Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Síða 49

Fálkinn - 20.12.1940, Síða 49
F Á L Ií I N N 43 JÓLAHUGLEIÐING eftir dv. theol. Jón Helgason. Framh. af bls. 5. ar mannanna nm „eilífan frið“ að rætast, en fyr ekki. All að einu er Jesns Kristur sá „friðarhöfðingi“, sem einn allra ber það tignarnafn með rjettu. Því að ætlunarverk lians er, þrátt fijrir alt, að flytja frið, en vel að merkja: hverju því hjarta, sem á hann trúir. Þessvegna er rjettmætt að tala um „frið á jörðu“ í sambandi við hingaðkomu Jesú, því að hann einn hefir þann frið að bjóða, sem fullnægt getur frið- vana lijörtum mannanna. Fyrir því segir lxann líka: „Minn frið gef jeg yður, ekki gef jeg yður eins og heimurinn gefur". Einmitt af því að heimurinn er eins og hann er, vegna synd- arinnar og ranglætisins í heim- inum — einmitt af því að af- leiðingar þess ófremdarástands bitna svo tilfinnanlega á ein- staklingunum meðal þjóðanna, og friðarþörf mannlegra hjartna er jafnrík og hún er á öllum tímum, þess vegna verður það á öllum, og þá elcki síst á ná lægum, tímum liið mesta fagn- aðarefni að vita þann í heim- inn borinn, sem mitt í hinum þyngstu og örlagaríkustu frið- slitum mannanna, getur flutt hjörtunum þann frið, sem er læknisdómur gegn þyngstu á- föllum og jafnvel ekki hið mesta hernaðarbrjálæði getur svift oss, ef þessi friður er einu sinni orðinn eign hjartans. Fyrir því er bæði rjett og skylt, að vjer minnumst hingað- burðar Jesú og höldum hátið honum til dýrðar, til þess að tjá honum hjartans þakkir vor- ar fyrir alt, sem hann hefir gef- ið oss, og það alveg eins, þótt ófriðarbálið geysi úti í lönd- um með ötlum þeim hörmung- um, sem því eru samfara..... Og í lwerju er svo þessi frið- ur fólginn, sem Jesús Kristur hefir á boðstólum handa hverj- um þeim, er trúir? JÓLAMATURINN. Framh. af bls. M. Vanilje ís. 1 líter af mjólk soðinn, 5—6 eggja- rauður vel hrærðar með 100 gr. af steyltum melís. Hafið þeytara, þeytið vel rauðurn- ar meðan þið hellið sjóðandi mjólk- inni út í. Gotl að byrja með nokkra dropa og smá auka hraðann eftir því, sem eggin hitna með mjólkinni, síð- an er öllu creminu helt aftur í polt- inn, þetta látið yfir eldinn aftur og hrært vel í öllu þar til það er kom- ið að suðu, siðan er þetta tekið af eldinum aftur og 10 blöð af matar- lími eru leyst upp með V2 pela af sjóðhei'tu valni. Vanilje stöng eða vanilje dropar látnir í sjóðandi mjólk- ina. í þessu verður að liræra vel uns alt er orðið vel kalt. Fyrir fæðingu Jesú geta guðs börn á öllum tímum, einnig 11 hörmungatímum, þar sem mest syrtir að, horfst í augu við á- hyggjurnar mörgu, sem á slik- um tímum sækja oss heim, án þess að láta bugast af þeim, í trausti til föðurlegrar forsjón- ar hans, sem hvergi vantar vegi og vantar aldrei mátt. Fyrir fæðingu Jesú í þennan heim vitum vjer, að ekkert er til í veröldinni, sem víðfaðmara sje en náð guðs, Ilún stendur til boða „öllum lýðnum“ — öllum, sem náð guðs vilja þiggja. Og eins og vjer vitum, að hann, sem flutt hefir oss þennan boð- skap, um guðs víðföðmu náð, er sannleikurfnn, eins vitum vjer, að hann er vegurinn, sem fyrir anda sinn gerir oss mögu- legt að nátgast þennan „föður miskunnsemdanna“ og höndla náð hans. Fyrir fæðingu Jesú vitum vjer með öruggri vissu, að guð vill, að allir menn