Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Page 32

Fálkinn - 20.12.1940, Page 32
26 F Á L K I N N HUN KOM MEÐ JOLIN Eftir Christine HshwEÍl ForrEst STÚLKAN, sem líktist mest „leik- húsbrú'ðu“ steig af lestinni á stöðvarkrílinu í Cranby og leit hikandi kringum sig. Það var auð jörð, en snjórinn var kanske ekki langt undan, skýin voru grá og þungbúin og desemberkaldinn ijek sjer að visnum laufblöðum. Um- hverfið sem stóru augun, sem voru kvíðandi og glöð í senn, sáu, hefði l>ví getað verið skemtilegra. Liss Lelang, öðru nafni Lizzie Smith, skalf og vafði kápunni fast- ar að sjer. Kápan var með nýjasta sniði, þó að efnið hefði getað verið vandaðra, og snyrtileg ekki síður en stúlkan sjálf, svo snyrtileg að stöðv- arstjórinn dokaði við úti á stjettinni lii þess að horfa á hana og svala forvitni sinni að nokkru leyti. Hann sá ekki aðeins undurfaileg augu, heldur líka ljómandi fallegt nef, bogadregna og svipfallega höku og rjóðar varir — miklu rjóðari en var- irnar í Cranby voru að öllum jafn- aði —. Og hann þóttist sjá móta fyr- ir velvöxnum líkama undir loðkáp- unni og hugsaði sem svo: Þetta er auðvitað einhver leikhúsbrúðan. En hvaða erindi gat hún átt hingað — og meira að segja alein? Leikhús- fólkið vandi ekki komur sínar til Cranby .... Það lá við að hann gæti rjett til. Það var sem fyrverandi leikkona, að minsta kosti fyrverandi um sinn, sem unga stúlkan hafði stigið af lestinni í Cranhy. í fyrradag hafði hún skilið við leikaraflokkinn, sem liún var með, i gær hafði liún yfir- vegað þetta mikilvæga og ef til vill áhættusama skref, sem hún var að stíga, og í dag .... já, i dag var hún komin á ákvörðunarstaðinn. Hún hefði getað haldið jólin hjá góðvinum sínum í London, eða í Southampton eða með leikfjclögum sínum, sem ætluðu að halda jólin í Winchester, en innri rödd hafði skipað henni hingað. Og það sem verra var, fanst henni, þessi innri rödd hafði sagt henni, að hún mundi aldrei koma á leiksvið framar. Stöðvarstjórinn var óþarflega iengi að dunda við merkjaflaggstöng- ina enda leit hann oft á stúlkuna. Honum virtist hún vera mædd og glöð í senn, hún var svo ung og falleg, að hann hafði aldrei sjeð hennar líka þarna í Cranby. Og mínútu síðar heilsaði hann henni ofur kurteislega, því að hún hafði ávarpað hann. Og hann brosti. „Afsakið þjer, er Falcon Hall langt hjeðan frá stöðinni?“ „Höliin, eigið þjer við .. . ?“ Hann gat ekki dulið hve hann varð hissa. Hún hafði spurt hann um höllina, þessi unga stúlka, sem .... „Já, þar sem sir Herbert og lafði Victoria eiga heima. Er það ekki hjerna skamt frá?“ „Jú, vist er það ungfrú, en ....“ Hún sýndi á sjer óþreyjusvip. „Getið þjer sagt mjer hvaða leið jeg á að fara þangað?“ Hann leit á skóna hennar og hanskana, handtöskuna, sem var úr gerfiskinni og hugsaði með sjer: „Hún getur ekki verið boðsgestur, því að þá hefði bifreið verið send á móti henni. Og hún er svo virðu- leg, að ekki getur hún verið vist- ráðin þangað. Hvað getur hún þá verið?