Fálkinn - 20.12.1940, Side 26
20
F Á L K I N N
Læknirinn.
Sveinn Pálsson var útlærður Iækn-
ir og á ferðaárum sinum og fyrstu
búskaparárum var hans oft vitjað
til sjúklinga. Suðurlandsundirlendið
var þá læknislaust, umdæmi land-
læknisins í Nesi náði austur að
Jökulsá en Skaftfellingar áítu að
vitja læknis austur í Múlasýslur.
Segir það sig sjálft, að flestir fengu
að deyja drotni sínum, án þess að
við yrði ráðið, ef slys eða bráða
sjúkdóma bar að höndum, og flestar
læknisferðirnar voru til kvenna, sem
ekki gátu fætt. Til þess að bæta of-
urlítið úr ástandinu ákvað stjórnin
að stofna nýtt læknisembætti fyrir
Árnes-, Rangárvalla-, Vesmannaeyja-
og Skaftafelíssýslur, haustið 1798 og
var Sveini veitt þetta embætti. Árs-
laun voru 50 dalir og 48 skildingar,
ennfremur skyldi lyfjabúðin í Nesi
greiða honum 16 dali og leigulausa
ábýlisjörð skyldi hann fá undir eins
og hentug jörð fengist, en það varð
ekki fyr en 14 árum s'ðir. Þá Hekk
Sveinn Suður-Vík í Mýrdal til ábúð-
ar, en stjórninni nnin hafa þótt sú
jörð svo vel útilátin, að hún svifti
Svein jafnframt 16 dölum af laun-
unum. Sveinn fluttist til V kur vorið
1814 og bjó þar síðan til dauðadags,
í 26 ár. En í Norður-Vík bjó Jón
Guðmundsson sýslumaður, sem fræg-
ur er úr Jörundarsögu, fyrstu sex ár-
in, sem Sveinn var í Suður-Vík.
Sveinn var í miklu áliti sem læknir
og hagur hans mun hafa batnað að
mun eftir að hann varð fastur em-
bættislæknir, þó launin væru smán-
arleg. Sveinn var sjálfur góður bú-
maður, en i hinum löngu ferðum
hans, austur í Lón eða vestur að
Reykjanesfjallgarði mæddi bústjórn-
in mest á húsfreyjunni Þórunni, sem
var mesti dugnaðarfo”kur, stjórn-
söm og myndarleg. Það hefir stund-
um verið orð á því haft fram á síð-
ustu daga, hve sveitalæknar eigi erf-
itt á landi hjer, en hvað er það í
samanburði við þá æfi, sem Sveinn
Pá’sson hefir átt i sínu embætti.
Hjeraðið var um 400 kílómetrar á
lengd, enginn vegarstúfur til og ekki
brú á nokkurri sprænu, en innan
jjessa læknishjeraðs voru öll mestu
stórvötnin á lnndinu. .Tökulsá, Mark-
arfljót, Þjórsá og Ölfusá í vestri,
sem nú eru öll undir brú. en að
austan vötnin I Skaftafellssýslnm,
Múlnkvísl, Kúðafljót, St-eiðará. Núns-
vötn og .Tökulsá á Brpið°merkur-
sandi. Það kom sjer vel fvrir Svein
að hann var vanur ferðnmnður og
umfram alt bve góður v°tnamaður
hann var. Skaftfellingar þykja bestu
vatnamenn þjóðarinnar en í Skafta-
fellssýslum ganga enn munnmæla-
sögur um vatnamensku Svei.is læknis.
Hann þáði aldrei fylgd yfir nokkurt
vatn og þótti kunna be’tur skil á
völnum, en þeir, sem þeim voru
kunnugastir. Liklega hafa Hjeraðs-
vötnin verið honum góður skóli i
æsku og þar á bætist hin ágæta
eftirtektargáfa Sveins, sem vitanlega
snerti ekki síður vötn en jurtir og
steina og önnur fyrirbæri ná’ttúr-
unnar.
En læknisembættið var erfitt og
ferðirnar lýjandi, ekki síst vegna
þess, að Sveini fjell aldrei verk úr
hendi milli ferðanna, meðan líkams-
þrekið var nokkurnvegin óbugað.