verði hólpnir og öðlist þekkingu á þeim sannleika, að náð hans stendur til boða ölluni, sem hana vilja þiggja, og að drott- inn er „fullríkur fyrir alla þ'á, sem ákalla hann“. Það er þessi vissa, sem flytur hjörtunum frið. Þessvegna er fæðingarhátíð Jesú kristnum heimi sjálfsögð- ust og eðlilegust allra hátíða og það eins á tímum ófriðar og styrjalda, ef ekki allra helst á slíkum tímum, er afleiðing- ar syndarinnar og ranglætisins taka oss hörðustum tökum. Þegar því Jesús segir: „Kom- ið til min, allir þjer, sem erf- iðið og eru þunga hlaðnir, og jeg mun veita yður hvíld!“ — og sú áskorun hljómar einnig til vor frá jötunni, þar sem hann hvíldist nýfæddur — hve- nær ætti það þá fremur en á fæðingarhálíð hans að vera oss Ijúfl að sinna slíkri áskorun og öðlast við það sálum vorum hvíld og sælan frið? En hverjum þeim, sem fús- tega sinnir þeirri áskorun, hon- um eru vissulega búin GLEÐIIÆG JÓL. Ef ísinn á að vera fínn er gott að stifþeyta V2 1. af rjóma og láta í kremið. ísform eða fat með þjettu loki er vætt innan og stráð með strá- sykri. 4 kg. ís er barinn niður og blandað með 2V> kg. spönsku salti, gott að blanda 1 mátskeið af saltpjetri sam- an við. Líka er gott að hræra upp ísinn þar til hann er hálf frosinn, annars frís hann utan, en kreniið innan verður ófrosið. Pakkið hann vel inn aftur og látið smjörpappir undir lokið. Suppe á la Douglas. Sami súpukraftur og til brúnsúpu aðeins endurbætt með Maggi-Bouil- on-kraft eftir þörfum, jafnist með sagomjeli ef fæst. annars með liveiti. Vætt með Sherry eða Madeira. í þessa supu er látið h. u. h. 1 pd. af as- parges og litlar fingurbollur úr góðu kjötfarsi. Tilreidd með vatnsbakkelsi. Hryggjasteik. 3-4 kg. lamhahryggur vel til höggv- inn en þræddur með reyktu fleski eða pjetursselju. Hryggurinn er yfirstráður salti og litlum smjörstykkjum. látið i steik- araskúffu. Ofninn hafður vel heitur. Steikt í 10—15 mínútur, lielt yfir það heitu vatni eða kraftsoði ef til er. Gott er að yfirhella hrygginn með 10 minúlna millihili. I>egar hryggurinn er steiktur eftir h. u. h. 1 kl.líma eru ristarlengjur með hryggnum og síðán skorinn í litla bita, og lögð á sinn stað svoleiðis að hryggurinn sýnist heill, er hann er framborinn, sósu er helt yfir sam- skeytin. Allslags grænmeti er hægt að fram- reiða og líka hvitar og brúnaðar kart- öflur eða franskar kartöflur (striml- ar soðnar i feiti). Parfait skum-ís. 1 I. rjómi, þeyttur, 4 eggjarauður, þeyttar með V2 pd. af strausykri lianda 12 manns. Ef vill má þeyta hvíturnar og láta seinast, er rjóminn og rauðurnar eru vel hrærð saman. Nougat er gott með. Frarnh. á bls. 45. BESSASTAÐIR. Framh. af bls. !). Síðan Grímur Thomsen fjell frá hafa Bessastaðir skift oft nm eigendur. Ekkja Gríms, frú Jakohína, seldi Landsbankanum jörðina 27. febrúar 1897, ásamt Lambhúsum og hjáleigunni Skansi, sem verið hafa i eyði áratugum saman. Fylgdi kirkj- an jörðinni í þeirri sölu, sjóð- laus þó, enda var söluverðið á allri eigninni ekki nema tólf þúsund lcrónur. Sama ár, 10. september afsalar bankinn síra Jens Pálssyni eignina fyrir 13.