Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 10
Gestur í heimsúkn
Selterski skrifstofuþræll gat varla
haldið augunum opnum. öll náttúr-
an var sofnuð. Fuglarnir í skóginum
voru orðnir hljóðir. Konan hans var
háttuð fyrir löngu og aðrar lifandi
verur í húsinu sömuleiðis.
En Selterski þorði ekki að fara
inn í svefnherbergið sitt, þótt hann
fyndi vættarþunga á augnalokunum
á sér. Peregarin nágranni hans var
nefnilega í heimsókn hjá honum.
Hann hafði komið rétt eftir mið-
degisverð og sat enn sem fastast,
alveg eins og hann væri límdur við
sófann. Með hásri þokulúðursrödd
var hann að segja frá því, þegar óði
hundurinn beit hann í fótinn, árið
1842. Þegar hann hafði lokið sög-
unni byrjaði hann á henni aftur.
Selterski var í öngum sínum. Hann
hafði gert allt hugsanlegt til þess að
losna við gestinn. Leit á klukkuna
aðra hverja mínútu, kvartaði undan
höfuðverk, var alltaf að fara út og
skildi gestinn eftir einan — en ekk-
ert stoðaði. Ofurstinn skildi engar
af þessum vinsamlegu bendingum og
hélt áfram að tala um óða hundinn.
Hann ætlar sér víst að hanga hér
til morguns, nautið að tarna, hugs-
aði Selterski bálreiður. — Ljóti
þorskhausinn! Jæja, úr því að hann
skilur ekki hálfkveðna vísu, er bezt
að ég grípi til kjarnbetri ráða.
— Vitið þér hvers vegna ég kann
svona vel við mig í sveitinni, spurði
hann.
— Nei, ekki get ég gizkað á það.
— Vegna þess að maður getur
lifað eins og manni sýnist. Við för-
um á fætur klukkan tíu, borðum
miðdegisverð um klukkan þrjú og
háttum fyrir klukkan ellefu. Fari
ég seinna að hátta hef ég alltaf óþol-
andi höfuðverk daginn eftir.
— Það er skrítið.... Annars er
það allt komið undir vana. Einu
sinni kynntist ég manni, Kjuskin
nokkrum höfuðsmanni. Eg hitti
hann í Schwartswald.... þér vitið
kannski ekki að ég hef verið í Þýzka-
landi? Það var rétt eftir að hún
tengdamóðir mín sálaðist, Maria
Orifjevne, hún þjáðist af nýrna-
veiki....
Og svo fór hann að rausa um
nýrnaveiki tengdamóður sinnar og
smellti í góminn.
Klukkan sló tólf — hún varð bráð-
um hálf eitt og enn sat hann og lagði
10 FÁLKINN
út af nýrnaveikinni. Kaldur svitinn
spratt fram á enni Selterski.
Hann skilur ekki fyrr en skellur
í tönnunum! hugsaði hann. Þetta er
nautheimskt. Skyldi hann halda asn-
inn sá, að ég hafi gaman af svona
heimsóknum? Hvernig á ég að losna
við hann?
— Segið mér ofursti? Hvað á ég
eiginlega að gera? Eg er svo slæm-
ur í hálsinum. Eg var nefnilega svo
vitlaus að heimsækja kunningja
minn, en börnin hans liggja í barna-
veiki. Líklega hef ég smitast. Ég er
handviss um, að ég hef fengið barna-
veiki.
— Það kemur fyrir, sagði Pere-
garin og var hinn rólegasti.
— Þetta er mjög alvarlegur sjúk-
dómur, hélt húsbóndinn áfram. —
Og það er ekki aðeins að ég veikist
sjálfur, heldur get ég smitað þá, sem
næstir mér eru. Barnaveikin er bráð-
smitandi. Bara að ég smiti yður nú
ekki, herra ofursti.
— Mig ? Nei, það er engin hætta
á því. Ég hef oftar en einu sinni
komið á taugaveikispítala án þess að
smitast — og ætti ég þá að smitast
af yður? Nei, gömlum skörfum eins
og mér er ekki smitunarhætt. Við
erum lífseigir þessir gömlu jaxlar.
