Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Page 28

Fálkinn - 20.12.1940, Page 28
22 F Á L K I N N K. Magleby - Sörensen: Happdrættismiði Fríðu frænku \Ð var haust — danskt haust með fölnuðum blöðum á feykingi. Trjen, sem fyrir skömmu höfðu skartað með grænu laufi, voru alt i einu orðin gamalleg og þreytuleg. Ennþá ómaði loftið al' brestandi bergmáli sumarsins, en skuggarnir voru orðnir langir og kaldir .... En það var bjart 02 notalegt inni i stofunnni hennar Fríðu frænku. Þetta var stór og rúmgóð stofa, en svo full af liúsgögnum, að manni fanst hún lítil. Það lá við að Fríða frænka, sem var lítil og grönn, hyrfi i stóra flauelssófanum, sem hún sat í og naut sólarglætunnar, sem lagði inn í stofuna. Hún hafði hendurnar aðgerðar- lausar í kjöltunni. Prjónarnir, sem annars voru altaf á hreyfingu, höfðu verið lagðir til hliðar i dag. Það var nefnilega afmælisdagur- inn hennar Fríðu frænku. Og hann varð þó að vera eitthvað svolitið öðruvísi, en allir aðrir dag- ar ársins. Lif Friðu frænku var ekki tilbreytingaríkt — það voru ekki margir, sem höfðu hugsun á, að gleðja þessa einmana gömlu konu, sem hafði stitið s;er úr fyrir aðra. Hún var elst af fimm systkin- um, og þegar foreldrar hennar dóu — með fárra mánaða millibili — fanst henni það fyrsta skylda sín, að hjálpa yngri systkinunum til manns. Þau höfðu notað sjer þá hjálp í ríkum mæti. „Fríða systir“ var á- kölluð bæði seint og snemma. Seinna giftust systkini hennar og eignuðusl börn og þá breyttist nafnið og varð „Friða frænka“, en altaf var þörfin söm fyrir hjálp hennar. Nú vnr hún orðin gömul og gat ekki hjálpað öðrum. Og þessvegna fjekk hún að eiga sig sjálf .... Og þessvegna bjóst hún ekki við neinu sjerstöku af þessum degi. Ætt- ingjarnir höfðu ekki til siðs að sýna henni neinn sóma á afmælisdaginn. Anna og Betty — bróðurdætur henn- ar .. höfðu ekki komið að óska henni til hamingju tvo síðustu af- mælisdagana. Þær komu yfirleitt sjaldan til hennar. Fríða frænka misvirti það ekki við þær — þær voru giftar og höfðu vist nóg að hugsa. En Davið systursonur henn- ar kom altaf við og við. Hann mundi áreiðnnlega koma í dag. Og Fríða frænka hlakkaði til þess. Hún hafði dálítið óvænt handa honum í bak- hendinni, dálítið, sem mundi gleðja hann og flæma á burt dimmu skugg- ana, sem höfðu verið yfir svip hans upp á síðkastið. Friða var svo niðursokkin i hugs- anir sínar að hún hrökk við þegar bjöllunni i anddyrinu var hringt. Hver gat það verið? Davíð? Ekki var hann vanur að lcoma svona sneriima. Fríða frænka stóð upp úr sófanum, fór fram og lauk upp — og lá við að hún dytti aftur yfir sig af undrun. Á ganginum stóðu þær Anna og Betty. — Anna var með blómvönd í hendinni — stóran og dýran rósa- vönd. Svo að þær höfðu þá munað eftir henni í ár. En hvað það var fallegt af þeiml „Þakka ykkur fyrir, blessunirnar!“ sagði hún er hún tók við1 blómun- um. „En hvað það var gaman að sjá ykkur! Komið þið nú inn fyrir, jeg set undir eins upp ketilinn. Jeg er einmitt nýbúin að baka systra- köku.“ Anna og Betty liengdu yfirliafnirn- ar sínar i forstofunni og komu inn í stofuna. „Fáið þið yltkur nú sæ’ti!“ sagði Friða frænka og benti á stóla. „Nei, frænka, við þurfum ekki að sitja!“ sagði Anna. „Sestu lieldur sjálf — jeg skal hita kaffið!“ Fríða frænka horfði forviða á hana. Það var ekki Önnu l'kt að yera svona verkfús og hjálpsöm. Yfirleitt voru þær svo alúðlegar við liana, að hún varð alveg forviða, því að hún átti.ekki því að veninst. En slcritið var það, að þær höfðu alls ekki óskað henni til hamingju með afmælisdaginn .... Friða frænka stóð fast á því, að hún hitaði kaffið sjálf — þær voru gestir honnar — og svo hvarf hún fram i eldhúsið. „Hún virðist ekki hafa orðið fyrir sjerstökum áhrifum af þessu,“ sagði Anna, þegar systurnar voru orðnar einar. „Nei, hún tekur því með stillingu. Nú verðum við að vera klókar og hjálpast að. En hvað henni þótti vænt um blómin, kerlingargarminum! Hún á því heldur ekki að veniast af okk- ur, að við gefum henni blóm.“ „Nei, það segirðu satt. En sannast að segja, Betty, finst mjer ekki hægt að ætlast til, að maður sje ginkeypt- ur fyrir að koma liingað. Það er fúkkalvkt af þessum gömlu húsgögn- um. Úff!“ Anna var gift bankagjaldkera og átti heima í fínu húsi fyrir utan bæ- inn — með stnlhúsgögnum og öðru sem heyrir nýtískunni til. „En —“ bætti hún við, „nú er dálitið öðru máli að gegna.