Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Síða 21

Fálkinn - 20.12.1940, Síða 21
F Á L K I N N 15 hans geymdi vonina, en vissi sem var: að margt getur tafið þann, sem dvelur lengst úti í löndum. Þegar liúsfreyjan í Leiðólfs- felli var um sjötugt veiktist hún í augunum. Hún hafði orðið þess vör um allmörg undanfarin ár, að sjónin á vinstra auganu dapr- aðist, en hún fann ekki til neinna óþæginda af því, liitt augað var alskygnt og henni fanst engin ástæða til þess, að vera að fara með þetta til læknis. En liaust eitt vaknaði hún upp um miðja nólt við þrautir i liægra auganu. Hún lá vakandi í rúminu og tók að hugleiða það, að „liætt væri einu auganu“, því að liún vissi vel um sjóndepru sina á vinstra auga. Morguninn eftir ljet hún söðla reiðhest sinn og kvaddi unglings- piít til ferðar með sjer. Hún reið út í kaupstað. Þar beið hún í tvo daga hjá dóttur sinni og tengda- syni eftir skipi, sem álti að koma við i þorpinu þar, sem sonur hennar, læknirinn hjó. Hún ætl- aði að biðja hann að atliuga sjúk- dóm sinn. Við læknisskoðun kom i ljós, að Arnheiður hafði mist næstum því alla sjón á vinstra auganu, og að hægra augað var í mikilli hættu. Sonur hennar, læknirinn, sagði lienni að hún þyrfti upp- skurð á hægra auganu og hauðst lil þess að reyna að fá sig laus- an og fylgja henni til höfuðstað- arins. En Arnlieiður vildi ekki lieyra nefnt, að hann yfirgæfi störf sín hennar vegna og kvaðst geta farið ein, aðeins ef liann símaði á undan henni til augn- læknis. Hún var þó sjálfbjarga manneskja. Dag einn, mánuði síðar, stóð alt heimilisfólkið í Leiðólfsfelli úti á hlaði og liorfði út dalinn. Það var að híða eftir húsmóður sinni. Hvenær sem var gat hún riðið í garð. Logndrifa fjell, en lnin var Ijett og veðr- ið milt og fólkið fann ekki til lculda, þar sem það stóð og beið þess, að hestur húsfreyj- unnar kæmi á góðtölti fram und- an Engjahamrinum, sem lukti sýn fyrir veginn lieim að bænum, skamt norðan við túnið. Þarna kom hann líka, hnarreistur og stór og við hlið lians annar reið- liestur heimilisins, á honum sat piltur sá, er hafði farið að sækja húsfreyjuna út i kaupstaðinn til dóttur hennar. Nær og nær komu liestarnir, nú sá fólkið að liúsfrú Arnlieiður litaðist um og leit eft- ir ýmsu, eins og hún var vön, þegar hún kom einhversstaðar að. „Guði sje lof, sjónina hefir hún þó einliverja“, hvíslaði liá- öldruð og lotin kona og þerði sjer um augu. Nú riðu þau í lilaðið og bros færðist yfir andlitin sem höfðu mænt og heðið. Eldjárn gamli skundaði fram og tók á móti henni þegar hún stökk af baki. En hún brosti til allra og heils- aði. Svo var haldið inn i bæinn. Enginn vissi, að það var meira af vana en til gagns, að liún liafði litast um á bæjargötunni og að sjónin var langtum dauf- ari, en hún vildi vera láta. Morgun hvern, á meðan augun voru óþreytt af erfiði dagsins settist Arnheiður upp í rúmi sínu og skrifaði nokkrar linur. Hún fór liægt og vandaði sig mjög. Hún var að skrifa Örnólfi syni sínum. Nú hað hún hann í fyrsta sinni, að koma heim. Get- ur þú liugsað þjer að Leiðólfs- fell gangi úr ættinni og alt tvistr- ist sitt á livað? — skrifaði hún. Guðrún mín er sú eina, sem er gift hónda og þau eiga eintómar dætur og allar ungar enn. Mað- urinn hennar vill að sjálfsögðu húa á sinni jörð. Ekkert barna- barnanna, sem upp eru komin er líklegt til þess, að vilja húa hjer. Nú á gamla fólkið á Leið- ólfsfelli engan að nema þig. Jeg get nú fallið frá, livenær, sem er. Þannig skrifaði Arnheiður syni sínum og hrjefið barst honum svo snemma i hendur, að hann gat komist heim fyrir vorið. Það mátti heldur ekki seinna vera. Sjón Arnlieiðar móður lians liafði deprast æ meira og meira. Þegar Örnólfur reið