Hann vann stritvinnu lieima og
hann stundaði sjóróðra jafnframt
læknisstörfunum, og ekki kom það
sjaklan fyrir, að gestir stóðu í lend-
ingunni og voru að sækja lækninn,
liegar Sveinn kom úr róðri. En lækn-
islaunin voru lítil og þóknun fyrir
læknishjálp og ferðalög galst illa,
svo að eigi tjóaði að slá slöku við
búskapinn. Og þrátt fyrir allar ann-
irnar gleymdi Sveinn ekki uppá-
haldinu sínu, náttúrufræðinni. í tóm-
stundunum safnuði hann grösum og
steinum og ritaði minnisgreinar í
almanök sín (sum þeirra skrifaði
hann sjálfur) eða hann fór í stuttar
ferðir. Og í læknisferðum sinum
gerði hann einnig náttúrufræðileg-
ar athuganir.
Sveinn Pálsson stóð eflaust allra
liluta vegna næstur til þess að verða
landlæknir, er embættið losnaði, 1803.
Var hann settur til að þjóna því, frá
25. ágúst 1803 tii júlíloka næsta ár,
en þegar til stjórnarinnár kom að
veita embættið tók hún Thomas Klog
fram yfir. Mun hann hafa átt ötulli
talsmenn hjá stjórnarherrunum eu
Sveinn I Vík átti. Sveinn varð þvi
áfram i Vík og gegndi læknisem-
bættinu fram til ársloka 1834, er
Skúli læknir Thorarensen á Móeið-
arhvoli tók við þvi eftir hann. Skúli
var sonur Vigfúsar sýs’umanns og
það er ekki ósennilegt að hann hafi
fengið fyrstu kynni sín af lækninga-
listinni hjá Sveini. Þórunni konu
sína misti Sveinn vorið 1836: hafði
hún annast búið að mestu leyti alla
þeirra tið í Vík og stjórnað liinu
umsvifamikln heimili, sem eigi nð-
eins var annálað fyrir gestn’sni lield-
ur líka var á öðrum þræði spítali
ýmsra sjúklinsa, er leituðu bóta
meina sinna hjá Sveini læ’mi.
Þegar Sveinn Pálsson lagðist bana-
leguna i apríl 1840 vildu synir hans
sækja Skúla lækni til hans, en hann
í Vík í Mýr-
clal clval ist
Sveinn Pá s-
ion síðnstu
26 ár æfinn-
ar.Hjer sjest
vikin, með
Reynisfjalli
og Reijnis-
dröngum i
baksýn.
afsagði það. „Ef jeg á að deyja þá
dey jeg“, sagði hann. En læknirinn
var sóttur eigi að siður, án vitundar
Sveins. „Hvað þá, ertu kominn,
Skúli, nú hafa strákarnir svikið
mig“, kvað Sveinn hafa sagt er hann
sá Skúla lækni koma inn úr dyrun-
um. Ekki vildi Sveinn taka inn nein
meðul, en bað Skúla að fara austur
að Höfðabrekku og vera nokkra
daga lijá Magnúsi sýslumanni Steph-
ensen sjer til gamans, „því að mjer
finst jeg ekki geta dáið meðan þú
ert hjerna, Skúli frændi“. Skúli fór
og þegar hann kom aftur var Sveinn
dáinn.------
— Það er ógerningur að spá, hve
miklu Sveinn liefði fengið áorkað í
náttúruvísindum, ef hann hefði get-
að haldið áfram að gefa sig að þéim
óskiftan, eins og hann gerði á árun-
um 1791—94. Þar var svo efnilega af
stað farið, að ástæða er til að ætla,
að hann hefði orðið merkilegasti
jarðfræðingur íslands og náð frægð
í vísindaheiminum, ef náttúrufræði-
fjelagið danska hefði ekki kipt að
sjer liendinni. Sem jarðfræðingur er
liann langt á undan sínum tíma og
stendur i sumu miklu framar, en
ýmsir útlendir fræðimenn, er skoð-
uðu náttúru íslands eftir hans daga.