“ Betty kinkaði kolli. í sama bili kom Fríða frænka inn með kaffibakknnn og fjell samtal systranna þá niður. „En hvað þú hefir notalega stofu, Fríða frænka," sagði Betty rjett á eftir, er þær voru sestar við borðið. „Þú kant lagið á þessum gamla Iieimilisþokka. Óskar er altaf að finna að því, að jeg skuli ekki heim- sækja þig oftar. Jeg er svo mikið ein og hefði svo sem nægan tima til þess.“ Hvað það síðasta snerti þá mátti það til sanns vegar færa, því að maður Betty var seljari fyrir stórt olíufjelag og var oftast á ferðalagi. „Jeg átti að heilsa þjer frá Vil- hjálmi, Fríða frænka!“ sagði Anna. „Það vantar svo sem ekki, að jeg hafi fengið orð að lieyra líka, fyrir að vanrækja hana frænku mina. Vil- hjálmur er nýbúinn að kaupa bif- reið, síðustu gerð, yndislegan vagn! Sá getur nú sprett úr spori! Hann bað mig að spyrja þig, livort þig langaði ekki til að koma og aka með okkur á sunnudaginn.“ „Jú .... þakka þjer fyrir .... Anna mín!“ Friða frænka varð enn meira hissa á dálæti frænkna sinna. „En .... jeg veit ekki .... það er svo langt síðan jeg hefi ekið i bif- reið.“ „Vilhjálmur ekur svo gætilega, frænka, svo að þú þarft ekkert að óttast! Við sækjum þig fyrir hádeg- ið. Og svo ökum við út í Dýraskóg. Það er svo fallegt þar á þessum tíma árs, þegar laufið er orð'ð ryð- rautt á litinn. Við getum fengið okk- ur miðdegisverð einhversstaðar og ekið svo út Strandveg á eftir — eða kanske eitthvað annað, ef þú vilt fremur. Jú, frænka, við skulum svei mjer gera okkur tyllidag.“ „Og hvað segir þú um, að við sækjum þig hinn sunnudaginn, frænka?“ spurði Betty. Andlitið á Fríðu frænku varð að stóru spurningarmerki. „Við vorum að líta á hús n-Olega,” hjelt Betty áfram, „og Óskar langar til að þú sjáir það, og segir þina skoðun á því. Þnð er yndislest hús, en eigandinn vill aðeins selja það fyrir borgun út í hönd — 50.000 krónur.“ 50.000 krónur — fyrir hús handa einni fjölskyldu?“ „Já — en þetta er stórt hús! Með möreum lierbergjum — og mið- stöðvarhita. Og yndislesum garði, gömlum óðalssetursgarði. Það er ekki ofmikið fyrir lnisið, það er þvert á móti ódvrt, mjög ódvrt. J>að mun þier finnast þegar þú sjerð liað. En sem sagt — það fæst nðeins fvrir þetta verð ef borsunin er út i hönd.“ „Oetur Óskar þá borgað það út i liönd?“ „Það verða einhver ráð með það! Okkur hefir dottið í hug, að við gætum lánað peningana hjá .... hjá .... já, við eigum svo marga efnaða kunningja." „Vilhjálmur hefði óðara lánað Óskari þessa peninga,“ greip Anna fram í, „ef ekki hefði staðið svo á, að liann þarf einmitt á þeim að halda þessa stundina. Það stendur svoleiðis á, að .... “ hún hallaði sjer að Fríðu frænku, eins og hún væri að trúa henni fyrir leyndar- máli, „það stendur nefnilega svo- leiðis á, að Vilhjálmi liafa boðist nokkur hlutabrjef — alveg sjerstakt tilboð — langt undir sannvirði. Og þvi meira sem hann getur keypt fyr- ir, því meira græðir hann.“ „Er það satt?“ andvarpaði Fríða frænka. „Jeg og mínir líkar hotna ekkert í þessháttar.“ „En þetta er bráðörugt fyrirtæki, ' frænka. Áhættan engin! Fjelagið hef- ir greitt tíu af hundraði í ágóða síðustu árin. Svo að þetta er upp- lagður gróðavegur — ef Vilhjálmur glatt hana hve Vilhjálmi og Óskari hann þarf.“ Fríða frænka leit á þær á vixl. Þarna sátu þær og sögðu henni frá einkamálum sínum og áhyggjum. Það var langt siðan nokkur mann- eskja hafði sýnt henni það traust. „Þið glímið við stórar tölur, börn- in góð,“ sagði hún lágt. „Þær yfir- ganga minn skilning! Ef hann fað- ir ykkar hefði lifað, mundi það hafa glatt hann hve Vilhjálmi og Óskari vegnar vel í lífinu. — En — viljið þið ekki fá ykkur í bollann aftur?“ Anna og Betty lieltu í bollana lijá sjer aftur. Því varð nefnilega ekki neitað, að enainn gat búið til eins gott kaffi og Fríða frænka. „Hafið þið sjeð hann Davíð ný- lega?“ spurði Friða. „Nei,“ svaraði Anna. „Sem betur fer,“ bætti Betty við. „Sem betur fer?“ Friða frænka hnyklaði brúnirnar. „Já .. já .. já .. jeg meina,“ stamaði Betty vandræðalega, „þú veist, að liann Óskar hefir aldrei getað felt sig við liann Davíð. Hann verður altaf ergilegur þegar Davíð kemur. Þessvegna harma jeg ekki þó jiað sje orðið langt síðan, að Davið heimsótti okkur. Þú skilur, frænka, að maður vill ógjarnan að heimilisfriðurinn truflist — jafn- vel þó að frændi minn eigi í hlut.“ „Davið kæmi vel að njóta hlýju lijá ættingium sínum,“ sagði Fríða frænka. „Tilveran hans er ekki of björt fyrir því.“ „Það er honum sjálfum að kenna.“

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.