- 500 kr., en „undanskilur við sölu þessa landsneið austan við Bessastaðatjörn. .. . Landskika þessum fylgir rjettur til afnota þess hluta tjarnarinnar, sem til- heyrir Bessastöðum, til þilskipa- geymslu, verði þar gerð skipa- kví, einnig rjettur til þess að nota alt grjótið í þessum tjarn- arparti til hyggingar á stíflu- garði í tjarnarósnum til vaentan- legrar þilskipakvíar. Yeiðirjett liefir áhúandi Bessastaða í tjörninni og tjarnarósnum, einn- ig rjett til þess að fara með eitt þilskip horgunarlaust, ef liann á það sjálfur, inn í tjörnina gegnum stífluna í tjarnarósn- um, þegar hún kemst á“. Af þessari ráðagerð með skipa- kvína varð þó aldrei neitt. Síra Jens í Görðum átti ekki Bessastaðina nema 8 mánuði, en selur þá, 6. mai 1898, Skúla Thoroddsen ritstjóra fyrir sama verð og hann hafði keypt. Skúli og ættingjar hans áttu síðan jörðina tií 12. desemher 1916, en þann dag afsalar frú Theo- dóra eigninni til hreppsnefnd- ar Bessastaðahrepps fyrir 50,- 500 krónur. En 15. júní 1918 selur lireppurinn Bessastaðina Jóni H. Þorhergssyni, nú bónda á Laxamýri, fyrir 53.000 kr. Jón átti svo jörðina, og bjó þar, til 29. októher 1927, að Björg- úlfur Ólafsson, sem þá var fyrir skömmu kominn heim eftir langa dvöl austur í Asíu, keypti liana ásamt tíu kúm fyrir 120 þús. krónur. En í sumar sem leið, 13. júlí, seldi Björgúlfur Sigurði Jónassyni, forstjóra, Bessastaðina. Ilafði Björgúlfur áður keypt landskika þann, sem bankinn liafði áður skilið und- an, er hann seldi síra Jens Páls- svni. Þess er getið um Grím Thom- sen, að einu sinni liafi hann sent unglingsmann til þess að skera ofan af þýfi í túninu, en þótt pilturinn vera latur við verkið. Ilafði liann gengið til hans, skipað honum að leysa niður um sig og setjast siðan ofan í flagið. Síðan kvað hann liafa sagt við piltinn: Það er ekki sársaukinn, drengur minn, en það er smánin.“ Hvort sagan er sönn veit jeg ekki, en sje hún sönn, þá sýnir hún, að jarðabætur liefir Grímur stund- að, á þeirra tíma vísu. Síðan liefir mikið verið unn- ið að jarðabótum á Bessastöð- um. Bæði Jón Þorbergsson og Björgúlfur Ijetu sljetta og færðu út tún. Ög Björgúlfur end urreisti að kalla mátti hina gömlu Bessastaðastofu, sem var mjög úr sjer gengin. Mun tæp- ast of mælt að hann hafi varið sem svarar góðu húsverði til þess að koma húsinu á Bessa- stöðum í gott lag, setja i það miðstöð, koma upp rafstöð og því um líkt. Núverandi eigandi Bessastaða hefir ekki átt jörðina nema i fimm mánuði, en hefir verið all athafnamikill þar, á ekki lengri tíma. M. a. hefir skelja- sandshúð verið sett á alt húsið, kirkjan fengið aðgerð að innan og utan og verið máluð, og ým- islegt fleira mætti telja húsun- um viðvíkjandi. En þó eru jarðabæturnar meiri. Jeg kom sem snöggvast að Bessastöðum fyrir nokkrum vikum. Voru þar þá um 20 manns við skurðgröft í mýrinni upp af Bessastaða- tjörn, sem nú á að þurka og rækta. Varnargarð var verið að hlaða til verndunar mýrinni, innan við tjörnina og sömuleið- is austan túnsins til að verja ágangi frá Lambhúsatjörn. --------Það var mislynt veð- ur þennan dag, drungi yfir nes- inu. En all í einu hirti til og' sólin skein, eins fallega og ís- lensk haustsól getur skinið. Það liafa verið skin og skuggar yfir Bessastöðum og yfir sögu þeirra. Hún er einskonar skilningstrje góðs og ills, saga þessa staðar, sem konungur rændi af Snorra Sturlusyni myrtum, en siðar varð öndvegisból íslenskrar menningar. Sk. Sk.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.