Fálkinn - 20.12.1940, Síða 17
FÁLIvINN
11
fróðleik um land vort til forna.
Á heimili hans lá til dæmis
liandritabók, sem hann nefndi
Fagurskinnu og er, ásamt Heims-
kringlu Snorra, svo mikils virði
fyrir forna sögu vora. Handrit
þetta Ijet hann afrita — til allr-
ar hamingju — þvi að það týnd-
ist síðar, í brunanum mikla í
Kaupmannahöfn 1728. Hjer
liafðí hann og liandrit hinna
fornu Eddukvæða, sem að efni
til eru framan úr heiðni. Hjer
á Stangarlandi geymdust í mörg
ár ýms liandrit, sem nú þykja
perlur í heimsbókmentunum, og
sem segja ekki aðeins frá því,
sem Norðmenn og íslendingar
trúðu á og lifðu eftir forðum,
heldur o,g frá trú og siðum
Germana. Á grundvelli þessara
rita skrifaði Törfæus svo mörg
og mikil ritverk um þjóð vora
til forna. Fyrst skrifaði hann
mn Norðmenn i vesturhöfum,
á Orkneyjum, Færeyjum, Græn-
landi og Vínlandi. Hann taldi
að Danakonungur og Norðmenn
ættu að gera kröfu til Canada
vegna þess að Leifur lieppni
liefði fundið Yínland. Og hann
vildi endurheimta Orkneyjar.
Hin mikla Noregssaga lians á
latínu kom ekki út fyr en árið
1711, í fjórum bindum. Þetta
var í fyrsta skifti, sem sagn-
fræðingur liafði skrifað Noregs-
sögu síðan Snorri reit Noregs
konunga sögur. Með fullum
rjetti er hann talinn til liinna
síðari sagnfræðinga vorra, á-
samt Gerh. Schöning, P. A.
Muncli og Ernst Sars. Hann
lagði grundvöllinn, sem síðar
var hægt að hyggja á. Þessvegna
höfum við komið saman hjer í
dag til að minnast hans. Hann
varð frægur maður af samtíð
sinni fyrir starf sitt i þágu Nor-
egssögunnar. Hingað að Stang-
arlandi kom Friðrik fjórði,
Dana og Norðmannakonungur
i heimsókn til lians einn júlí-
dag árið 1704. Torfæus liafði
lagt dúkadregil ofan frá liús-
dyrum og niður í fjöru í Stang-
arlandsvör, þar sem konungur
steig á land. Yar þá mikið um
dýrðir í Koparvík. — Árið 1689
dvaldi hinn lærði vinur hans
og samlandi, Árni Magnússon
hjá lionum í 11 vikur. — 1
þýskri ferðabók frá þeim tim-
um segir höfundurinn frá því,
að hann hafi komið i Koparvík,
þar sem hinn frægi Torfæus eigi
heima. Sýnir það hve mikið álit
hefir verið á honum.
Ilið mikla rit Þormóðs hefir
að vísu marga galla, enda var
ekki við öðru að búast. Ludvig
Holberg sá ýmsar veilur á því
en segir „að enginn í háðum
ríkjum nema Torfæus gæti sam-
ið slíkt lærdómsrit“, og kallaði
það „eina af þeim álitlegustu
og fallegustu sögum, sem nokk-
urntíma liafa komið i dagsins
ljós.“ (Epist. 171).
Árni Magnússon, vinur Þor-
móðs, hefir skrifað æfisögu
Hús Þormóðs ú Sbangartaiidi ú
Könnt. Teikniiig fvú 1866. Stofan
sem Þormúðuv bjó i, sjest ú miðri
mgndinni. Var hún gerð úr timbri,
sem höggvið var ú eynni, en nú er
hún skóglaus. Stofan var loftlaus og
var úður með reykofni.
