Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 36
30
FÁLKINN
Barnaböm konungsins.
Hjerna sjáiö þið Kristján X. á-
samt tengdadóttur sinni og krón-
prinsinum og barnabörnum kon-
ungsins. Til vinstri er Caroline
Matthilde prinsessa með Ingolf
prins, þá kemur konungurinn, sem
er að gera að gamni sinu við Elisa-
betu prinsessu. Loks sjest Friðrik
krónprins, með einkadóttur sina,
Margrete prinsessu, sem líka heitir
íslenska nafninu Þórhildur.
Litmynd af húsinu.
Þið sjáið myndina hjerna og takið
undir eins eftir því, að hún er ekki
íslensk. En þið getið gert dáiítið
skrítið við hana fyrir því. Kaupið
þið örk af gulum, brúnum, grænum,
rauðum og ljósrauðum gljápappír
og einn skálp af lími. Síðan þurfið
þið að eignast örk af þunnum pappa
(karton), helst bláum, sem þið
klippið tungur í efri brúnina á
og beygið hliðarnar aftur, eftir að
þið hafið gerl brot í pappírsörk-
ina á miðjunni. Nú klippið þið
mynd af húsinu úr gula pappírn-
um, en þak á húsið úr þeim brúna,
og af myndinni sjáið þið einnig,
hvernig þið eigið að prýða húsið
með rósum, skálistum, gluggum,
hurð og reykháf. Næst kemur grind-
verkið, trjeð, haninn með rauða
kambinum, gula nefinu og gulu löpp-
10. Vatnið streymir úr póstinum
en enginn sjest vera að pumpa.
11. Annan liælinn vantar á orfið
og hinn snýr öfugt.
12. Hjólbörurnar eru með löpp að-
eins öðru megin.
13. Stuturinn á könnunni snýr öfugt.
14. Maður er ekki vanur að sjá
hana og hænu á sundi.
unum. Litla tjörnin er klipt út úr
silfurpappír. Lausu myndirnar eru
kliptar úr gljápappír og límdar á
pappa, sem er kliptur eins. Þær eiga
að standa á grænum stalli, seni er
beygður aftur að neðan; svo að þær
standi slöðugar. Drengurinn er i
rauðri treyju, brúnum brókum og
með svarta fötu, hatt og stígvjel.
Annars getið j)ið ráðið litunum og
haft þó eins og ykkur finst falleg-
ast. En vandið þið ykkur vel á
klippingunni, því að annars verður
myndin ekki falleg.
Ráðning á vitlausu myndinni
á b!s. 29.
1. Bíflugnabúið stendur þar, sem •
dúfnahúsið á að vera.
2. Eplatrjeð ber ávöxt um Ieið og
blómin springa út á kastaníunni.
3. Engin svala límir hreiðrið sitt
után í reykliáfinn.
4. Rjúkandi reykháfur sjest ajdrei
á fjósinu.
5. Hundar eru ekki vanir að
lilaupa um húsþakið.
G. Gæsirnar ganga aldrei upp
hænsnastigann.
7. Það vantár júfrið á kúna.
8. Strákurinn teymir kúna í bandi
sem ekki er fest við múi eða
liálsband.
9. Strákurinn er með klossa á öðr-
um fætinum en skó á liinum.
Þegar þið lesið þetta verða víst
jólaeplin komin í allar búðir því að
nú hefir verið veill innflutningsleyfi
á þeim. Hjerna á myndinni sjáið þið
stúlku, sem er að tína epli af trje
í haust sem leið. Þið megið trúa þvi,
að það er skemtileg vinna.
En hver veit nema að þið komist
einhverntíma í að tína epli af trjám
hjerna á íslandi. Vísindamönnunum
hefir nefnilega tekist að framleiða
nýjar og liarðfengar tegundir af
eplatrjám, sem máske eiga eftir að
verða ykur til gagns og gleði, þegar
þið eruð orðin stór.