“ Hann svaraði spurningunni. Ef ungfrúin hjeldi upp aðalgötuna þá kæmi hún fyrst að skemtigarði og síðan að kirkju. Til hægri við kirkj- una byrjuðu trjágöng og þau næðu alla leið upp að höllinni. Og hjón- in væru heima. Þau færu afar sjald- an að lieiman nú orðið. Hún þakkaði og hjelt af stað leið- ina sem hann hafði lýst. Hjónin væru heima .... Það var eins og liann varaðist að spyrja liana nokk- urs. Æ, það lá við að lienni hefði þótt vænl um að heyra, að þau væru ekki heima. Henni var jafn órótt og hún hefði átt að lcoma fram á frum- sýningu. Og þó voru það aðeins tvær persónur, sem áttu von á henni. Nei, þau hjónin áttu ekki von á henni, þau vissu yfirleitt ekki að hún væri til. Þegar þau fengi að vita það mundu þau líklega verða mjög kulda- legir áhorfendur og fara á burt úr salnum . . . .! Hún andvarpaði. Lífs- raunin var margvísleg. En nú liafði hún þó hlýtt þessari innri rödd .... Ofurlítill sólargeisli hafði gægst fram milli skýjanna og þorpið virtist ekki eins ömurlegt og áður. Tígulsteinshúsin með litlu görðun- um fyrir framan, litla torgið með eikunum þremur og skógarásinn fyr- ir handan — þetta væri víst alt fal- legt i sólskini, hvort heldur væri sumar eða vetur. Þarna liafði hann dvalið .... Og kirkjan var lág og aðlaðkndi, ekki há og geigvænleg. Hún ætlaði að bregða sjer inn í kirkjuna ef hún væri opin, — áður en hún dirfðist að berja að dyrum í liöllinni. Hún var í hátíðlegum hugleiðing- um er hún gekk upp slitin þrepin við kirkjudyrnar, hún laut höfði i lágum dyrunum og gekk inn gólfið í hálf- rökkrinu. Daufan sólgeisla lagði inn um einn gluggann svo að vottaði fyrir bjarma á gólfinu. Hún gekk á birtuna. Það var eins og að ganga í draumi um sólbjart engi og vakna til dauðrar raunveru. Þarna innan um bautasteinana, aðalsmerkin og graf- irnar mundu liðnu timarnir tala við hana. Hún opnaði pappatöskuna sina og tók upp blómvönd — hvítar liljur. Og svo læddist hún á tánum — eins og hún vildi ekki trufla neinn — að ættargrafreit Falcon-fólksins. Hún las ýms nöfn — sir Herbert, sir Douglas, sir William, lady Catharintli, lady Eleonora, lady Beatrice. Og fleiri nöfn. Nöfn og ártöl. og loksins nafnið sem hún var að leita að, en helst hefði ekki viljað finna á þesum s’tað. Sir Robert Edward Falcon. Hún lcraup á knje á kalt hellugólfið og kjökraði um leið og hún lagði blómin frá sjer. Hún haðst fyrir í hljóði og stóð svo upp í skyndi. Einhver hafði komið inn i kirkjuna. IJún var ekki ein lengur. Það var kirkjuvörðurinn gamli, sem hafði sjeð sjer leik á borði að fá vikaskilding. Það var lítið um ferðafólk á bessum tíma árs. En þessi stúlka virtist ekki vera venjulegur kirkjugestur, ekki einu sinni fyrir forvitni sakir, en shilling var nú samt altaf shilling. Og svo fór hann að vausa pistilinn, sem hann kunni ut- anað. Þessi helgidómur var frá tímum Wilhjálms sigurvegara og með merki- legus’tu kirkjum i Englandi. Og Falcon-ættin, sem átti höllina þarna upp frá, var jafn gömul — höllin var aðeins til sýnis á sumrin og þó ekki nema suma daga vikunnar. — Það voru Falconarnir, sem höfðu hygt kirkjuna. Þessi ætt hafði skráð marga dáð i hetjusögu Englands, bæði með sverð í hendi og við ráð- gjafaborð