Fálkinn - 06.12.1961, Síða 5
Otrúiefft en, áatt
Portúgalar eru mjög hrifn-
ir af þjóðskáldi sínu Camoens,
en sakir þess að ekki er vitað
um jarðneskar leifar hans,
söfnuðu þeir ryki alls staðar
þar sem hann hafði verið og
settu í kistu. Reistu þeir hon-
um síðan minnismerki, sem
lagt var ofan á kistuna.
★
Istvan Szechenyi var fræg-
ur ungverskur greifi og vís-
indamaður. Hann varð vit-
skertur og læknar töldu, að
hið eina, sem gæti hjálpað
honum væri að tefla skák.
Ungur stúdent var því feng-
inn til þess að tefla við greif-
ann og fékk hann álitlega
upphæð fyrir. Efir sex ár
varð greifinn aftur heilbrigð-
ur, en stúdentinn fékk ólækn-
andi sinnisveiki.
★
Olivette Vernon missti
mann sinn í styrjöld sem háð
var, þegar Frakkar voru að
taka Alsír. Hún bar eftir það
bakpoka hans og sverð í ná-
lega 38 ár.
Ekki alls fyrir löngu urðu
börnin í The Royal Grammar
School í enska bænum High
Wycombe mjög glöð sakir
þess, að þau höfðu fengið
aukafrídag. Svo er mál með
vexti, að skólastjóri þeirra
hafði orðið að athlægi og gekk
um göturnar eldrauður af
smán. Hann hafði nefnilega
gerzt sekur um brot á um-
ferðarlögunum og í stað þess
að mæta í réttinum, sendi
hann þangað bréf, þar sem
hann viðurkenndi brot sitt.
Dómarinn reyndi að lesa bréf-
ið upp í réttinum, en hann
gafst upp á því og sagði: —Ég
reyni þetta ekki, því í fyrsta
lagi er bréfið morandi í rétt-
ritunarvillum og í öðru lagi
er skriftin svo hræðileg, að
ég get ekki lesið helminginn
af því, sem þar stendur.
Hér eftir verður það ekkert
auðvelt blessuðum skólastjór-
anum að gefa einkunn í ensk-
um stíl.
★
Frægðin er þorsti æsku-
lýðsins.
Byron.
★
Nú, þegar ég hef eignazt
kind og kú, bjóða allir mér
góðan dag.
B. Franklín.
★
Virðuleikinn var fundinn
upp til þess að dylja iðju-
leysið.
George Ade.
★
Þeir, sem elska, verða aldrei
gamlir. Að vísu sigrar dauðinn
þá, en þeir deyja ungir.
A. W.
★
Sá, sem er hamingjusamur,
fer aldrei of snemma á fætur.
Camilla Collett.
★
Ég finn hvergi hamingjuna,
ef ég finn hana ekki hjá sjálf-
um mér.
Edvard Grieg.
k
Lífio er auðugra af þeirri
ást, sem fór til spillis.
Tagore.
■k
Hafið augun vel opin fyrir
hjónabandið, en hálf lokuð
eftir það.
Thomas Fuller.
★
Enn sem komið er, hafa
Frakkar metið í víndrykkju,
þeir drekka sem svarar 134
lítra á hvert mannsbarn í
landinu. Rétt á eftir eru ítalir,
þar er drykkjan 133 lítrar á
mann, þá koma Portúgalar
með 83, Spánverjar með 49,
Grikkir með 42, Svisslending-
ar með 36 og neðarlega á list-
anum eru svo Þjóðverjar með
9 lítra á mann.
Fyrir nokkru gerðist það hér í veitingahúsi, að
þrír vel slompaðir menn komu þar inn. Svo er
húsakynnum þarna háttað, að stigi einn mikill ligg-
ur upp á barinn og er hann flestum auðklifinn.
Venjulega er þarna rólegt og notalegt, enda þótt
kliður sé inni. Einmitt á þessu sama kvöldi, heyrir
» barþjónninn skruðninga mikla í stiganum og send-
ir hann mann til þess að gæta að, hvað sé á seyði.
Þá er komið upp með einn allvel drukkinn. Bar-
þjónninn spyr hann hvað hann vilji, og hinn svar-
ar: — Einn tvöfaldan wiský. Og svo valt hann
niður stigann aftur. í annað skipti endurtekur
þetta sig. Og í þriðja skipti heyrast enn miklir
skruðningar, og komið er að barnum með einn vel
þéttan. Hann er spurður, hvað hann vilji eða
hvort hann vilji eins og hinir tveir, einn tvöfaldan
wiský.
— Ertu vitlaus, maður, ég er á bíl, svaraði sá
þétti og rúllaði síðan niður stigann.
Kennari nokkur í barna- í/tánabdthur
skóla í Sofia, vildi fá skýrt
fram, hvort nemendur sínir, Gefi hláku herrann spaki
gætu útskýrt, hvað svín væri. heiciur freka
— Jú, sagði einn þeirra, gvo fannarákir fljótt upp taki
það hefur eyru og klaufar og og fari að leka
dindil.
— Er það allt, spurði kenn-
arinn. Hvað með kjötið,
skinkurnar og kóteletturnar?
— Ó, svaraði nemandinn,
þér minntust ekkert á það, að
um væri að ræða reglulegt
svín.
★
Það er ekki ætíð tíðinda-
laust í Chicago. Skínandi lúx-
uskerra ók upp að banka. —
Glæsilegur maður stígur út
úr vagninum, gengur tiguleg-
um skrefum inn í bankann og
staðnæmist fyrir framan aðal-
gjaldkerann.
-— Vilduð þér gera svo vel
og láta mig fá 25 þúsund dali.
— Hafið þér ávísun upp á
það? spurði gjaldkerinn.
— Nei, svaraði hinn glæsi-
legi maður, en ég hef skamm-
byssu með sex kúlum í.
*
Sölvi Helgason.
DDNNI
Fyrirgefið þið, en
sjónvarpsáhorfandi
minnir mig á sjötuga
kerlingu á þjóðbún-
ingi, tyggjandi tyggi-
gúmmí til þess að laða
að ferðamenn.