann hafi lagt lif sitt i hættu fyrir féð, eins og t. d. þegar sauðir prests flæddu á skeri í Kálfs- hólmavogi meðan Þorsteinn var ann- arsstaðar að leita þeirra. Þá óð Þor- steinn fram i skerið, en óðum fjell að og svo djúpt var orðið þegar hann ætlaði á land, að hann botnaði ekki. Hann náði þá 2 sauðum, sem voru eftir á skerinu, var á milli þeirra og hjelt sinni hendinni í hvern, og jjannig syntu þeir með hann til lands. — Þorsteinn var mesta valmenni, ráðvandur, trúr og iðjusamur, en umfram alt var hann guðhræddur og bænrækinn. Ef innistaða var á sunnudegi og hann var búinn að gefa fjenu, las hann berhöfðaður á hnján- um, fyrir framan jötuendann, i guðsorðabókum meðan að fjeð var að jeta heyið, og í brjóstvasa sín- um hafði hann ávalt bænakver hvert sem hann fór af bænum. — Húsbændum Þorsteins þótti vænt um liann, eins og hann hefði verið barn þeirra. — Þessi góði vinnumað- ur prestsins varð ekki langlífur. Hann druknaði við heyskap i Ball- aráreyjum aðeins 33 ára gamall, þegar hann hafði verið 6 ár hjá presti og var jarðaður að Skarði. Yfir honum var haldin stutt likræða, en að henni lokinni var eftirfarandi vitnisburður liins framliðna, frá síra Eggert lesinn upp: „Vinnuhjú mitt, Þorsteinn Niku- lásson, sem vistfastur hjá mér dvaldi á 7. ár, reyndist mjer guðræknasla, grandvarasta og dyggasta hjú af öll- um þeim, sem yfir 30 ár hafa i minni þjónustu dvaiið. — Hann Ijest i henni og áset jeg, að láta setja þessu samliljóða eftirmæli — minn- ingu hans til heiðurs — í gyltan ramma í Skarðskirkju, að liverri hann er iagður, öðrum hjúum tii eftirþanka. Menn deyja en mannorð lifir“. — Síðan var þessi vitnisburður inn- rammaður í logagyltan ramma og liengdur upp í kirkjunni, en er nú glataður og gieymdur. — Torfi sonur síra Eggerts dó ungur, en var orðinn kand. phil. Hann setti Þorsteini svohljóðandi grafletur: „Sannann aldur ef þú metur hær- um eftir — hann dó ungur, — en ef guðrækni er aldur sannur, héfur hann lifað langt of flestra. Reiknir þú fje ríkdóm sannann, fór fátækur framliðin hjeðan; en reiknist dygðin sá rjetti auður, flestum auðugri fór hann burt. Eitt ár lifað í ótta drott- ins, er betra en hundrað heims í glysi, lifir i orðstý langann aldur, góður maður í grafarskauti. Lif þú á landi lífs og sælu, laus við and- streymi, liðni vinur, nam þig til sín sá er vissi þig velkominn úr þessum heimi“. — Allir eru sammála um, að SANITAS-gosdrykkir taki öllum fram. Allar húsmæður vita, að | Jarðarberjasulta og I Blönduð ávaxtasulta. er hin eina rjetta. Þannig eru líka KRYDDVÖRURNAR frá SANITAS ávalt bestar. Þá er eftir það allra besta, og það eru ávaxtadrykkirnir, Appelsínu-límonaði Grape-fruit-límonaði sem inniheldur VITAMÍNIÐ úr ávöxtunum, og því.hollasta sælgæti, sem völ er á. Munið: SANITAS-vörur á jólaborðið og í jólamatinn. Þá verða allir í hátíðaskapi. — SANITAS alstaðar. Gerið jólapantanirnar strax. SANITAS

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.