Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 24
Hér segir danskur blaðamaður frá leit sinni að Önnu
Maríu og lýsir jafnframt lífinu á Reeperbahn í Hamborg
í Hamborg er það tvennt, sem
skemmtiferðafólk vill einkum fá að sjá:
Hagenbecks-dýragarðurinn og Reeper-
bahn. Annað er dýrafangelsi, hitt
mannafangelsi, sem enginn sleppur úr,
ef hann ánetjast þar. Fyrir einni öld
spunnu handverksmenn snæri og kaðla
þarna á bakka Saxelfar, sem nú er
Reeperbahn. Þaðan er nafnið. Þangað
komu sjómenn til þess að kaupa kaðla,
og brátt gerðist útsjónarsamur náungi
til þess að koma þangað með bjórtunnu
til að selja kaðlakaupendunum. Og ann-
ar hafði kvenfólk á boðstólum.
Nú er þetta orðinn heims-alræmdur
glaumbær. Þar fá gestir nóg af öllu —
bjór, góðan mat, hljóðfæraslátt, dans-
meyj asýningar með tilheyrandi eftirleik
og fleira. En þar snúast örlög fjölda
fólks til glötunarvegarins.
Þangað koma ríkir Ameríkumenn til
að skemmta sér og horfa á niðurlæg-
ingu ákveðins hluta þýzku Þjóðarinnar.
En ég geri mér ferð á Reeperbahn til
þess að leita uppi Önnu-Maríu, sem einu
sinni dreymdi um að verða heiðarleg
og fræg stúlka, en lenti í þessu hættu-
lega neti á Reeperbahn. Nú losnar hún
þaðan aldrei aftur.
— Ég ætla ekki að láta flá mig inn
að skyrtunni. Ég bið um glas af köldu
öli, engan snaps viskí eða kampavín,
og ég kæri mig ekki um að stúlkur
komi að borðinu til mín. — Skiljið þér
það? segi ég við þjóninn.
— Já, vitanlega, segir hann.
Svona er þá Reeperbahn! Rétt við
vinstra eyrað á mér er hljómsveit, sem
ætlar að æra mig, ágæt hljómsveit, en
of þýzk. Tónarnir glymja í eyrunum
á mér. En við hægra eyrað kliðar í
hóp af framreiðslumeyjum, sem ráð-
leggja mér að kaupa franskt kampavín
fyrir 750 krónur (ísl.) flöskuna.
Ölið kom. Danskt öl. — Þrjú mörk
og 50, gerið svo vel!
Ojæja. Sjö danskar krónur fyrir lítið
ölglas. Þá það.
— Heyrið þér, ungfrú! Þekkið þér
Önnu-Maríu?
Gretchen stendur með sígarettuna milli
handanna, hristir höfuðið sveitt og svar-
ar: Nei-nei-nei — það eru svo margar
Önnur-Mariur til. Hvaða Önnu-Maríu
eigið þér við?
Ég gat ekki svarað því. Stúlkan yppti
öxlum og vaggaði mjöðmunum og
smokraði sér burt milli sveittra Þjóð-
verja og vöðvastæltra ameríkustúdenta,
sem sötruðu öl inn á milli hvítra tanna.
Hljómsveitin lék wienervals. Það
glumdi í messinglúðrunum.
Anna-María hafði gengið um beina á
árdegiskrá skammt frá aðaljárnbrautar-
stöðinni, og þangað hafði ég oft komið
fyrir fimm árum. Þá stóð kráin ein
sér á milli rústahauga, sem voru orðnir
grænir af blöðku og ýmsum stararteg-
undum. Okkur hafði komið svo vel sam-
an, Önnu-Maríu og mér. Hún var for-
eldralaus, heimilislaus, ættjarðarlaus og
ærulaus, og ekki reiddi hún vitið í þver-
pokum heldur. En hún leit talsvert stórt
á sig, var ákveðin í skoðunum og skipti
mannkyninu í tvennt: manneskjur og
ó-manneskjur. Hitler var í síðari flokkn-
um, ég í þeim fyrri og ég hafði þakk-
að henni fyrir heiðurinn. Þetta voru
okkar fyrstu kynni.
En síðar kynntumst við betur — og
við fórum að heyja einskonar félags-
málalegt einvígi. Hún hafði svarið, að
hún skyldi aldrei framar verða leikfang
þýzkra hermanna og hatur hennar til
nazista fór sívaxandi. Hún taldi víst,
að stjórn kristilegu demókratanna gæti
séð henni fyrir heiðarlegri atvinnu þang-
að til hún hefði efni á að komast í
saumaskóla — hún hafði mikinn áhuga
fyrir fatnaði — einkum kvenfatnaði.
Stundum stóð hún agndofa og lon og
don fyrir utan búðargluggana og horfði
á þýzku stælingarnar af Dior og öðrum
Parísartískuhúsum. En hitt veifið fannst
henni öll von úti og engin leið fær
nema — í sollinn.
Ekki var hægt að segja, að hún væri
lagleg, en hún hafði til að bera dálítið
þóttakenndan þokka, sem hún treysti
sjálf. Og oft minntist hún á, að ef ég
kæmi til Hamborgar aftur, skyldi ég
koma á krána við aðalbrautarstöðina
og spyrja eftir sér. Þá skyldi hún vera
orðin heiðarleg stúlka, sem gæti unnið
fyrir sér sjálf.
— Og í morgun varð mér hugsað til
hennar, er ég var að velta fyrir mér
hvað ég ætti að gera í kvöld. Ég var
fljótur að finna krána, sem ég hafði
fengið í lélegt kaffi og heit wienarbrauð
forðum, en nú voru komin háreist gler-
hýsi þar í kring í stað rústanna.
En það fór sem mig grunaði: Anna-
Maria var farin þaðan, sagði durtslegur
yfirþjónn, sem ég spurði.
— Þér getið sjálfsagt fundið hana á
Reeperbahn, sagði hann.
— Já, en hvar á Reeperbahn? spurði
ég.
Hann yppti öxlunum þóttalega. Og ég
sletti í hann pfennigum.
Síðdegis náði ég í leigubíl og ók ótal
krákustígi, en gjaldmælirinn gekk hratt.
Stanzaði fyrir utan Zillerthal, þar sem
bjórkollurnar dönsuðu og froðan skvett-
ist á þilin. Fólk kom og fór — þyrstir
Þjóðverjar hlömmuðu sér niður við borð
hjá kunningjunum, þarna þekktu marg-
ir marga. Náungi með ör á kinninni
hafði verið í Lillehammer á stríðsárun-
um, annar í Haugasundi.
— Hitler borgaði farmiðann þangað,
en gleymdi að borga miðann til baka!
Og svo hlógu þeir tröllahlátri.
— Ég get ekki sagt, að ég hafi haft
gaman af samfundum við ykkur, úr því
að svona er, sagði ég.
— En það höfum við! öskruðu þeir.
— Auf deine Gesundheit, Herr Norwe-
ger! Ein schönes land!
En Anna-María var ekki þarna. Ég
stóð upp, er ég hafði þambað ölið og
hélt upp í gleðikvennagötuna — aðgang-
ur bannaður unglingum innan 18 ára.
Ég starði framan í stúlkurnar — tíu, tutt-
ugu, fimmtíu stóðu þær í gluggunum
og þrýstu bringunni að rúðunum, feitar
og magrar, laglegar og Ijótar. Þær köll-
uðu til pilta af skipunum, sem sögðust
ekki eiga nema tíu mörk. — En tutt-
ugu og fimm vildi hún hafa, og svo
var þingað og prúttað, en æruverð ald-
in túristahjón námu staðar til að horfa