Fálkinn - 16.11.1960, Qupperneq 8
„Gæðingana hefur hann
Höskuldur í lagi..."
— Jú, ég er fluttur í bæinn, til allr-
ar bölvunar, liggur mér við að segja.
Mér líkar illa, hvernig það er í þess-
um bæ. Það er eins og ekkert lifandi
dýr megi vera kringum mann. Og mér
finnst þetta stinga mjög í stúf við það,
sem ég sá 'í Þýzkalandi, þegar ég var
þar á hestamannamótinu í sumar. Þar
þótti sá mestur, sem flest húsdýrin gat
haft hjá sér.
Við erum staddir í kjallaraherbergi
innarlega á Miklubraut, og erum í heim-
sókn hjá einum mesta og kunnasta hesta-
manni hér á landi, Höskuldi Eyjólfssyni
frá Hofsstöðum.
— Hvenær ertu fæddur, Höskuldur?
— 1893, að Hofsstöðum í Hálsasveit,
fæddur þar og uppalinn. 13 ára fluttist
ég í Flóann, en síðustu tuttugu og tvö
árin hef ég verið uppfrá.
— Heldurðu ekki að þú kunnir illa
við þig á mölinni?
— Ég er andskoti hræddur um það.
Það er nú eitthvað annað að vera í
frjálsræðinu — upp til dala.
— En áttu ekki hross ennþá?
— Jú, svo er guði fyrir að þakka.
En það er nú lítið, og þau eru enn
uppfrá, en það stendur til að maður fái
þau til sín. Manni er fróun í að lifa
í tilhugalífi með þeim, þegar maður
getur.
— Þú hefur alla tíð haft yndi af
hrossum?
— Já, frá blautu barnsbeini. Snemma
beygðist krókurinn til þess sem verða
vildi í þeim efnum. Ég var smárolling-
ur, þegar ég þóttist vera farinn að temja.
Eitt sinn kom ég skeiðandi á brúnsokk-
óttum hesti. Þá var kveðið:
Höski ríður sokk að sjá,
sviptur kvíða og trega.
Tjörguhlíða-týrinn sá,
temur prýðilega.
Og víst er það deginum sannara, sem
segir í vísunni: „sviptur kvíða og trega“.
Ekki voru áhyggjurnar eða kvíðinn á
ferðinni þá. Það kom ekki fyrr en
seinna.
— Hefurðu lent í lífsháska?
— Nei, það getur ekki heitið. Kannski
einu sinni. Ég lagði í vana minn þann
gapaskap að ríða Hvítá hvar sem var
og hvort sem var á dimmri nóttu eða
björtum degi. í eitt skipti sá ég í tvo
heimana. Það kom nefnilega í ljós, að
hesturinn kunni ekki að synda. En
einhvern veginn skolaði ég honum i
flæðarmálið. Ég iðkaði það lengi að ríða
Hvítá, Þar til eitt sinn að Magnús And-
résson á Gilsbakka tók mig tali. Hann
efaðist ekkert um að ég kynni þetta,
en taldi óráðlegt að ég hefði svona lag-
að fyrir öðrum ungum mönnum. Upp
frá því varð minna um að ég riði Hvítá.
— Hvað segirðu okkur frá bannár-
unum?
— Ja, bannárunum. Þá gerðust flest
ævintýri. Þá var fjörið. Þá voru ýms-
ar skrýtnar brellur hafðar í frammi.
— Eina sögu höfum við heyrt af þér.
— Jæja. Blessaðir lofið mér að heyra.
En varast skylduð þig að trúa henni
eins og nýju neti. Það er mörgu logið.
Það er ekki allt sannleikur sem sagt
er frá bannárunum. En lofið mér að
heyra.
— Sagan er á þá lund, að einhverju
sinni hafir þú haft gagnleg tól grafin
í jörðu niður, og það hafi sézt, því að
moldin hafi verið ný ofan á. Dag nokk-
urn fréttir þú, að yfirvaldið væri á
leiðinni. Þá segir sagan, að þú hafir
gert þér lítið fyrir, skotið hundinn þinn
og grafið hann ofan á tólin. Þegar yfir-
valdið kom á staðinn, tók það að grafa,
en hætti í skyndi, þegar komið var
niður á hundinn.
— Nei, segir Höskuldur og hlær. •—
Þessu hafa þeir logið.
— Þú getur kannske sagt okkur eitt-
hvað skemmtilegt frá bannárunum?
— Minnið er nú farið að þverra. Það
eru helzt stökur, sem ég man og eitt-
hvert lítilræði í sambandi við þær.
Það var hér einhverntíma á bannöld-
inni. Þá komu ýmsir menn við hjá mér,
enda hart um góða hluti. Kjartan Ólafs-
son, hagyrðingurinn þjóðkunni, var á
leið að heimsækja bróður sinn, og fleiri
með honum. Hann kemur á hlaðið til
mín og segir að þeir hafi lagt taumana
upp á flötunum og látið hestana ráða
Rætt við Höskuld
Eyjólfsson
frá Hofsstöðum