Hann gengur sjálfur á fjöll og jökla
og gerir sjer Ijóst fyrstur allra
manna, að jökulinn er seigfljótandi
eins og bik. Hann lýsir hreyfingu
jökla betur en menn vissu um hans
daga og kenist að heildarniðurstöð-
um um ýmislegt merkilegt i jarð-
fræði fslands. Þannig myndar hann
sjer þá skoðun, af halla blágrýtis-
laganna, að landið hafi sigið um
miðju ía hann gerir fyrstur ýmsar
athuganir á eðli blágrýtis og hnull-
ungabergs og hann sýnir fyrstur
fram á það, að suðurlandsundirlend-
ið sje gamall sjávarbotn. Um grnsa-
fræði gerir hann merkar athuganir
og finnur ýmsar sjaldgæfar jurtir
og athugar vaxtarskeið þeirra. Grös-
um safnaði hnnn fyrir enska náttúru-
fræðinginn Hooker, og grasafræði
samdi hnnn bvgoa á ri’um Linnés,
en aldrei var hún prentuð og hand-
ritið tv,ndist.
En fæst af ritum Sveins hefir ver-
ið gefið út og nllur sá fróðleikur,
sem hann hefir snfnað um náttúru-
fræði »g staðalvsingar hnfir verið
settur undir mæliker. Það kom að
vísu marnt út eflir liann, bæði rit
og ritgerðir, því að Sveinn var miög
áhueas^mur um fræðslu nlmennings.
Og í blað sinna tíma, Klausturpóst-
inn, skrifaði hann ýmiskonar grein-
ar, ýmist um lækningar eða annað.
Þá ritaði hann og æfisögu tveggja
stórmerkra manna, Bjarna Pálssonar
landlæknis, tengdr.föður síns, og Jóns
Eirikssonar. Þá þýddi hann og út-
lendar bækur, sem prentaðar voru,
„Eð.isúlmálun manneskjunnar“ eftir
Martinet, og „Spurningakver heil-
brigðinnar" eftir B. C. Faust.
En merkustu rit Sveins eru enn
óprentuð. Ber þar fyrst að nefna
drgbækur hans frá árunum 1791—
94 (með viðbæti um síðari ferðir),
þrjú stór bindi alls, ritgerðina um
Skaftáreldsstöðvarnar (sem að vísu
er prenluð í árbók Norsk Turistfor-
ening 1882) og rit um ísl. jökla
-Forsög til en pliysisk, geografisk og
liistorisk Beskrivelse over de is-
landske Isbjærge). Auk þess er í
almanökum haiis, sem ná yfir 40—50
ár mikill fróðleiluir geymdur og er
þar góð heimihl til æfsögu hans.
Þá eru ennþá til skýrslur um bæjatal
og eyðijarðir í Múla-, Skaftafells-,
Rangárvalla- og Árnessýslum er
liann safnaði.
Það hefir verið eitt pappír og
'svertu í margt óþarfara en þó að ár-
bækurnar væru gefnar út eða að
minsta kosti ítarleg æfisaga Sveins
Pálssonar og starfs hans fyrir is-
lenska náttúrufræði. Of lengi hefir
hann legið óbættur hjá garði, þessi
stórmerki snillingur, sem dáðlaus
stjórnarvöld og sinnulaus þjóð liögðu
í hel og sveltu, þó að liann sýndi og
sannaði, að hann væri best fær allra
samtíðarmanna sinna til þess, að
túlka töfra islenskrar náttúru.
Atorka Eggerts Ólafssonar í bók-
mentum og þjóðfielagsmálum barg
Eggert Ólafssvni frá gröf gleymsk-
unnar og ljóðin Jónasi Hallgríms-
syni. Sveinn Pálsson var eigí minni
náttúrufræðingur en þeir, en kanske
fremri. Nú er áhugi fyrir náttúru-
fræði landsins orðinn ahnennari en
var, svo að thnabært er orðið að
svna alþjóð, hve merkilegan mann
hún átli í Sveini Pálssyni „hand-
lækni“.
FJÖREFNI SKÓLABARNA.
Til að bæta upp skort þann, sem
orðið hefir á fjörefnaríkri fæðu vegna
stríðsins, eru skólabörn í Þýskalandi
nú látin fá pillur með C-fjörefni.