1 herdeildinni minni var einu sinni
ofursti, sem hét Trésbien.... af
frönskum ættum. Þessi Trésbien....
Og nú sagði Peregarin frá, hve
lífseigur þessi Trésbien var.
Klukkan sló hálf eitt.
— Afsakið þér, að ég gríp fram í,
herra ofursti. Hvenær eruð þér van-
ur að hátta?
— Svona klukkan tvö til þrjú. En
stundum kemur ]jað fyrir, að ég hátta
alls ekki, sérstaklega þegar ég er í
skemmtilegum félagsskap eða þegar
gigtin er að kvelja mig. I kvöld ætla
ég til dæmis ekki að hátta fyrr en
klukkan fjögur. Ég lagði mig nefni-
lega góða stund áður en ég fór að
heiman. Annars get ég ofurvel án
svefns verið. 1 stríðinu kom það
stundum fyrir, að mér kom ekki dúr
á auga vikum saman. Ég skal segja
yður eitt dæmi. Herdeildin okkar var
í Akalzk . . .
— Afsakið þér, en hvað mig snert-
ir fer ég alltaf að hátta klukkan 11.
Ég verð að fara svo snemnia á fæt-
ur, skiljið þér?
— Auðvitað. Það á að vera svo
gott fyrir heilsuna að fara snemma
á fætur. En sem sagt: herdeildin
okkar var í Akalzk . . .
— Ég veit ekki hvað að mér geng-
ur, greip liúsbóndinn fram í. —
•Stundum fæ ég kölduflog, en stund-
um er ég að stikna úr liita. Svona
er það alltaf rétt á undan köstunum.
Þér vitið máske, að ég fæ stundum
æðisköst. Oftast um eitt-leytið á næl-
urnar. Þá suðar fyrir eyrunum á
mér, ég missi meðvitundina, stekk
svo í háaloft og fleygi einhverju í
liausinn á þeim, sem næstur er. Sjái
ég hníf, þá þríf ég hann. Sjái ég stól
lijá mér, þá kasta ég honum. Ög nú
lief ég svona lculdaflog, eins og ég er
vanur að fá á undan köstunum.
-— Þetta var leiðinlegt. . . þér ætl-
uð að reyna að fá bót á þessu.
— Ég hef látið marga lækna káka
við mig, en árangurslaust. Þess vegna
læt ég nægja að aðvara mína nán-
ustu, þegar köstin eru að koma.
— Það er einkennilegt. Ja, þeir
eru margvíslegir þessir sjúkdómar.
Pest, kólera, krabbamein . . .
Ofurstinn hristi liöfuðið og hugs-
aði.
Það varð ))ögn.
Það er bezt, að ég lesi upphátt úr
ritum minum fyrir hann, hugsaði
Selterski með sér. Ég á enn hérna
i skrifborðsskúffunni skáldsöguná,
sem ég samdi þegar ég var i mennta-
skólanum. Kannski hún dugi á liann.
— Nú ætla ég að koma með til-
lögu, sagði hann. — Langar yður til,
að ég lesi svolítið fyrir yður úr bók-
inni minni. Ég hef skrifað hana i
tómstundum mínum. Skáldsagan er
í fimm bindum með formála og eftir-
mála.
Seleterski beið eklci eftir svari, en
spratt upp og dró upp úr skúffu gam-
alt og gult handrit, sem hét „Lygn
vötn“, — skáldsaga i fimm bindum.
Nú leggur hann á flótta, hugsaði
Selterski og blaðaði í æskuverki sinu.
Ég ætla að lesa þangað til hann grát-
bænir mig um að hætta . . .
— Ef þér viljið hlusta á, herra of-
ursti . . .
— Með ánægju. Ég vil gjarnan
lilusta.
Selterski byrjaði. Ofurslinn hag-
ræddi sér í sælinu, setti andlitið í
alvarlegar fellingar og bjóst til að
hlusta samvizkusamlega.
Skáldsagan byrjaði'á náttúrulýs-