í garð stóð hún að vísu úti á hlaðinu með öllu heimilisfólkinu, en hún fann fremur en hún sá sólskinið og heyrði fremur en hún gæti greint soninn, sem faðmaði liana að sjer. En í sál hennar var bjart og rólt: Örnólfur ætlaði að verða bóndi í Leiðólfsfelli. Á meðan vorhlákan suðaði og söng i Suðurdölum lá Arnheiður rúmföst. Hún vissi. að burtfarar tími liennar úr þesum lieimi nálg aðist óðum, en hún kveið engu. Hún þurfti aðeins að nota tím- ann vel, því að á margt var að minnast við liann Örnólf. Þó að liún sæi ekki lengur annað en aðeins skil dags og nætur, þá sá hún í anda alt úti og inni i Leið- ólfsfelli. Nú var mikill vöxtur í „Ofanvötnunum“ og mátti vai’la líla af flóðgörðunum á Eyrun- um vestur af bænum, gæta varð þess og, að ekki færi of mikið vatn í leiðsluna, sem knúði raf- stöð Leiðólfsfells. Ef vatnsþyngsl in yrðu of mikil, þá gat Bæjar- lijallinn sprungið fram og graf- ið hálft túnið undir möl og leir og stöðin sjálf eyðilagst. — Það þurfti að gæta vel að því að fjeð færi ekki ofan í eða sæti fast í krapi. — En það mundi nú Eldjárn gamli hugsa um, svo lengi sem hann væri lil þess fær. — Vorið hjelt áfram göngu sinni. Það þurfti að hreinsa grjótið af Framengjunum áður en grasið óx — og koma sauðunum inn í Fremstulindir — ganga til stóðs- ins og ferja geldneytin út í Naut- liólma, sem kom altaf grænn undan fönn. Arnheiður sá í sál sinni hvannkögrið gægjast fram undan hökkunum og fyrstu lauf vatssóleyjanna mynda eins og sveiga um tjarnirnar og kilana í Nauthólma — löngu áður en spretta var komin á engjunum. Þarna var vorland vetrunganna. Þeir vissu það líka og þöndu út nasirnar og brugðu á sprett síð- asta spölin ofan að Vötnunum. Úti í þeim miðjum lá Nauthólmi og það þurfti hæði gætna menn og vaska til þess að ferja þang- að óstýrilát ungneyti í stóra, flata vatnaprammanum. — Inn á heiðum glóðu humlarnir á grávíði og gulvíði og fjallagrösin biðu eftir því að verða tínd.-- Það var gengið inn. örnólfur kom og sellist á rúmstokk móð- ur sinnar. Það yoru hennar sæl- ustu stundir þegar hann gaf sjer tima til þess að sitja hjá henni og tala um jörðina og búskapinn. Hún var nsestum þvi alsæl — það eitt skygði á, að vera ekki sjálf til nokkurs fær lengur. En ráð gat hún gefið honum, það var mikil bót í máli. Og þegar Örnólfur, sunnudag einn, kom með Sigrúnu frá Lambafelli og sagði að þau ætl- uðu að giftast á hvítasunnunni — þá fanst Arnheiði að lífsstarfi sínu væri lokið og hún mega fara að hugsa til ferðar á eftir Erlendi. En sú ferð beið til næstu jóla. Á meðan klukkurnar á Breiða- hóli hringdu yfir Suðurdölum, þöktum snjó, svo að varla sá á dökkan díl —• fjell Arnheiður i Leiðólfsfelli í æ dýpri og dýpri dvala. Örnólfur og Sigrún sátu við rúmið hennar og liún vissi að þau voru þar — og voru góð- ar og hamingjusamar manneskj- ur. En hún átti eftir að finna hann Erlend -— hann var þarna á hak við þetta bláa tjald, sem náði frá jörðu til liimins — hinu- megin við það skein sólin —- nú bárust þaðan sömu ómarnir og Erlendur hafði lieyrt og spurt liana um forðum. — Nú heyrði Juin þá líka! Hún liafði aldrei verið eins góð og mild eins og hann Erlendur -— en nú lieyrði hún sömu samliljómana og hann og mátti fara til hans og vera þar, sem hann var. „Hún er skilin við“, hvíslaði Sigrún, og þau stóðu liljóðlega á fætur. Örnólfur hallaði ungu konuni að hrjósti sjer. „Já — nú verður þú að vera okkur alt í öllu — lijer i Leiðólfsfelli“, hvíslaði hann aftur. Hulda. Reykjavík Símnefni: Bernhardo Símar: 1570 (tvær línur) Bernh. Petersen Kaupir: Allar tegundir af lýsi Harðfisk Hrogn og Lúðulifur Selur. Kol og salt Eikarföt Stáltunnur og síldartunnur

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.