Fálkinn - 30.08.1961, Qupperneq 6
25. ÁGÚST 1758 var Schwerin greifi, aðstoðarforingi Prússa-
Konungs, tekinn til fanga í orrustunni við Zorndorf og flutt-
ur til St. Pétursborgar. í varðliðinu var rússneskur foringi,
sem hafði getið sér frægð í orrustunni. Hann var fífldjarfur
og harðleikinn kappi, rammur að afli. Höfuðið á þessum vöðva-
stælta líkama var fagurt svo að af bar og andlitið eins og á
engli. En það var líka hið eina sem var englum líkt með
Gregor Orloff.
Kvenfólkið var gagntekið af honum og Katrín stórfursta-
frú þóttist sjá fullkomnun mannlegrar fegurðar þar sem hann
var. Gregor Orloff var ekki heimskur, en hann hafði ekkert
lært og eyddi öllum tíma sínum í herbúðunum í spil, drykkju
og svall. Hann var landeyða, sem ekkert átti, siðlaus svelgur,
sem kunni ekki nokkra mannasiði. En fyrir þessum manni
átti það eftir að liggja að skipa öndvegissessinn í hjarta
Katrínar tólf næstu ár, ekki af því að hann væri ljúfur og
ástleitinn, ekki af því að hann væri dugandi ráðunautur, ekki
af því að hann væri aðlaðandi í framkomu, heldur eingöngu
af því að hann var vöðvamikill og karlmannlegur. Hann var
persónugervingur þeirra eiginleika, sem Katrín mat mest:
krafta og ruddaskapar.
Katrín var frilla Orloffs. En jafnvel þar gleymdi hún ekki
stjórnmálunum. Jafnvel í ástarvímunni skorti hana ekki und-
irhyggjuna, því að Orloff og bræður hans fjórir voru liðs-
foringjar í herdeildunum fjórum, sem höfðu völdin í St.
Gregor Orloff.
Pétursborg. Það gat komið sér vel ef í hart færi. Og ýmislegt
benti til þess, að til stórtíðinda drægi í Rússlandi um þessar
mundir.
Elísabet drottning sálaðist og nú varð Pétur, maður Kat-
rínar, keisari. Hann var bæði heimskur og brjálaður og því
hættulegur maður, sérstaklega af því, að hann var einvalds-
herra yfir milljónum Rússlands. Hann hataði konu sína, og
einu sinni þegar hann vildi sýna fyndni sína og kallaði konu
sina gæs — en hirðin hló að sjálfsögðu dátt að — fann Katrín
að til úrslita yrði að draga í sambúð þeirra.
Og nú hófst sú bylting, sem minnst hefur verið undirbúin
allra byltinga. Hún kom jafnvel þeim, sem að henni stóðu,
á óvart, en ýmis samverkandi atvik urðu til þess að Katrín
og undirtyllur hennar, Orloff-bræðurnir, náðu völdunum, en
Pétur keisari týndi bæði kórónunni og lífinu.
Nú varð Katrín keisari og Orloff „persónulegur aðstoðar-
foringi11 hennar. Þau skiptu völdunum á milli sín, en Katrín
gerði enga undantekningu hvað það snerti, að því leyti að
stjórnmálin annaðist hún ein, en hann fékk að njóta valda-
sælunnar á þann hátt, að hann mátti eyða og svalla eins og
hann vildi. Og vilji hans í því efni var mikill. En stjórnmál-
unum mátti hann ekki koma nærri fremur en hinir tólf
friðlar aðrir, sem Katrín hafði.
Katrín átti Orloff mikið upp að vinna, því að segja mátti
að hún fengi völdin úr hans hendi. Og hún unni þessum
svola af öllu hjarta. En honum var annað betur gefið en
fara í launkofa með tilfinningar sínar. Hann fór svo hrotta-
lega með drottninguna að öllum ásjáandi, að það vakti óhugn-
að. Þegar hann var drukkinn •— og það var hann að öllum
jafnaði — stærði hann sig af því við hvern sem hafa vildi,
að hann væri friðill Katrínar og raunverulega hæstráðandi
Rússlands. Og þegar það bar við, að Katrínu var sagt frá
þessu, þá hló hún og var ekki annað að sjá en henni þætti
heiður að þessu.
Hún var ævintýramanneskja, eins og skálkurinn Orloff.
Það var ævintýrablóðið í æðum þeirra beggja, sem tengdi
þau saman, fífldirfskan, öfgaþorstinn, fyrirlitningin á al-
menningsálitnu, hófleysið og ástríðurnar. I mestu ástarvím-
unni lét Katrín þó tilfinningarnar aldrei hlaupa með sig í
gönur, hvað stjórnmálin snerti. Hún stjórnaði landi og þjóð
með snilldarlegri forsjálni og engum leyfðist það að leggja
orð í belg.
Áræðið var mesti styrkur Orloffs, því að hugmyndaflug
hafði hann ekkert né heldur dómgreind eða skilning á fram-
tíðinni. Hann var maður líðandi stundar, naut andartaksins,
og þegar Katrín fæddi honum son, steig metnaðurinn hon-
um til höfuðs.
Orloff hafði aðrar frillur og fór síður en svo dult með
það. Og Katrín hefndi sín stundum með því „að bregða á
leik“ með einhverjum friðlinum, sem varð á vegi hennar.
Þetta var talin eins konar bending til Orloffs um að ef til
vill væri hann ekki eins fastur í sessi og hann vildi vera
láta. En Orloff kærði sig kollóttan, þótt Katrín þjónaði öðr-
um herrum, meðan það hjó ekki nærri valdastöðu hans. í
fyrstu var það valdagræðgi og ástríða, en síðar hégómagirnd
og kænska, sem laðaði hann að henni. Og ekki má gleyma
því, að hún var honum sístreymandi tekjulind. Auk þess,
sem hún gaf honum peningagjafir, fékk hann fleiri en eitt
og fleiri en tvö feit embætti, sem hann þurft ekki einu sinni