Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Síða 9

Fálkinn - 16.11.1960, Síða 9
Til vinstri sést Ijósmynd Ólafs Magn- ússonar, sem hangir í stofu Höskuldar. Myndina til hœgri tók Oddur Ólafsson. ferðinni og þeir hafi viljað fara hing'- að. Að svo mæltu kvað hann: Heim ég kom til Höskuldar, hlýju og skjól að finna. Viðtökurnar voru þar veigameiri en hinna. Þær eru snilld, stökurnar hans Kjart- ans, og oft tvíræðar. Annar kom einu sinni og kvað þessa vísu: Höskuldar að hald’ í rann helzt má sorgum linna. Hærugráa höfðingjann heima er gott að finna. Svo kom eitt sinn maður sem Loftur heitir, á Hellum, og hefur sjálfsagt feng- ið kaffi, eins og siður er í sveitinni. Hann kvað: Höskuldur, sem heiður ber og höfðingslundu sanna, hefur þessi heyrist mér hylli guðs og manna. Já, það var oft fjör í tuskunum og komu ýmsir við. — Var ekki mikið bruggað á þessum árum? — Jú, mikil ósköp. Það þýddi lítið að vera að eltast við þetta. Það var hrein- asta hending, hver lenti í því að vera gripinn. — Það fylgist að hestamennskan og lausavísurnar. — Já, mikil ósköp. Óaðskiljanlegt. Það voru ýmsar góðar stökur kveðnar hér áður fyrr, þegar maður var á frí- um sjó og teygaði í sig unað lífsins. Þeg- ar maður ferðaðist sýslu úr sýslu og seldi góðhesta. Mér dettur í hug ein: Góðum ríða gæðingum og gulli raka saman. Höskuldur frá Hofsstöðum hefur af því gaman. Og önnur: Eitt ég segja ykkur kann, sem ekki verður bagi: Að gæðingana hefur hann Höskuldur í lagi. Einhverju sinni var ég að koma með- fram hlíð með heilan hóp af gæðingum. Þá var kveðið: Höskuldur með fákafans framan hlíðar kemur. Öngum rúin auðnukranz oft hér staðar nemur. Við rekum augun í stóra og gamla ljósmynd, sem hangir á vegg í stofu Höskuldar. Hann situr þar hnarreistur á gæðingi. — Þessi mynd er tekin 1917 hér í Reykjavík. Það var oft gaman hér í bænum þá. Þá mátti maður ríða um tjörnina endilanga, þegar hún var lögð. Maður dansaði hreinlega á henni. Og þegar þessi mynd er tekin er maður rétt kominn af tjörninni. Þarna er góðtempl- arahúsið í baksýn. Höskuldur hlær. Og ekki var dónalegt að ríða í gegn- um miðbæinn. Kannski var hornamúsik á Austurvelli og þá reið maður alveg i takt við músikkina. Nú er öldin önnur. •— Hvað heitir hesturinn á myndinni? — Hann heitir Goði og er sá hestur, sem ég hef mest haft fyrir um ævina. Hann var alhliða hrekkjadýr. Sumir hestar hafa þessa hlið af partískunni, aðrir hafa hina, en þessi hafði þær all- ar. En fallegur var hann. Hann hafði alla þá fegurð, sem hægt er að hugsa sér: hvítur, dökkur á nösum og kring- um augun og með svarta hófa. Þetta er dálítið einstök hestamynd, sem hann Ól- afur Magnússon hefur tekið. Ef hún er athuguð náið, sést, að hesturinn hvílir aðeins á einum fæti — allur þunginn á einum fæti. — Hvað áttirðu marga hesta, þegar bezt gekk? —-80. Það var fyrir 23 árum, þegar ég flutti að Hofsstöðum og tók við hest- unum þar og þeir blönduðust saman við þá, sem ég átti áður. Maður hafði oft marga til reiðar á þeim dögxim. Kjart- an Ólafsson kvað einu sinni, er ég kom í Auðsholt og hafði verið að sækja hesta Frh. á bls. 33 FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.