Fálkinn - 30.08.1961, Side 12
W/7 q j ”5) — }Q
w b d) b : U
— !>Ú reynir svo að haga þér sómasam-
lega, meðan Friðrik verður hér, svo að
ég þurfi ekki að skammast mín fyrir þig.
Lára leit strengilega á ágætt sýnis-
horn lífsgleðinnar, sem hringaði sig í
sófanum á móti henni. „Sýnishornið11
geispaði og teigði úr sínum blóðheita
skrokk.
— Verði þér að góðu að giftast presti.
Ekki vildi ég það. Verð ég kannski að
ganga í pokakjól, meðan hann verður
hérna, svo að ég æsi ekki óheilagar til-
finningar með honum?
Hún andvarpaði af sannri tilfinningu
og stóð á fætur. Spegillinn andspænis
veitti henni sannanir fyrir því, að hún
var orðin eins brún og hvít manneskja
getur frekast orðið. Hún vissi ekki, hvort
hún átti að hlæja eða gráta, þegar hún
virti fyrir sér hárið, sem var venjulega
ljóst, en nú var það næstum hvítt að
framan og myndaði sérkennilega mót-
setningu við dökkt andlitið. Hún bar á
sig ljósan varalit af í’ælni og gekk út a
þrepið fyrir utan dyr sumarhússins.
Létt rökkur sumarnæturinnar var að
síga yfir, og loftið var þrungið ilm af
kjarrinu og íynginu 1 hlíðunum, þessum
ilm, sem verkaði eins og áfengi og
hafði komið henni til þess að fremja
mörg heimskupör. Og þó! Hún brosti
með sjálfri sér. Það höfðu að minnsta
kosti verið skemmtileg heimskupör! En
nú virtist ekki vera nein hætta á, að
hún gæti gert neitt slíkt. Hún leit
gremjulega á lokaða gluggana á sumar-
húsunum í kring. Það bólaði hvergi á
nokkrum einasta manni. Eina fólkið,
sem sást voru bændurnir á bæjunum í
grenndinni, og þeir voru ekki beinlínis
augnayndi. Og svo var einstaka bíll, sem
fór eftir veginum, sem lá eins og hvítt
band yfir grænar hæðirnar. Glaðlegum
andlitum brá fyrir og hendi var veifað
í kveðjuskyni. Á eftir fannst henni hún
enn þá meira einmana en áður. Hún
gekk letilega að snúrunni, þar sem sund-
bolurinn hennar hékk, en svo snerist
henni hugur. Hvað átti hún við sund-
bol að gera? Það sæi víst enginn, hvort
hún væri í honum eða ekki, og ef svo
ólíklega vildi til, að einhver karlmaður
léti sjá sig, þá . . . Hún brosti með sjálfri
sér og gekk ofan að vatninu. Greinar
og lyng stungu hana í berar iljarnar,
og hún naut þeirrar snertingar við gróð-
urinn og sumarið.
Vatnsflöturinn var dimmur í rökkrinu
og hólminn út á miðju vatninu eins og
dökkur skuggi, og það var allt hijótt
nema þegar einstaka fugl lét til sín
heyra.
Hún fleygði kjólnum, sem var eina
flíkin sem hún var í, og óð út í vatnið.
Hún var búin að synda lengi og var
farin að hugsa um að halda heim, þeg-
ar hjartað tók snöggan kipp í barmi
hennar og henni hitnaði allri af eftir-
væntingu. Það stóð bíll utan vegarins
hinum megin vatnsins. Kfún synti nær
og skimaði um eftir tjaldi, en það var
ekkert tjald sjáanlegt og enginn maður
sást neins staðar.
Hún hrökk við, þegar hún varð vör
við hreyfingu í vatninu rétt hjá sér.
En ótti hennar hvarf fljótt og hún upp-
götvaði dásamlega staðreynd: Það var
karlmaður á sundi rétt hjá henni og
honum virtist ekki bregða minna við
að sjá hana! Hún synti nær ákveðnum
sundtökum. Hann horfði á hana dol-
fallinn og virti fyrir sér glaðlegan og
forvitnisvipinn á sólbrúnu andlitinu og
blautt hárið, sem lá niður með vöngun-
um. Hann leit dálítið neðar og hún
reisti sig dálítið upp í vatninu um leið,
svo að brjóstin blöstu við í sinni sak-
lausu nekt. Hann saup kveljur og skelf-
ingarsvipur kom á andlitið og hann
sneri við í ofboði og synti í átt til lands.
Hún hló mjúkum dillandi hlátri, sem
kom hrolli niður eftir hrygglengjunni á
honum. Hann herti sundið, en til lítils
gagns, því að hún fylgdi honum fast
eftir. Hann stanzaði, þegar hann kom
að grynningunum, nálgaðist bakkann og
sneri vandræðalega andlitinu að henni.
Hún hló, þegar hún sá, að hann var ung-
ur og fallegur með augu, sem voru dimm
eins og vatnsflöturinn í vorrökkrinu og
munn, sem vakti með henni sterkar
kenndir. Hann virti hana fyrir sér gegn
vilja sínum og reyndi að vera ákveðinn:
— Ég verð að segja yður eins og er.
Hún sá ekki betur en hann roðnaði.
Hún leit á hann ljómandi augum:
— Ég ekki heldur.
Hún kom nær honum, svo að hann
fann beran líkama hennar strjúkast við
handlegg sinn. Hann færði sig skelfd-
ur undan.
— Þér ættuð að fara burt, svo að ég
geti farið upp úr og klætt mig.
— Hvers vegna ætti ég að vera að
því, spurði hún ögrandi og færði sig
upp á grynningarnar. Hún settist á
stóran stein og dæsti:
— Ég er búin að vera á sundi í óra-
tíma.
Hann horfði eins og dáleiddur á fagr-
an líkama hennar, sem blasti bjóðandi
við honum og titraði undir augnaráði
hans. Með lágri stunu sneri hann sér
við og synti aftur út á vatnið. Hún kast-
aði sér út í vatnið á eftir honum, og nú
hló hún ekki lengur. Mótstaða hans var
úr sögunni, þegar hún synti upp að hlið
hans. Þegar þau nálguðust hólmann,
greip hann hana í fang sér og óð með
hana í land.
— Hafmeyjan mín, tautaði hann blíð-
lega, þegar hann lagði hana niður undir
runna og féll í votan faðm hennar ...
★
Hún skildi við hann um sólarupprás,
þegar kliður fuglanna fyllti loftið. Þau
fóru sitt í hvora áttina, þakklát fyrir
dásamlega nótt. Henni var hrollkalt,
þegar hún kom heim, og fór beint í rúm-
ið hamingjusöm og með frið fullnægj-
unnar í hverri taug.
Lára vakti hana um miðjan dag og
bað hana að kveðja Friðrik, sem hafði
komið um morguninn, áður en hann
færi. Hann gat ekki stanzað eins lengi
og ákveðið hafði verið. Hún var örg yfir
því að þurfa að fara á fætur, en for-
vitnin réði úrslitum. Hún hafði aldrei
séð þennan imnusta systtur sinnar. Aum-
ingja Lára, hugsaði hún meðan hún
Frh. á bls. 28
Hiín var búin að synda lengi og var farin
að hugsa uni að halda heim, þegar hjartað
tók snöggan kipp í barmi hennar...
SMÁSAGA EFTIR MÖGNU LÚÐVfKSDÓTTUR
12 FÁLKINN