hans, en ekki var hún prentuð
fyr en 1930. Drepur hann þar
m. a. á, livílika í'rægð Torfæus
hafi lilotið erlendis. Svo minnist
hann á, að ýmsir hafi verið ó-
ánægðir með það, sem Þormóð-
ur skrifaði um hina fornu Dana-
konunga. Hann hafi m. a. sýnt
fram á, að það væri ekki nema
þjóðsaga, að taldir eru 64 Dana-
konungar á undan Gormi gamla;
sjálfur vildi liann ekki viður-
kenna nema 27. Um þá, sem á-
fellast Torfæus fyrir „niður-
skurðinn“ á dönskum fornkon-
ungnm segir Árni: „. . . . ef satt
skal segja, þá eru þeir þesskonar
menn, sem annaðhvort elska
viðurtelcnar báhyljur meira en
rjettan sannleika, eða ekki liafa
næga greind til að meta það, sem
þeir taka að sjer að dæma um.“
Hann hætir því við, að Þormóð-
ur eigi „prís og heiður“ fyrir rit
sitt um danska fornkonunga og
að hann hafi „verðskuldað ó-
dauðlegt nafn og æruminning
hjá eftirkomendunum“. Loks
segir liann: „Hjá hinni norsku
þjóð ber að hafa hann í háveg-
um sem þann, er um aðra rit-
höfunda fram hefir útbreitt og
kunngert heiður þjóðarinnar og
álit. Og úti á íslandi her að meta
hann, sem hið mikla djásn og
heiður ættjarðar sinnar.“ (Arne
Magnussons Levned og Slcrifter
II, s. 127 og áfram).
Þessum gamla dómi her mæta-
vel saman við dóm eins af núlif-
andi sagnfræðingum Noregs,
Halvdans Kohts utanríkisráð-
herra, er hann segir, að Noregs-
saga Þormóðs liafi orðið „merkja
steinn í sögu þjóðarinnar, því að
þar var í fyrsta sinn í rnörg
hundruð ár sögð saga Noregs í
samhengi.“ (Váre Hövdinger 1.
s. 38), Verk hans er vitnisburð-
ur þess, að Noregur var á ný að
vaxa að virðingu, og það átti
þátt í að skapa þá þjóðernistil-
finningu, sem leiddi til þjóðlegs
sjálfstæðis 100 árum siðar.
Þess er og vert að geta, að rit
Þormóðs bárust víða. Og rit
hans um Vínland er ekki meira
úr sjer gengið en svo, að það var
þýtt á ensku árið 1891.
Torfæus sendi prestum og öðr-
um embætitsmönnum spurning-
arbrjef um ástandið í bygðum
þeirra og um ýmsar upplýsingar.
Hann hafði einnig í lmga að
skrifa Norégslýsingu. Eitt kunn-
asta svarið sem hann fjekk var
frá Leganger presti í Sogni.
Ilann mintist á, að Noregur væri
ekki framar það sem verið hefði
og lauk máli sínu með þessum
orðum: Voldugir fyrirfinnast nú
eigi framar í landinu, svo sem
fyrrum.“ Þannig var hugsunar-
liátturinn. Bölsýni og vantraust.
Það var starf Þormóðs að eyða
þessari bölsýni. Hann lagði
grundvöllinn að þeirri bjartsýni
er fleytti landinu fram til 1814
og 1905. Þessvegna megum vjer
Norðmenn minnast hans lijer í
Körmt. Jeg man það vel frá
harnæsku minni, að jeg fann til
mín þegar jeg las um Torfæus,
af því að hann liafði átt heima
hjerna. Það var rjettmætt að
þetta bygðarlag reisti honum
minnisvarða.
Torfæus liafði einkunnarorð á
grísku, sem liljóðuðu eitthvað á
þessa leið: „Góðan dóm skyldi
dauður hver láta eftir sig“. Þetta
markmið liafði Islendingurinn í
Noregi. og dómurinn um hann er
þannig, að hans mun ávalt verða
minst í norskri menningarsögu.
Háskóli vor gaf til úrlausnar í
fyrra efnið: „Þormóður Torfa-
son og sagnaritun hans“. Sýnir
þetta live mikla áherslu sagn-
fræðingar vorir leggja á, að af-
slaða Þormóðs til sagnaritunar
í Noregi sje skýrð.
Jeg drekk
á hverjum morgni
einn bolla af
FREYJU-
Sð KKULAll.