konungsins. Hallir og hetjudáðir, hugsaði hún, er liún stóð þarna innan um þess- ar fornu menjar. Átti hún að þora að gefa sig fram i höllinni? Hún, sem lijet bara Smith og var ættuð úr úthverfi London .... „. . . . og lítið þjer á hjerna, gerið þjer svo vel,“ hjelt kirkjuvörðurinn áfram. „Þetta eru myndir af ýmsu fólki úr Falcon-ættinni, gerðar eftir frummyndunum í höllinni. Frúin þarna lengst til vinstri, lady Eleon- óra var virktavinur Victoríu drotn- ingar, og ríðandi maðurinn þarna. . “ Lizzie var hætt að taka eftir. — Kirkjuvörðurinn gat lialdið svo langa sögufyrirlestra, sem hann vildi, bara ef hún fengi að horfa á þetta fallega andlit í nokkrar mínútur. Herfor- ingjarnir voru svo byrstir, sumar hefðarfrúrnar svo svipharðar, en lafði Eleonora hafði svo góðleg augu og var alls ekki drembin á svipinn. Tigin liefðarfrú með þýða lund og gott hjarta — það þóttist Lizzie geta lesið út úr myndinni. Andlit liennar, sem minti á eitthvað frá horfinni tíð, dró huga Lizzie frá stund og stað. En alt i einu vaknaði hún til harmsögu lífsins við þessi orð: „Hann var síðasti afsprengi ættar sinnar.“ Hún varð að styðja sig við stólinn og lagði aftur augun og hugsaði. Síðasta afsprengi ættar sinnar. . . . Rödd kirkjuvarðarins var hátíðleg, er hann sagði: „Þann 12. október í ár, eða fyrir rúmum tveimur mánuðum, dó síðasli liður þessarar göfugu ættar, sir Ro- bert Edward Falcon. Hann beið bana við flugslys og af því að liann var ógiftur og ljet ekki eftir sig afkvæmi, getur maður sagt, að ættin hafi dáið út með lionum. Foreldrar hans, sir Herbert og lafði Victoría, eru að vísu á lífi ennþá, en þegar þau falla frá er ættin liðin undir lok. Það á að setja nýja glermynd hjerna í kirkj- una til minningar um sir Robert Edward, það er gjöf frá foreldrum hans. Og svo á að koma nýtt mál- verk hjerna í kirkjuna og undir myndinni á að standa: Hann var siðasti maður ættarinnar. „Aumingja foreldranir“, sagði liún lágt um leið og hún stakk pening í lófann á kirkjuverðinum. Þrír shillings. Það var meira en hann hafði búist við. Hann tók til máls' á nýjan leik, en nú var röddin ekki jafn þur og embættisleg -— lmn var kunnuglegri og viðkvæm- ari. „Já, það má nú segja. Hann var þeim eitt og alt. Jeg þekti hann frá blautu barnsbeini. Altaf var hann jafn ærslafenginn, en altaf þægur, altaf fyrirmynd ungra manna. Jeg þekti hann sem barn, sem skólapilt og sem liðsforingja. Hann var flug- fyrirliði í sjóhernum. Hann kom alt- af heim á hverju sumri og altaf um jólin. Og þá var nú glatt á hjalla í höllinni. En í ár verða engin jól í Falcon HaII“. Lizzie sneri sjer undan, svo að hann sæi ekki framan í hana. „Foreldrar hans .... eru þau .... eru þau góðar manneskjur?“ „Já, hvort þau eru það, afbragðs manneskjur og vel innrætt. Þau höfðu lítið liöfðingjasnið á sjer áð- ur, en siðan þau mistu hann, eru þau nærri því eins og aðrir. Þau telja sig ekki of góð til að tala við hvern sem er. En þau fara auðvitað lítið að heiman, og það er sjaldgæft, að nokkur komi til þeirra nú orð- ið.. ..“

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.